Vestri


Vestri - 06.03.1909, Síða 1

Vestri - 06.03.1909, Síða 1
Utgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. H. Jónsson. ÍSAFJÖRÐUR, 6. MARZ 1909. 18. tbl. I EDINBORG 4 á ísafirði fæst ágætnr reithertur saltfiskur, lítið eitt sólsoðinn, með mjög vægu verði, VIII. árg. S t ú k a n NANNA nr. S2 heldur fundi á fimtudagskYolduiu kl. 81/* Húsnæðisleysið á Ísaíirði. —o— Ekkert mun um þessnr mundir meira hefta vöxt ísaljarðarkaup staðar, en hiisæðisleijsið. — Dag eftir dag gengur fólk hér um bæinn hópum saman, til þess að leita sér húsnæðis, og sumir verða jafnvel að hröklast burt. Af þessum ástæðum fluttu nokkrar fjölskyldur burt úr bæn* um í haust, og fólk, sem kom hingað í þeim tilgaúgi, að setjast hér að, varð að hröklast héðan aítur. vegna þess, að það fekk hvergi húsnæöi. Eins og stendur eru engar horfur á, að þetta batni. Vér höfum ekki heyrt eina einustu húsbyggingu ráðgerða hér, á næsta sumri, og eru menn þó vanir að vera farnir að hugsa fyrir slíku um þenna tíma, vegna aðdrátta á sandi og grjóti, sem er mikið ódýrara að vetrinum, en að sumrinu. En ef engar byggingar bætast við er algerlega fyrir það girt, að fólki geti Ijölgað hér í bænum, því engir munu leggja það upp, að búa í tjöldum eða liggja á götum úti, að minsta kosti ekki um vetrartímann. En af hverju stafar það, að byggingar fylgja ekki jafnhliða fólksfjölguninni? E>að stafar auðvitað mest af peningaskorti í bönkunum og há- um peningavöxtum, því þegar peningavextir eru eins háir og undanfarið, geta húseignir ekki borgað sig. Þeir, sem geta fengið peninga, verja þeim því fretilur til einhvers annars, sem gefur betri arð. Svo er og þess að gæta, að flestir innflytjendur, er hingað koma, eru blásnauðir sjómenn eða verkamenn, sem ekki geta bygt yfir sig sjálfir, og verða því að hætta við að setjast hér að, ef þeir ekki geta fengið leigt. En það má ekki lengur svo til ganga, að vöxtur bæjarins teppist sökum húsaleysis. — Því er hka eirmitt þannig varið með húsa- byggingar, að það íé, sem til þeirra íer, gengur að miklu leyti til bæjarmanDa, et bygt er á Kaupirðu UNGA 1SLAND7 Utaökim. á ísaf.: Jónas Tómasson. réttan hátt, eða sem mest úr inn- lendu efni. steini. Auk þess eru þær byggingar fremur framtíð- arbyggingar, viðhald þeirra kost ar minna og vátryggingargjald þeirra er miklu lægra en timb- urbygginga. Það er ; g kostur á þeim bygg- ingum, að við þær má mikið vinna þann tíma ársins, sem ella er ekkert aðhafst, vetrartímann. — Margur félítill maður gæti á þann hátt lagt allmikla vinnu í slíka húsabycrgingu, án þess, að það hnekti neitt tjárhag hans, og á þann hátt eignast nokkuð í hús- eign með hægu móti. Þótt nú sé farið að gera rnönn- um að skyldu, að byggja að eins álitleg og talsvert stór hús niðri í bænum, mundi mönnum leyft að byggja smærri hús í útjöðrum bæjarins. Til þess svo að gera iélitlum tnönnum fært að byggja þak yfir höiuð sér, ættu bankarn ir að veita lán til þess að kaupa efni fyrir, gegn tryggingu í eign- inni, og þá gætu menn sjálfir lagt fram vinnuna, að rainsta kosti að mestu leyti. Einkum væri það þægilegt, ef menn legðu saman og bygðu í samlögum, sem bæði yrði ódýrara og í alla staði hægra, og það hefði þann kost, að bygg- ingarnar yrðu stærri og álitlegri. Það er ilt, að engin vinna skuli vera hér að vetrinum við undir- búning bygginga og aðdrætti á byggingaefnum. Það gæti þó veitt mörgum mönnum atvinnu, þegar annað er ekki hægt að hafa fyrir stafni. Ilér verður einhverra ráða að leyta. — Og það eru litlar líkur til þess, að efnamenn, sem því miður eru hér heldur fáir, fari að byggja hús til útleiginga. — En þá verður ad reyna hina leið ina, að þeir, sem litið geta, slái sér saman og reyni að byggja yfir sig á þann hátt, að vinna sem mest að því sjálfir. Það kostar þá auðvitað mikið erfiði og mikla örðugleika, og er þeim alveg ómögulegt, nema lánsstofn- anirnar styðji þá roeð lánum til þess að kaupa efni og borga það af vinnunni, sem þeir ekki geta lagt fram sjálfir. Tíðin heldur stirð og töluverð frost. Kristján V. Kjærnesteð, (Dáinn 23. jan. f. á. í Vesturheimi.) — Undir nafni Friðfinns bróður hans á ísafirði. — Skildi vinina veglaust haf; fjarlægð bugast þó aldrei andi; aldrei gleymdi’ eg á fósturiandi trygguin bróður, sem guð mér gaf. Ættu’ að lifa við íslands brjóst margir synir, sem vildu’ í verkum vinna landi af huga sterkum, eins og þú, sem að þreyttur dóst. Mættu flétta þér minnis-kranz ýtar vestra, og aldrei gleyma; ötull va.rst,u þar líkt og heima, barn þíns elskaða ættarlands. Æsku-reitinn við Eyjafjörð hönd þín laufgaði limi fríðu, lifna greinar í vorsins blíðu, fagrir meiðir á fósturjörð. Ljúfa minninga-myndin skin, andlits-faflið og ennis-lokkar, eftirmyndin hans föður okkar! „Stirðnuð er haga höndin þín.“ Bráðum styttist nú stundar-töf; þinn er floginn í eilífð andi, eftir stend ég á fósturlandi, bíð ég klökkur við bakka’ á gröf. Upp rís lífs-sólin eftir hel; drottinn gerir þig aftur ungan; eilífð léttir mér harminn þungan — ég flnn þig, elskaði! farðu vel 1 L. Th. Gaman er að börnunum. ýf Það var á laugardaginn var, að »ísafold« kom út, eins og vant er, og skýrði þá frá því, að ráð- herrann hefði beðist lausnar á fimtudaginn, en svar frá konungi væri ókomið. Jafnframt gat blað- ið þess, að ritstjóri þess, Björn Jónsson, hefði fengið flest atkv. sem ráðherraefni og væri því sjálfkjörinn í þá stöðu. En rit- stjórinn taldi líklegt, að svar kon- ungs drægist svo vegna þess, að hann (ritstj.) hefði verið níddur í augum Dana, svo að þeir teldu hann Danahatara og Dönum and- stæðan. En þetta sagði hann að væri alveg staðhæfulaust. Hann hefði alt af verið gott barn ,dönsku mömmu' og ætlaði sér ekki síður að vera það hér eftir! Valda-lystarleysið. Frumvarpsandstæðingar börm- uðu sér mjög yfir því í sumar, að þeir hefðu svo mikið valda- lystarleysi, að enginn þeirra hefði •yst á ráðherraembættinu. Var (eim þá ráðlagt, að reyna ein- hverja bittera eða önnur kynjalyf. Sagt er, að tveir af þeiin hafi einkum notað siík meðöl. Annar þeirra fek't sér heiian kassa af Kína bitter, en hinn átti nokkra gamla Voltakrossa, sem hann fór ■ið ganga með. Kyrjalyf þ issi höfðu ,þau áhrif, að lystarleysið snerist upp í svo ál afa græðgi, .ð nú ætla þeir að gleypa hvor annan með ráðherraembættinu. H. Hafstein ráðherra hafa verið send kveðjuskeyti með þakklæti fyrir störf hans sem ráðherra, víðsvegar af landinu, undirskrifuð af fjölda manna. — Um ico borgarar hér í bænum uudirskrituðu og sendu skeyti.

x

Vestri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.