Vestri


Vestri - 01.12.1906, Blaðsíða 1

Vestri - 01.12.1906, Blaðsíða 1
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. VI. árg. ÍSAFJÖRÐUR, I. -Jt Jt St -5- g « St. Jt fc. » Jt JtJt st 3 Jóh. Þorsteinsson f > í umooðsmaður fynr lí/s- jj J ábyrgða rfjelagið ., Stan dard “. jj Jj Heima kl. 4—6 e. m. j 0^'-X> » tSU « « * Ö ö *» * * ÍT * «'■»■» * •& ° Ritfrecfn. Jón Traustl: H a I I a SÖguþáttur úr sveitalífinu. Reýkjavík 190tí. Arinbiörn Sveiubjarnarson og tor- steinn Gísiason gáfu út. Nútiðarbókmenntir íslending-a eru litlar og fáskrúðugar. Hin svonefndu skáld þjóðarinnar hafa verið og eru enn í dag svo ein- hlið i, að þau hafa tæploga rcynt sig við önnur viðfangsefni en ljóðagerð. Þetta mun sprottið af því, að íslenzku skáldin eru dvergar í andlegum skilniugi bor in saman við bekkjarnauta Braga meðal annara þjóða, sem þreyta aflraunir við öll viðfangsefni skáld- listarinnar. Verk íslenzku skáld- anna eru að eins skuggsjár skyndi- leifturs, einskonar tækifæriskvæði eða með öðrum orðum augna- blikslýsing þess, er hrífur þau í svipinn; örsjaldan ádeila eða háð og því síður vakning nýrra hug- sjóna. Uessi sundurleiti ljóð- kveðskapur er orðinn eitt af átrúnaðargoðum < þjóðarinnar, eiuskonar Medúsahöfuð, sem hefir dáleitt hana. Fagur ljóðkveð- skapur er að vísu sælgæti, en petta fábreytta kryddmeli.nægir ekki þjóðinni. Það lítur fyllilega út fyrir, að þeir, sem gæddir eru skáldskapargáfu, álíti það heilaga skyldu sína að víkja ekki hænufet út at þessari rímlistarbraut, einu götunni, sem liggur til lot's fyrir listamann hjer á landi. Skáldunum er líka vorkunn í þessu efni, því eins og það er víst, að rímararnir eiga vísa von á lofi, þá er hitt eins áreiðanlegt, að skáldritahöfundar þeir, sem dirfast að fást við annað en rím, mega búast við bráðum bana. Hjer uægir eitt dæmi að benda á, hvernig þjóðinni fórst við Gest Pálsson. En íslenzka þjóðin á svo margt morðið á samvizkunni, og er hjer hvorki tími nje tæki- færi til að rekja ítarlega þær •syndir hennar. Það er því nýjung þegar ís- lenzk skáldsaga birtist, og ein af þessum nýjungum er skáld- sagan Halla eptir Jón Trausta. Ytri írágangur bókarinnar í rýmri merkingu, pappír og prent- un, er góður og prótarkalestur stórlýtalaus. En ytri frágangur «11° t Ý * w Ý T f I í IvTr# v t> -tr yw vtsrviF-v * tjts S t ú k a n „í s f i r ð i n g u r“ nr. Ii6 heldur fund á sunnudaginn kl. V/2 f- m. $t. st- st.st.jt-jt.si.jt.st.jt jt.st.jt.jt.jt jt.st.jt.jt.st SKRIFSTOFA fyrir almenning. Guðm. Guðm. Tangagötu 17 f f f f T «í« «11* f ritar samninga, kærur og alls konar gwrninga, gefur ráð í vandamáium o. s. frv. Skrif- stofan opin að jafnaði kl. 6 8 síðdegis livern virkan dag. ■:EeieB>sgsgB í þrengri merkingu, málið, er stórgallaður. Svo lítur út sem bókin sje, að minnsta kosti tram- anverð, óheflað uppkast. I henni ægirsamanútlenzkulegum orðum, gallaðri setningaskipun og rangri stafsetningu. En um þessa ókost hennar hefir verið mikið skrifað, og skal því ekki tjölyrt um það hjer. Fin geta má þess, að sumt af þvf, sem í þessu efni hefir veiið vítt hjá Jóni Trausta, kemur ósjaldan fyrir hjá hinum útvöldu rithöfundum þjóðar vorrar oger ekki fengist um, og cr það að von- um, því nú valda vart aðrir penna hjer á landi en kögur- sveinar þeir, er geta ekkiaðgreint rithöfund og bók, persónu og málefni. En bókmennlagildi bókarinnar er töluvert og varðar það meiru, því höfundurinn er fremur ungur og hann getur tekið framförum í því, sem honum er sjálfrátt. Aðalpersónur sögunnar eru ekki nema þrjár, og er lýsing hverrar þeirrar fyrir sig að mestu leyti samkvæm frá upp hafi til enda. Halla er vel gefin stúlka, hefir mikið persónugildi og skar- ar í öllu fram úr kynsystrum sínum, þeim er hún á saman við að sælda. Hún nær hylli pilt- anna, henni þykir gaman að ástarþrá þeirra um stund, en þegar alvara færist í leikinn, lætur hún lokið ástarhótum sínum. Að lokum sleppir hún sjer í al- gleymingi takmarkalausrar astaá- stríðu á vald prestsins og verður þannig leiksoppur ljettúðugs lítil- mennis. En manngildi Höllu kemur skýrast í ljós þegar hún verður þess áskynja, að ástar- draumur hennar er tálvon og lífsgengi hennar er glatað. Hún DESEMBER 1906. Nr. 5 VERZLUNIN Nýkomnar vörur með síðustu sklpum. ---™ í Dömubúðina: s=-----------» TVISTUR af öiium tegundum og VETRARYFIRFRAKKAR yrir drengi og fullorðna. ---= í gömlu búðina:s==----------- Margbreytt og óvenjulega ódýr leirvara og krist dsvörur svo sem : BOLLAP0R, SMJ0RKÚPUR, OSTAKÚPUR, EGGJA- KÚPUR, K0KUDISKAR, VATNSGL0S OG HRÁKA- DALLAR. --=s Hnnfremur: —-— VEGGLAMPAR. BÚÐARLAMPAR, SKEIÐAR °ít GAFFLAR af öllum tegundum o. fl* ásakar sjálfa sig og leggurbyrði afleiðinganna á herðar sínar. Sjera Halldór er sönn ímynd sumra manna þeirra, sem þjóðin hefir alið upp, sem væntanlega andlega leiðtoga sína. Þess eru ekki tá dæmi, að þeir ata sig löstum á námsárunum og gera sig að andlausum aukvisum. Eitt er það, sem Iítilmenni þetta, prestinn vantar ekki en það er hroki. Hann er venjulega í ríkulegum mæli hjá þessum lærðu, en menntunarsnauðu gorkúlum. Höfundur lætur prestinn, þegar í óvænt efni er komið, kenna kirkjunni um allt. En stór listlýti eru það, að þar ber meira á skáldinu en persónunni. Skáldin verða að láta hvert orð og hverja hugsun vera eðlilega afleiðingu sálarþroska persónanna. En sjálfur á höfundurinn ekki ið þurfa að taka til máls. — Afskipti kirkjunnar af einkamálum leikra J og lærðra eru ef til vill úrelit, j en að líkindum þurfa samt ýms j önnur mein hennar bráðari lækn- 1 ingar við. i^ýsingin á Ólafi sauðam.inni er góð. Ólafur er lítilsigldur e n- ! feldingur, athlægi annara, kann I ekkert til verka, nema að gæt t íjár, en það ferst honum snilld arlega Að öllu samanlögðu á höfund .r og kostnaðarmenn þakkir skil ð l fyrir bókina, og er vonandi að íslenzk alþýða sjái sóma sinn og kaupi hana og lesi. Gangleri. | Hver á að leggja símann? Eiga þau hjeröð, sem enn þá oru elcki komin í símasambandið, að talca þátt í síraalaguingunni? Um þetta atriði virðast nokkuð skiptar skoðanii manna á meðal og vilja sumir svara spurningu þessari játandi, aðrir neitandi. í ræðu þeirri, som ráðherrann hjelt við opnun símans í Reykjavík 1. okt. síðastl., heldur hann því eindregið fram, að talsímanetið geti því að eins breiðst fljótt út um hjeröðin, að sýslufjelög og sveitafjelög taki höndum saman við dugnaðarmenuina, til að hrinda því fram afeigin ramleik. Jeg tel skoðun þessa hættulega fyrir þetta þýðingar- mikli velferðarmál landsins, enda bygg- ist hún hvorki á rjettum rökum njo sanngirni. Verði sveita- og sýslufjelög- um ætlað framvegis að sjá um útbreiðslu simans af eigin ramleik, mun það ekki verða til þess að greiða fyrir útbreiðslu hans, holdur tefja fyrir henni. Jafnvel þótt nokkur hluti fjárins yrði boðinn fram af landsfje, mundi pað í ýmsum tilfellum verða árangurslaust, þegar fá- tæk sveita- eða sýslufjelög ættu hlut að máli, sem ekki gætu lagt fram það, sem til vantaði. l’að liggur í augum uppi að skoðun þessi er alls ekki sanngjörn. Nú þegar eru þrír kaupstaðir og níu sýslur komnar í sambandið og hafa ekki þurft að leggja ncitt fje fram til þess úr sínum sjóði. Lýsir það þá nokkurri sanngirni eða jafnrjetti að vilja nú láta þau hjeröð sem eptir eiga a<i komast í sambandið, borjast fyrir því af „eigin ramleik,“ eða að minnsta kosti leggja fram sjórfje til þess. fiai er sorglegt að heyra menn í fullri alvöru halda slikri skoðun fram. Yrði þessi stefna tekin upp í málinu framvegis yrði það eitthvert hið mesta meín, sem hægt- væri að vinna því. Símalagningunni er áreiðanlogu bezt borgið í höndum landsstjórnariimar, og

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.