Vestri

Útgáva

Vestri - 02.05.1908, Síða 1

Vestri - 02.05.1908, Síða 1
Ritstjóri: Lárus Thorarensen. VII. árg. j ÍSAFJÖRÐUR 2. MAÍ 1908. ______|| Np. 29. Verzlunin EDINBORG. Meb s/s BCeres“ hefir komið mikið úrvai af f j ö 1 breyttum vörum, t. d.: ----í dömubúðlna: ---- Alklæðl frá kr. 2,85—4.10, Döwraklæði, Ivisttau, Bomesi, fíörlévoft or Bótnullarléri'tt, Fiche, Sumargardínutau allskonar, mikið úrval af HUfuðtotum fyrir karla konurogbörn, Nærfatnaður ailskonar, Borðdúkar, Servícttur, Silki- og JSaúttiuíZarhálsklútar, Svuutur tilbúuai, Handklæði, Hálslín allskonar, Karlmannaskyrt* ur af niörgum tegundum, Sumarkápúr fyrir stúlkur, Kjólatau, Silki af öllum mögulegum gerðum, Sængurdúkur frákr. 0,45—2,00, Fata* tau mjög fjölbreytt, Karluiamiafatnaðir 13,50—31,00, Unglinga-og Drcngjaföt, sérstakar Karlmauna- og Drcngjabuxur o. m. fl. ----- í flömlu búðliia; ■— ■■----- Margar tegundir af Hólfdúkum breiðum og mjóum, Patrónur, Toiletspcglar, Peningabuddur, Vasahnífar, Ferðatöskur margar tegundir, Barnavöggur, Kaffikönnur og Kaffiílát allskonar, Harð- könnur, fvottaklcmmurnar eftirspurðu, Sigti allskonar, Fataburst- ar, Skóburstar, Otnburstar, Gólfsópar, Strásópar, Blómsturstatir, Blómsturpottar, Blómsturborð margskonar, Stólar mjög margar tegundir, Straujárn 0. fl. WWF* Með næstu skipum kemur: Leirvara allskonar, Smtðaá- höld, Skötau o. fl. Munið eftir, að líta fyrst inn í dömubúðina í EDINBORG, þegar þér farið að kaupa í og til PfT fermingarfatanna. Stúkan NANNA nr. 52 heldur fundi á fimmtudagskvölduui kl. S1/^ Jón Sigurðsson. (Greinarkorn þetta styðst við nokkur orð, sem töluð voru um J. S. á almennri kvöldskemtun, er félagið „Jón foisctiu stóð fyrir, hér í bænum, á annan i pásk- um.) Sú þjóð, sem átti þig, Jón Sigurðsson, á sannarlega ondurreisnar von. J. Ó. Ég á að minnast hér Jóns Sig1 urðssonar, óskasonar lands vors, og ég á að minnast hans sérstaklega sem félagsmanns. Ég skal játa það, að verkefni það, sem mér er hér ætlað, heíði sjálfsagt verið auðveldara einhverii um öðrum, einkum eldri manui, sem verið hefði jsamtíða Jóni á síðari árum hans og þekt hann af eigin reynd. Um málefni þetta, sem mér er fengið i hendur, mætti, auðvitað, halda langan fyrirlestur, en þar sem það er ekki ætlun mín hér, og óg hefi auk þuss haft lírinn tíma til þess að afla naér nægilegs efnis, sem þyrfti, þá vona ég, að inenn virði mér til vórkunar, þó að mál mitt hér að lútandi, verði hvorki langt né lag gott. Að Jón Sigurðsson hafi snemma sýnt það, að hann var góður fé'. lagsmaður og um leið sjálfkjörinn foringi þess félagsskapar, er hann vildi berjast fyrii, um það blandast víst engum þeirra manna hugur, sem annars þekkja eitthvað ti) lífsferils hans. En góður félagsmaður er hver sá maður, sem hvetnr einstaklingana til samheldni, til Jiess að koma í verk einhverri göfugri, gagnlegri hugsjón, en vill eyða sundi ung og reka burt dáðleysi og vantraust einstaklinganna á sjálfum sér, og hefir hag félagsheidarinnar fyrir augum, en hugsar ekki um það eitt, að lyfta sjáifum sér upp í æðsta veldi. Alt þetta átti heima hjá Jóni Sigurðssyni. Hugsjónin, sem hann baiðist mest fyrir, var sómi íslands í öllu; hann var líka ástríkur sonur þess, og hann vildi fá sem flesta til þess, að iifa starfandi, fósturlandinu til gagns. Þegar Baldvin Einarsson tók að rita um það, að nauðsynlegt væri, Kaupirðu UNGA ÍSLAND? Utsölum. á ísafirði: P. V. Snnlané. að íslendingav fengju sérstakt þing, þá sá Jón Sigurðsson eins og fleiri íslendingar i Höfn — og hann ekki hvað sízt —, að hér var nokkuð. sem þurffi að koma i verk; vildi ! hunn, að Fjölnismenn tækju sér * sérstaklega fyrir hendur, að opna augu alþýðunnar á íslandi fyrir því, hve ilt væri og ranglátt, að þjóðin hefði ekkei t iulltrúaþing, og útlend stjórn setti henni lagastólinn fyrir dyrnar. Fjölnismenn sáu þetta lika, og margt rituðu þeir, sem þeim fanst að mætti verða landinu heima til heilla og framfara. En þó að allir þeir ágætismenn sem að Fjölni stóðu, bæru hag íslands fyrir brjósti, þá gat Jón Sigurðsson ekki fengið >á ætíð til þess, að rita um þau málefni landsins, sem honum stóðu hjarta næst. En hann gerði sitt. Hann kom því til leiðar, að nokkrir samlaadar hans urðu með honum til þess, að biðja Kristján konung hinn 8., er hann kom til ríkis, um það, meðal annars, að fulltiúaþing yrði sett á íslandi. Og lofaði konungui því. Sýnir þetta einbeitni Jóns Sigurðssonar Og lipurð. En þegar hann sá, að Fjölnismenn vildu ekki st.yðja frekar, með riti sínu, að þeim inálefnum, sem hann áleit ísland mestu varða, en þeir hugsuðu meira nm fagurfræði og því um likt, þá er ekki að undra, þó að leiðirnar yiðu tvær, önnur hans, og hin þeirra, þó að nokkru leyti samhliða væru; báðar til heilla fósturlandinu, hvor frá sínu sjónar- miði. En þó að leiðirnar skildu, þá hélt Jón Sigurðsson áfram. Hanu kunni „aldrei að víkja". Og hamingjudísin var honum eins og leiðarstjarna. Éegar hann sá það, að Fjölnis- menn vildu sigla sinn eigin sjó, þá fór hann sína leið; hann fekk nokkra landa í nýjan félagsskap og stofnaði timarit, sem hann nefudi , Ný félagsrit". Komu út, í alt, 30 árgangar af þeim. Ritaði hann mikið i þau sjálfur og réði stefnu þeirra; lagði hann meiri áherzlu á alt það, sem að gugni rnátti verða fyrir ísland, heldur en hitt, sem meira væri fróðlegt eða skemtilegt. Þegar konungur var húinn að eína það loforð sitt, að stofna fulltrúaþing á íslandi, sem svo var nefnt alþingi, þá urðu — eins og kunr.ugt er — skiftar skoðanir um það, hvar þingið ætti að halda; ýmsir merkir menn (t. d. Bjami Thorarensen, Tómas - Sæmundsson og Jónas Hallgrímsspn) vildu ekki annað heyra, en það, að þingið yrði sett, á þingstaðnum forna (að fingvöllum), en Jón Sigurðsson vildi hafa6 það í Reykjavík, kvað hann það að öllu leyti hentugra, að það yrði haldið í höfuðstað landsins, og færði hann rök fyrir því. Og svo fór, að þingstaðurinn var að lokum valinn eftir ósk hans. Um stefnu og fyrirkomulag alþingis litaði hann ýrnsar þarfar, sannfærandi greinar í Félagsritin. Og nú var þá sú félagsstofnun komin á aftur hér á landi, sem má að miklu leyti þakka honum, að fyr komst í framkvæmd, en ella mnndi orðið hafa. Og innan vébanda þingsins átti svo aðallífs- starf hans að vera, fósturlandinu elskaða til gagns og góðs i fram' tíðinni; þar var tækifærið til þess að láta til sín taka, til þess að starfa fyrir ísland, vernda réttindi þess, græða sár þess og „mótmæla" og hrinda af sér útlendu ofbeldis- oki. Og vitsmunir og manndáð for> setaus mikla sást ekki hvað síst, þegar hann varð svo oft að berjast gegn hleypidómum í andstæðum skoðunum sumra ,samþingismanna sinna, í ýmsum málum — eins og siíkt oft gengui á þingum. En þá sýndi hann líka, hve dugandi fél.tgsmaður hann var. Þegar hann vildi koina fram skoðun sinni í einhverju því máli, sem landið j varðaði til heilla, þá reyndi hann oft með stillingu, en þó með sannfæringarafli, að vinna þann sem á móti stóð, og jafnframt vitnaði hann stundum í orð þeirra þingmanua, sem höfðu lagt eitthvað gott til málanna og styrkti sér þannig fyigi þeirra enn betur með því. Hann mat það mest að vinna sem flesta, til þess að vinna íyrir

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.