Vestri - 31.03.1906, Qupperneq 2
go
V~E S T R I .
23. tbL
epls sæiðist 15 manns og 2 dráp-
ust. Ástandið er rnjög svo al-
varlegt.
Binu fræga franska skáldi, Alfred
de Musset hefir veiið reistur fagur
minnisvarði í París.
England.
Á stefnuskrá ensku stjórnarinnai
er að veita Búum sjálís&tjórn og
spá andstæðingar stjórnarinnar, að
það muni verða til þess, að Eng-
lendingar missi Transvaal.
í ráði er stór aukning við enska
ílotann. Frá 1. apríl munu verða
í smíðum 50 smærri og stærri
herskip.
Norvegur.
Nýlega hjelt hinn norski efna-
fræðingur Eyðe fyrirlestur um nýja
aðferð til að framleiða saltpjetur
af súrefni og köfnuuarefni loptsins
og mun þessi aðferð fá afarmikla
þýðingu í framieiðslu saltpjeturs.
Rafurmagnsneisti er notaður tii
þess að súrefni og köfnunarefni
gangi í samband hvort við annað;
við það myndast lopttegundir, sem
vatn er látið sjúga að sjer og þá
kemur fram saltpjeturssýra, sem
síðan má breyta í saltpjetur. Að-
ferð þessi er miklu betri, en sú,
sem' áður hefir verið notuð. Hefir
verið sett á stofn verksmiðja i
Norvegi til að nota hana ogverður
Norvegur að iíkindum með tím-
anum það land, sem framleiðii
mest allan saltpjetur, þar sem líka
Norðmenn munu kunna að hag-
nýta fossana sína.
Ameríka.
Eldfjailið Mont Pelóe á Martinque
hefir gosið og særðust 5 menn af
steinum, sem slöngvuðust út. Jarð-
skjálptar miklir vora því samfara.
Úr bænum og grenndinni.
Yígsla fcíood-TeDiplarhússins
nýja hjer í bænum fór fram 30.
þ. m. — Húsið var vígt af br.
Indriða Einarssyni, sem kom hingað
vestur með „Ceres" í því skyni.
Vígslu atnöfnin byrjaði kl. 8x/a.
Eptir að vígslu siðum var lokið
tóku við ræðuhöid og söngur á
milli. Voru þar flutt hin venjulegu
minni (ísl. o. s. frv.) og auk þess
fjöidi annara minna og ræður, og
stóð það yftr til kl. 2. Þótti hátíð
þessi hin tilkomumesta og skemmti-
legasta þótt undirbúningur væri
lítili. Nokkrir fjelagar úr stúkum
hjer í nágrenninu voru þar staddir.
en þeir myndu hafa verið miklu
fleiri viðstaddir ef hægt hefði verið
að dagsetja vígsluna svo, að þeir
hefðu vitað um hana í tæka tíð.
Þetta nýja hús Good-Templara
er bæði myndarlegt og fallegt og
hið skemmtilegasta samkomuhús
til hvers sem vera skal. Salurinn
er 16X20 al. að stærð með senu
10 al. langri og jafnbreiðri salnum
og tveirn hliðarherbergjum þar við.
Undir senunni og þeim herbergjum
er kjallari til veitinga og er þar
veitingastofa löXlOal. að stærð,
og eldhús. Við húsið eru tvö stór
andyri. sem liggja saman, og þriðja
lierbergið tii hlilar við þau. Er
sá hluti hússins tvíiyptur og uppi
eru 3 herbergi og eldhús.
Húsið er því einkar hagkvæmt
til ailskonar mannfunda, sjónleikja
o. s. frv. og er bænurn mesti sómi
að eiga slíkt samkomuhús. Þar
að auki er það stærsta og bezta
fundarhús sem Good-Templar regl-
an á hjer á landi.
Skíðaskriðið.
Það er iofsvert að ýmsir menn
hjer í bænum hafa hafist handa
til að efla hina góðu og gömlu list,
skiðaferðirnar.
Kaupm. Emil Strand útvegaði
20 pör skíða frá Norvegi og komu
þau hingað í vetur; gekk þá þegar
feikimikil skíðasótt um bæinn svo
í heila viku var ekki urn annað
talað en skíði og skíðaferðir.
Hver krakkinn sem kominn var
ýfii 5 ára aidur varð óður og upp-
vægur að fá sér skíði úr stöfum
úr oiíufötum og gömlum skyrsáum.
Sagt er að sumir feður hafi jafnvel
orðið að taka staflna úr einu kjöt-
tunnunni sem þeir áttu til í eigu
sinni, til þess að barnið þeirra gæti
fyigst með tímanum.
Ekki hefir þó orðið jafnmikið úr
íramkvæmdunum sem undirbún-
ingnum, sumir hafa farið eina fei'ð
og aðrir ekki komist lengra en að
sstja upp skiðaskóna. Kvennþjóðin
heflr þó orðið einna framkvæmda-
sömust. Fáar minniháttar konur
munu þó enn vera komnar á skíði,
en nokkrar „maddömur", „frúr“
c g „frökenar" hafa „gert stóra
lukku“ í bænum.
Allt er hjer í framförum. X.
Mótoraf jölgumin
gengur nú hröðum skrefum í bæn-
um, í hverjum krók standa menn
bograndi við aftur enda á gömlum
bátum, til að undiibúa þá undir
nýja skrúfu.
Aðrir vinna af kappi að því að
smíða nýja báta og fjöldi báta og
mótorvjela hefir verið pantaður frá
útlöndum og kemur með hverri
ferð.
Hvert sem litið er ljómar fram-
tíðarlán og hagsæld sjávarútvegsins
eins og upprennandi dagur.
Framfarirnar lifi! X.
Bafíshroðí
kom hjer inn í Djúpið 30. þ. m.
svo langt að hann sást hjeðan úr
bænum og lítur því út fyrir að
hann sje ekki fjarri. En ekki mun
það þó ha.fa verið nema dálítið
hrafl.
„\Testa“
kom hingað 28. þ. m.ogfóraptur
sama dagínn. Með henni voru hátt
á annað hundrað farþega, þar á
meðal margt af sjómönnum hingað
að Djúpi.
Þessa höfum vjer heyrt getið i
um nafnkenndasta með skipinu:
Alþm. Jón Jónsson frá Múla,
Sighvatur Bjarnason bankastjóri,
sem báðir biðu hjer eptii „Ceres",
alþm. Guðjón Guðlaugsson á Kleif-
um, á leið suður til að endurskoða
landsreikningana, 3 búnaðarnem-
endur af Hólaksóla á leið til Dan-
merkui- til fiekaia búnaðarnáms,
Jón Jónsson verzlunaragent (hingi
að), Björn Guðmundss. kláðalæknir.
J. P. Clausen o. fl.
Með skipinu fóru: Chr. Fr. Niel-
sen með frú sinni, frú Anna Bene-
diktsson o. fl.
„Ceres“
kom hingað 29. þ. m. og fór aptur
í nótt. Með henni voru ýmsir
farþegar. Þar á meðal Indriði
Einarsson skrifstofufulltrúi, Sigurð-
ur læknir Magnússon á Patreksfirði,
Björn Olsen kaupm. Patreksfirði,
Jón N. Sigurðsson kaupm. Bíldadal
Jón Hildiberg skipstj. St.hólmi o. fl.
Með skipinu fóru Óiafur Metúsal-
emsson verzlunai-stj., Björn Metú-
salemson verzl.m. Jóh. Þorsteinss.
sýsluskrif., Á. Sveinss. kaupm. o. fl.
„Kong Trygye“
kom hingað 26 þ. m. ogfóraptur
aðfaranótt þess 28. Með honurn
voru ýmsir farþegar, þar á meðal
Ármann Bjarnason, bókhaldari á
Bíldudal.
Með skipinu tóku sjer far hjeðan:
frú Haildóra Sorensert, frá Bolung-
arvík; skólapiltarnir Konráð Kon-
ráðsson og Stefán Thorsteinsson;
Jón Ól. Jónsson málari o. fl.
Bæjarstjói’narfuiiður,
haldinn 24. þ. m.
1. Kosnir- 2 inonn í landsdóm og
hlutu kosningu: D. Soh. Thorsteinsson
lœknir 5 atkv. H. S. Bjarnarson kon-
súll 5 atkv.
2 Kosin 3ja manna nefnd til að semja
reglur fyrir lóðasjóð ísafjarðarkaupst.
og hlutu kosningu: Magnús Olafsson,
Magnús Toriason og Jón Laxdal.
3 Lagt fram nefndarálit í uppfroeðslu-
málum barna. Yar það samþ. sem til-
lögur bœjarstjórnarinnar í þessu máli.
4. Kosnir 2 menn í kjörstjörn til að
sjá um kosningu endurskoðanda bœjar-
reikninganna, kosnir: S. A. Kristjánsson
og Arni Sveinsson.
5. Eríndi frá Birni Pálssyni bókaverði
hólcasafnsins um hœkkun á launum
sínum upp í 100 kr. á ári. Tillaga um
hœkkun þessa var felld.
6. Beiðni Halldórs M. Ólafssonar
á Góustöðum um aðseturleyfi í bœn-
um felid.
7. Lagt fram nofndarálit í Sétara-
máli bœjarins. Tillaga um að afnema
sótara stöðuna felld. Tillaga nefndar-
um að samþykkja nýja gjaldaskrá er
hún lagoi fram., samþ.
8. Frumvurp til heilbrigði ssara-
þykktar fyrir kaupstaðinn samþ.
Úr ýmsum áttum.
Skipsti-«ncl.
Úrír botnvörpungar hafa nýlega
strandað á suðurlandi, einn enskur
á Breiðainerkur sandi, annarþýzkur
á Svínafeilsfjörum á Skeiðarársandi
og sá þriðji enskur á Stokkseyri.
Menn björguðust af þeim öllum.
Skipverjai af skipi því. er strandaði
á Skeiðarársandi, komust í hæli
það, sem kaupm. Thomsen hefir
látið reisa og dvöldu þar tvo daga,.
þar til þeirra varð vart. Telja þeir
víst, að þeir hefðu aJlir farist, ef
hælíð hefði ekki verið, því veður
var vont og þeir illa til reika, og
lágu úti nóttin eptir að þeir biðu
skipbrotið.
Briini.
1. þ. m. brann' íbúðar og vei'zl-
unarhús Metúsalems Jóhannessonar
kaupm. á Oddeyri til kaldra kola.
Húsið og vörur eiganda var vátryggt
fyrir 25 þús. kr. en ýmsir leigendur
er i húsinu bjuggu höfðu eigur
sínar óvátryggðar og verða því
fyrir tals verðu tjóni.
Heiðursmerki.
Hannes Hafstein ráðherra, síra
Matthías Jochumsson og Steingrími
ur Thorsteinson, rektor eru orðnir
Dannebrogsmenn. Þeir voru allir
áður R. af Dbr.
Gipt eru
í Kaupmannahöfn nýlega P. M.
Bjarnason kaupmaður hjeðan úr
bænum og fröken Sophie Jensen.
Bmhættispróf í iogfræði
heiir Bjami Jónsson frá Unnarholti
te .ið nýlega með 2. einkunn.
Reikningur
yfir tekjur og gjold „styrktarsjóðs ekkna og harna tsfrðinga
þeirra er í sjó drukkna", árið 1905.
Tekjur:
1. Eptirstöðvar við áralok 1904. Kr. 10900,92
2. Vextir árið 1904
a. lagðir við í söfnunarsjóð „ 108,29
b. sendir vextir til úthlutunar 1905 „ 324,87
Álls Kr. 11334/08
Kr. 300,00
» 13,40
Gi öld:
1. Styrkur greiddur 9 ekkjum, fskj. 1
2. Auglýsingar m. m. — 2
3. Eptirstöðvar:
a. í söfnunarsjóði (þar með kr. 1*8
áður i sparisjóði).
b. í peningum.
Kr. 11009,21
„ 11,47
Alls Kr. 11334,08
ísafirði, 10. nóv. 1905.
í umboði nefndarinnar
^orYaldur Jónsson.