Vestri


Vestri - 08.12.1906, Blaðsíða 2

Vestri - 08.12.1906, Blaðsíða 2
2Í V K 3TRI, 6 tbl. Og kotnið í Ijós, að sjúkling-ar, sem dvalið hafa í heilsuhælum, breiða manna bezt út rétta þekk- ingu á vörnum gegn útbreiðslu veikinnar, til stórgagns fyrir land og lýð. í öðrum löndum hafa verið stofnuð allsherjarfjelög til þess að sporna við berklaveikinni, og allstaðar hefir slíkur íjelagsskapur borið þann ávöxt, að veikin hefir stórum þverrað. Á Englandi hefir manndauðiaf völdum berkla- veikinnar þverrað um helming á 30 árum. Vér erum nú einráðnir í því, að hefja baráttu hér á landi gegn berklaveikinni og skorum á alla íslendinga til fylgis, skorum ú alla menn, unga og gamlu, jafnt karla sem konur, að ganga í HeiJsuhælisfjelagið. Berklaveikin er komin í öll hjeruð landsins. Hættan vofir yfir öllum heimilum landsins. Þess vegna teljum vér víst, að hver maður. hvert heimili á land inu muni vilja vinna að því, að útrýma þessu þjóðarmeini. Og þess vegna höfum vér sett ár gjald fjelagsins svo lágt, að allir, sem einhver efni hafa, geti unnið með. Félagsgjaldið er 2 kr. á ári, og vér vonum, að hver og einu skrifi sig fyrir svo mörgum fjelagsgjöldum, sem efni og ástæður leyfa. í stað vanalegs fjelagsgjalds, eins eða fleiri, geta menn greitt æfigjald; það er minnst 200 kr. Það er tilgangur Heilsuhælis- félagsins, að hefta för berkla- veikinnar mann frá manni og veita þeim hjálp, er veikina taka, einkum með því: — 1) að gera sem flestum kunnugt eðli berkla- sóttkveikjunnar og háttsemi berklaveikinnar, hvernig hún berst og hver ráð eru til að varna því: — 2) að koma upp heilsunæli, er veiti berklaveiku fólki holla vist og læknishjálp með vægum kjörum, eða endur- gjaldslaust, ef þess verður auðið og fátækir eiga í hlut. Heilsuhæli handa 40—50 sjúkl- ingum mundi koma allri þjóðinni að stórum notum, en kosta um 120 þúsund krónur, og ársútgjöld nema milli 30 og 40 þúsund kr. Ef hver sjúklingur borgaði með sér rúma 1 krónu á dag og flest um mun hærri borgun um megn, þá yrði tekjuhallinn 16—18 þús. kr. á ári. Nú vonum vér, að Heilsuhæl- isfjelagið eignist að minnsta kosti einn félaga á hvérju heimili á landinu, en þá verða árstekjur þess um eða yfir 20 þúsund kr og þá getur það rekið heilsuhæli yfir 50 sjúklinga án nokkurs styrks úr landssjóði. Þá eru og einnig líkur til þess, að komandi þing mundi veita lán úr landssjóði eða landssjóðsábyrgð fyrir láni til þess að koma hælinu upp þegar á næsta ári; enda göngum vér að því vísu, að þingið muni styðja þessa þjóðarstarfsemi með ríflegri hlutdeild í byggingar- kostnaði heilsuhælisins. Loks væntum vér þess, að heilsuhælisfjelaginu áskotnist gjafir frá öðrum tjelögum, frá ýmsum stotnunum og einstökum mönnum. Reykjavík 24. nóv 1906. Yfirstjórn heilsuhælisfjelagsins. KI. Jónsson Björn Jónsson landritari ritstjóri foryn fjél, ritari fjél. Sigliv. Bjarnason bankastj óri fjehiröir fjel. Ásg.Sigurðsson EiríkurBriem kaupmaður. prestaskólakennari. G-. Bjiirnsson landlæknir. Buðm. Ouðinundsson fátækrafulltrúi. Guðm. ílagnússon 1 æknaskólakennari. Hjörtur Iljartarson trjesmiður. M. Lund Matth. Þórðarson lyfsali. rittjóri. Ólaí'ur Ólafssen fríkirkjuprestur. Frjettir frá útlöndum. Frakkland. Sarrien forsætis- ráðherra hefir sagt af sjer, en Clemencau tekið að sjer að mynda nýtt ráðaneyti og gekk það greiðlega. Þegar hann lýsti yfir stefnuskrá ráðaneytisins var heldur þröng á þingi og vænta menn hins bezta af þessu nýja ráðaneyti, því Clemencau er frjálslyndur mjög og dugnaðar- forkur. Meðal annara nýunga hefir hann þegar skipað sjer stakan ráðherra fyrir mál verk- manna og mælist það mjög vel fyrir. jRússland. Þar er sama óöldin og áður. Stolypin ráðaneytið berst nú fyrir, að fá kosningar til >dumunnar< stjórninni sem mest í vil og neytir til þess flestra meðala. Nokkrir Búar hafa nú gert uppreisn, en að sögn er það að eins ræningjaflokkur. Booth hinn frægi hershöfðingi Búa frá Búaófriðinum hefir boðið Eng- lendingum fulltingi sitt, til að bæla uppreistina niður. Um tillögur kirkjumálanefndarinnar eptir síra Böóvar Bjarnason. (Framh.) Á frumvarpi þessu eru nokkrir annmarkar og vil jeg sjerstaklega nefna tvo þeirra. I 4. gr. frumvarpsins er það tekið fram, að kirkjuþingið skuli hafa samþykktaratkvæði um öll innri kirkjuleg mál. Þessi innri kirkjulegu mál eru svo talin upp í 5. gr. og eru þau þessi: »Hin kirkjulega kenning (játningarritin og játningarskuldbinding), hin kirkjulega guðsþjónusta, veiting sakramentanna, kirkjulegar at- hafnir (ferming kirkjuleg hjóna- vígsla, kirkjuleg útför) og holgi- siðir, sálmabækur og kirkjusöngur sálusorgara samband prests og safnaðar, uppfræðing ungmenna í kristindómi, barnalærdómskver, r.otkun kirkna, mentun presta og prestvígsla, innsetning presta og prófasta, prestaheit, leikmanna- starfsemi í söfnuðunum og kirkju- leg líknarstarfsemi.t Það liggur í augum uppi. að til þess að málum þessum sje betur borgið í höndum kirkju- þings, en í höndum löggjafar- þingsins, útheimtist töluverð sjer- þekking kirkjuþingsmannanna í þessum efnum. En þegar gætt er að skilyrðinu fyrir sæti á kirkjuþinginu, kemur það í ljós að engin trygging er fyrir því, að hinir kjörnu fulltrúar prófasts- dæmanna hafi nokkra slíka sjer- þekkingu til að bera. Þessi ráðstöfun virðist mjög varhuga- verð frá kirkjunnar sjónarmiði. Þetta atriði kippir fótunum undan frumvarpinu sjálfu, og gerir það með öllu þýðingarlaust. Hví skyldi eiga að ráða þjóðinni til þess að leggja út stórf je og stofna handa kirkjunni nýtt þing, sem engin ástæða er til að ætla að betur geti skilið mál kirkjunnar eða ráðið þeim til heillavænlegri lykta, en löggjafarvaldið gerir? Sjerþekking kirkjuþingsmann- anna á hinum innri málum kirkj- unnar, er frumskilyrðið fyrir því, að starf þingsins geti borið til ætlaðan ávöxt. Að gera slíka sjerþekkingu að skilyrði fyrirsæti á kirkjuþinginu er að vísu ervið- leikum bundið. Betri tryggingu mætti þó fá fyrir þessu atriði t. d. með því að haga kosningum til kirkjuþingsins eins og kosn- ingum til alþingis. Má þá ganga að því vísu ?ð vart mundu aðrir bjóða sig fram til þingsetu, en þeir, sem aflað hefðu sjer tölu- verðrar þekkingar í málunum og hefðu vakandi áhuga á kirkjuleg- um málum; enda væri sú aðferð í alla staði frjálslegri og heppi- legri, en sú, er frumvarpið ákveður. Það getur eigi frjálslegt heitið, að leyfa eigi prófastsdæmunum í heild sinni að velja kirkjuþings- mennina. (Framh.) Nefndin sem ætlað er að endurskoða og semja sambandslögin rnillilslands og Danmerkur, á eptir því sem stungið hefir verið upp á í Dan- mörku, að vera skipuð 11 Dönum og 7 íslendingum. Gefið gaum áskoruninni um heilsuhælið, hjer framar í blaðinu.-’v Það er nauð- synjamál sem allir ættu að láta til sín taka og styrkja eptir efnum. Vonandi verður málið rætt á almennum tundi í bænum áður en langt um líður. Ur Dýraflrði er oss ritað: >Engar frjettir, nema að barna- veiki er að stinga sjer niður á stöku stöðum, en hefir þó lítið breiðst út enn. — Botnvörpungar eru hjer margir inni á firðinum þegar hvasst er úti fyrir og til þeirra hafa þegar ráðist 4 af hin- um fáu sjómönnum hjer í Þing- eyrarhreppi.< Sóttkvíun. Tvö hús hjer í benum hafa verið sóttkvíuð sökum barna- veiki; veikin er þó ekki nema í öðru þeirra, hitt hafði haft samgöngur við það. Suðureyr- arhreppur er líka sóttkvíaður, því þaðan barst veikin hingað. >Laura< kom hingað 2. þ. m., með henni kom: frú Þórdís Jensdóttir, Jón Sn. Árnason kaupm., Sigbjörn Ármannsson verzlunarm., Magnús Magnússon verzlunarstj., Elís Magússon verzlunarm., Jón Helga- son kaupm., Þorkell Klemenzts vjelfræðingur o. fl. Með skipinu fór Björn Pálsson ljósmyndari til Reykjavíkur. Málfuudur um bæjarmálefni var haldinn á laugardaginn 1. þ. m. fáir mætti og var Kára kennt um að hann hefði rifið niður auglýsingarnar. Borgarafundur verður haldinu í Bæjarþinghúinu 15. þ. m. kl. M/g og er vonandi að borgararnir fjöl- menni á fundinn. >Borgaraklúhburinn< hjelt skemmtun sunnudagskvöld- 2. þ. m. var þar söngur ræðu- höld, upplestur, sjónleikur og spiDð á eptir. Skarlatssótt er að breiðast út á Akureyri og befir einnig orðið vart á Vopna- firði. Ilin sýktu hús hafa verið sóttkviuð. Verzlunarhús Chr. Fr. Nielsen & Co’s. í Kaup- mannahöfn er nú vegna vakandi víðskipta búið að flytja sig frá Peder Skramsgade 26 til Niéls Juélsgade 7, þar setn það hefir fengið stórar og rúmgóðar skritstofur. VÖRUUPPBOÐ í GOOD-TEMPLARHÚSINU FÖSTUDAGINN 14. Þ. M. LESIÐ G0TUAUGLÝSINGARNAR1

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.