Vestri


Vestri - 01.12.1906, Blaðsíða 2

Vestri - 01.12.1906, Blaðsíða 2
5. tbl. VliSTRl, 18 landssjóðurinn ber bezt kostnaðarbyrð- ina. Yerði hún honum of þung, hefir hann betri tök á að afla sjer fjárins, en fátæk sveita- og sýslufjelög. Markmiðið, sem stefna þarf að, er að hvert einasta kauptun og sýslufjelag landsins komist í sambandið. Byrja verður á því, að koma þeim hjeröðun. í sambandið, sem mesta hafa þörfina á þvi, og fika sig svo smátt og smátt áfram eptir því sem kraptar og kringumstæður leyfa. Ef sú yrði raunin á, að síminn yrði of þung byrði á landssjóðnum, mælti öll sanngimi með því, aðlagtyrði síma- gjald á alla þá kaupstaði og sýslufjelög, sem sambandsins nytu beinlínis. Gjaidi þessu yrði að jafna niður eptir efuum og ástæðum. Að því cr oss Vestfirðinga sneitir get jeg flutt ráðherranum þá gleðifregn, að hjer á sjer engin hreppapólitík stað i máli þessu. Vjer viljum á einskis rjett ganga og engum mein gera hvorki kaup- stað nje hjeraði; en hitt vitum vjer og skiljum, að siminn er og verður iífæð menningarinnar á komandi tíð, og að hver sá aflvöðvi þjóðlíkamans, sem þessi lífæð fær ekki að endurnæra, hlýtur að visna upp og verða aflvana. Vjer þykj- umst vera einn slíkur aflvöðvi, er þarfn- ist endurnæringar frá þessari lífæð, og viljum í þessu sem öðru fá að njóta jafnrjettis við aðra hluta þjóðlíkamans. Böðvar Bjarnaton. Fylgt úr hlaói. Að góðum íslenzkum gestrisnissið og af gildum ástæðum, vill „Vestri“ fylgja grein vinar vors, um simalagninguna, úr hlaði með nokkrum orðum. Vjer skulumþegar í upphafi ekki dylja þess, að svar vort við spurningu þeirri, sem sira Böðvar Bjarnason ber upp j upphafi greinar sinnar, verður eindregið j En það eru ekki þau hjeröð ein, sem enn þá eru ekki komin í símasamband- ið. er þurfa að taka þátt í símalagn- ingunni ef vel á að fara, heldur einnig hin, sem þegar hafa fengið símasamband að meiru eða minna leyti. Vjer skulum nú skjóta hjer inn í kafla úr „Lögrjettu“ frá 31. okt. síðastl., sem vjer hvort sem var ætluðum að taka upp í blaðið. Hann er um símann og Vestfirði og hljóðar svo: „En mesta áhugamál Vcstfirðinga er nú, eins og kunnugt er, að komast sem iyrst inn í símasambandið. Og afstaða Vestfjarða til annara bluta landsins er sú, að almenn þörf heimtar símasam- band, eigi að eins frá Borðeyri til Isa- fjarðar, heldur og álmu frá Isafirði suð- ur eptir fjörðunum, til Vatneyrar, eins og ráð er fyrir gert í áætlun Halvor- sens verkfsæðings. Og þetta eru aðallínur, er land- ið é að kosta.' Því er eins varið um símann og veg- ina um landið, að landsjóður verður að kosta alaleiðirnar, og svo álmurnar um fjölmennustu bygðarlögin, eða þar sem svo stendur á, að almennings þörfs krefst símalagningar. En fyrir annan aðalatvinnuveg lands. manna, fiskiveiðarnar, er nauðsynlegt, að símasamband komist á um Vestfirði eins og hjer hefir verið sagt. Bæði eru reknar þar miklar fiskiveiðar frá hverjum firði, og svo eru þar úti fyrir aðalstöðv- ar fiskiveiðaflotans, bæði að sunnan og norðan, langan tíma ársins.“ Vjer erum „Lögrjettu11 alveg sam- dóma, bæði að því, er nauðsyn álmunn- ar til Vestfjarða snertir og eins í hinu að símalagningunni beri að haga alveg á sama hátt og vegalagningu hefir ver. ið hagað hingað til. — Landið leggur * Leturbreyting gerð af oss. &ITSTJ. fram fje til aðallínanna í þeim hjeröð- um sem enn eru ókomin í sambandið, eins og það hefir gert til aðallínunnar, sem þegar er lögð, en svo taka sýslur, sveitir og dugnaðarmenn við ogrekja þættina úr aðallínunni þar til síminn er kominn heim að hverju byggðu bóli. En nú skulum vjer ryfja upp um- mælin í ræðu réðherrans, scm hneiksla 3Íra Böðvar svo mjög; þau hljóð þann ig: „— — talsímanetið* get.ur því að eins breiðst fljótt út um hjeröðin,* að sýslufjelög og sveit ifjelög taki hönd- um saman við dugnaðarmennina til að hrinda því fram af eigin ramleik, líkt og Tulinius og Sunnmýlingar hafa gert um Eskifjarðarálmuna. —“ Vjer hyggjum, að hinn háttvirti grein- arhöf. hafi ekki lesið þetta vel ofan í kjölinn, að hann skuli halda fram, að skoðun þessi sje skaðleg, jafn mikla á- herzlu eins og hann raeð rjettu loggur þó á, að þessi lífæð menningarinnar nái fram í hverja taug. Hjer er ekki sagt anuað en það, að netið, hinir þjett,- < riðnu þættir frá aðalsímanum út um I hjeröðin, geti því að eins komist fljótt á, að allir leggist á eitt, að ríða þá f möskva. Eða hyggur síra Böðvar, að þessar 9 sýslur, sem hann telur búnar að fá símasamband, þurfi ekki neinu þar við að bæta innan hjeraðsins. Jú, þaðþurfa þær, og sumar þeirra eru þogar farnar að hefjast handa til þeirra framkvæmda. Næsta þing þarf einmitt að athuga það og slá því föstu hvaða líuur land- ið á að kosta. og það þarf að kljúfa þrítugan hamarinn til að koma þeim í framkvæmd, sem fyrst, því einungis þar, ‘ sem þær eru komnar á, geta sýslur, sveitir og einstaklingar ha'dið þessu nauðsynjaverki áfram af eigin ramleik. U111 tillögur kirkjumálanefndarinnar eplir síra Böðvar Bjarnason. I. Nú eru tillögur milliþinganefnd- arinnar í kirkjumálunum komnar fyrir almennings sjónir, og er það vel farið, því enn er nægur tími handa þjóðinni til þess að athuga þær, og láta í ljósi skoðanir sínar á þeirn, áður en næsta þing kemur saman. Kirkjumálin eru mál, sem snerta hvern einasta einstakling þjóðarinnar og mynda þýðingar- mikinn þátt í kjörum hennar. Það er því mjög áríðandi að menn geri sjer far um að kynnast tillögum nefndarinnar, athugi hvort, eða að hve miklu leyti þeir eru sam- dóma henni, gera sjer ljóst hverju menn vilja fá breytt í Lillögunum og hvernig; því of seint er að fara að finna að frumvörpum nefndarinnar þegar þau eru orðin að lögum. Enn sem komið er hafa menn verið næsta þögulir í blöðunum um gerðir nefDdarinnar; en varla mun þó þögn sú stafa af almennri ánægju með það, hvernig nefnd- inni hefir tekist að leysa hlutverk sitt af hendi, Að vísu ber að játa, að hlutverk það er henni var íalið, er afarmikið vandaverk; það er mikið vandaverk, að kveða þannig á um samband ríkis og kirkju.að kirkjannjótisínseðlilega * Leturbreyting gerð af oss. BITSTJ. sjálfstæðis í sínum málum, en ríkið líði þó engan baga við sjálfstjórn hennar. Atriðiþettahefirnefndinni eigi tekist illa að leysa af hendi íhöfuðatriðunum; það er að segja, ef menn á annað borð telja það nauðsynlegt, að ríki og kirkja sjeu framvegis sameinuð eins og að undanförnu. Mjög meinlegir gallar hafa þó slæðst inn t frum- vörp þau, er snerta þetta atriði. Hitt er nokkru minna vandaverk, að koma fram með hagkvæma skipun á verksviði presta og launakjörum þeirra, en nefndinni hefir tekist hjer miður en skyldi. Alls hefir nefndin samið ir fru m vörp til laga, a uk þess ástæður og athugusemdir við frumvörpin og álitsskjöl um það, hvort nauð- synlegt sje að ríki og kirkja sjeu framvegis sameinuð. Við flest af frumvörpum þessum finnst mjer töluvert að athuga, og vil jeg því leyfamjer að fara nokkrum orðum um þau. Fjögur fyrstu frumvörpin lúta að fyrsta lið umboðsskrárinnar. Fyrsta frumvarpið er um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, og hefir það að geyma nytsamt nýmæli. Mjög hefir það verið tilfinnanlegt hve Jitlu þjóðkirkjan hefir fengið að ráða um sín eigin mál Á meðan ríki og kirkja á annað borð eru sameinnð, hygg jeg að allir sanngjarnir menn hljóti að viðurkenna, að það sje bæði eðlilegt og nauðsynlegt að kirkjan tái meira sjálfstæði í sínum málum en að undanförnu; það er nauðsynlegt ekki að eins vegna kirkjunnar, heldur einnig vegna ríkisins, sem á að styðja hana og vernda. Það getur skipt miklu fyrirlöggjafarvaldið, að geta vitað vilja kirkjunnar í hennar málum. Hins vegar virðist lítil hætta á því að sjálfstæði kirkjunnar skerði rjett ríkisins, eða leiði til áreksturs á milli lcirkjuvaldsins og hins almenna löggrjafarvalds. Slíkur árekstur gæti að eins átt sjer stað á því svæði, þar sem kirkjuþingið á að hafa samþykktarvald, en þau málefni eru tekin svo ítarlega fram í 5 gr. frumvarpsins, að enginn vafi getur leikið á því, hver þau sjeu. Þau eru öll þess eðlis, að búast mætti við að hið almenna löggjafarvald mundi fremur óska eptir að losast við þau af sínu svæði, enda hafa þau aldreiáttþar heimaeptir eðliþeirra. Mentun presta er eina atriðið, sem hugsast gæti nokkur ágreiningur um milli þingmanna. En þetta atriði er svo smávaxið, að ómögu- lega getur ríkinu stafað hætta af því, enda liggur í hlutarins eðli, að kirkjuþingið gæti ekki haft samþykktarvald um fjárveitingu til prestaskólans eða námstíma í honum, heldur að eins um náms- greinar og kenslufyrirkomulag. Hræðsla minni hluta nefndarinnar i þessu efni, virðist á engum rökum byggð, enda ber álits-skjal hans það með sjer. (Frh.) Blaðamanna-ávarpið. Ritstjórar sex íslenzkra blaða, (Ingólfs, ísafoldar, Þjóðólfs, Fjall- konunnar, Norðurlands og Þjóð- viljans) hafa nú sent þjóðinni ávarp, sem birt er í öllum þessum bloðum. Efni ávarpsins er, að tilkynna þjóðinni, að blöðin sjeu nú búin að binda fylgi og fóst- bræðralag um undirstöðuatriði þeirra krafa, er íslendingum beri að halda fram gagnvart Dönum. Aðal atriði ávarpsins hljóða þannig: >Island skal vera frjálst sam- bandlands við Danmörku, og skal með sambandslögum, er ísland tekur óháðan þátt í. kveðið á um það, hver málefni Islands hljóta eptir ástæðum landsins að’ vera sameiginleg mál þess og ríkisins. I öllum öðrum málum skulu Islendingar vera einráðir með löggjöf sína og stjórn, og verða þau mál ekki borin upp fyrir konung í ríkisráði Dana. Þessi grundvallaratriði eru að miklu leyti alveg hin sömu og þingme.an komu sjer saman um, að halda fram gagnvart |Dönum í sumar. Það rná telja gleðilegt, að blaðaorenn þessir skuli hafa fetað svo na drengilega I spor þingmannanna í bróðernis og samvinnuá ttina >Vestri< vill ein- dregið styðja þá samvinnu og fellir sig alveg við kröfur þæy, er tilheyra santbandslögum milli landanna. Allir Islendinga r hafa verið O'g eru enn samm/Ja um, að óska, að ísland veyði frjálst sambandsland Danro.erkur og taki sinn lulla hluta f að ákveða það samband. Fáum. vjer þeirri kröí'u framgengt, era h; egri'heima- tökin að endurbætastjó rnarskrána. Það komur oss einuo 1 við og þá þurlum vjer ekki að sækja það til Dana. Vegna rúmleysis. ver ður frekari umsögn um þetta. mál, að bíða næsta blaðs. Úr ýmsum áttum. Símaslit. Aðfaranótt þess ?<1. gept. urðu allmikil símaslit í I MmmafjaJ lgarði.- Þráðurinn margslútnaði á dálitlu: svæði og nokkrir eánangrar ar brotn* uðu. Orsökin v Ar) ag snjóbleyta mikil hafði frof hð utan um vírinn svo hann vai- sumsta' ðar nærri eins digur og símastacu arnir. Við ske.mmdir þeíísrsir var þegar gert og gerðar rábst? „fí inir til að fjölga staurum á þes su svæðí, sem kvað vera eirihver 1p .ng versti spott' inn á leiðirmi. Kviksögur þær, gem sagðar hafa verið, og sem sui n blöðin jafnvel hafa tekið upp ur a |það, að skemdir Þessar væru af 1 namiavölclum, eru sem betur fer a jveg tilhæfulausar.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.