Vestri


Vestri - 06.03.1909, Qupperneq 2

Vestri - 06.03.1909, Qupperneq 2
70 V E S T R 1 18. tbl Símfregnir. iMngið . 27. febrúar. Kosin nefnd í frumvarpið um breytingar á lífsábyrgð sjómanna: Björn Jónsson, Magnús Blðndal, Bjarni Jónsson frá Vogi, Stefán Stefánson í Fágraskógi og Jón Porkelsson. Frumvarpið um breytingar á ráðherralaunum tekið aftur sökum þess, að ráðherra sýndi fram á, að til þess þyrfti stjórnarskrárbreyting. Frumvarpið um aðflutningsbann t.ekið til 1. umræðu. Kosin 7 inanna nefnd: Björn JónssoD, Stefán Stefánsson í Fagraskógi, Björn Kristjánsson, Jón Jónsson frá Múla, Sig. Gnnnarsson, Jón Þorkelsson og Jón Jónsson frá Hvanná.’ Frumvarpið um afnám eftiriauna samþykt við 1. umræðu. Jón Þorkeisson flytur frumvarp um breytingar á lögum um fræðslu barna: að stjórnarráðið hafi heimiid til þess að gefa skólum, sem eru stofDaðir aí einstökum mönDum, allsherjar viðurkenning, eí þeir fylgja sérstökum fræðslureglum undir umsjón stjórnarráðssins. Ráðherrann sótti um lausn með simskeyti í fyrradag. Svar ókomið. 1. marz. Konungur hafði með símskeyti í gær veitt H. Hafstein lausn frá ráðherraembættinu, en búist er við, að hann gegni því, þar til nýr ráð- herra er skipaður. Jafnframt hafði konungur boðað á sinn fund þrjá af flokki meiri- hlutans: Björn Jónsson, Hannes Þorsteinsson og Kristján Jónsson, og er búist við, að þeir fari með fyrstu ferð. s. d. Sig. Hjörleifsson flytur frumvarp um, að jörðin Naust í Hrafna gilshreppi sé lögð undir lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar. Sami þingmaður og Jens Pálsson flytja frumvarp um, að bæta ým3um ákvæðum inn í bæjarstjórnarlög Hafnarfjarðar. Sömu þingmenn flytja frumvarp um slökkvilið í Hafnarfirði. Sig. Hjörleifsson flytur frumvarp um heimild fyrir stjórnina til þes« að selja þjóðjörðiDa Kjarna i Eyjafirði fyrir 8,200 kr. Breytingar á lögum um borgaralegt hjónaband samþyktar við 3. umræðu í n. d. Þingsályktunartillögu um afnám eftirlauna vísað til nefDdarinnar í stjórnarskrármálinu. Frumvarpið um heiti á allsherjarstofnunum og störfum á íslandi felt í n. d. með 14 atkvæðum gegn 9. Frumvarpið til laga um bráðabirgðahækkun á aðflutningsgjaldi samþykt við 3. umræðu í n. d. — Verður tollurinn eítlr því: af öli 0,10, brennivíni 8° 1,00, 9—12° 1,50 og 13—16° 2,00, rauðvini, borð- víni og messuvíni 0,50. súrsaft 0,30 pr. pt., bit.ter 1,00 pr. pela, tóbaki 1,00, vindlum og vindlingum 2,60, kaffi 0,13, sykri 0,6^/j, tei 0,50, súkkulaði 0,25, kakaói 0,13, brjóstsykri og konlekt 0,40 pr. pd. 3. s. m. Kosin nefnd í frumvarpið um hækk-un á aðflutnÍDgsgjaldi: Agúst Flygenring, Gunnar Ólafsson, Kristinn Daníelsson, Steingrímur Jónsson og Sig. Stefánsson. Kosin nefnd í frumvörpin um sölu á þjóðjörðinni Kjarna og um að jörðin Naust skuli lögð undir lögsagDarumdæmi Akureyrar: Sig. Hjör- leifsson, Júlíus Havst.een og Ari Jónsson. Jón Þorkelsson flutti nýtt frumvarp um breytingar á æðstu stjórn landsins; eftirlaun ráðherrans verði 2000 kr. — Ráðherra benti á, að eins og frumvarpið væri flutt, væri það brot á þingsköpunum, og varð Jón þá að taka það aftur. Frumvörpunum um stækkun verzlunarlóðarinnar á ísafirði og um að Keflavík verði sérstök dómþinghá visað til 2. umræðu í n. d. Jón Ólaísson og Jón Jónsson frá Múla flytja frumvarp um, að kaupmenn séu skyidir að halda þessar verzlunarbækur: sjóðsbók, höf- uðbók og bréfabók. Ekkert megi út úr þeim skafa eða breyta, heldur strika yfir, ef villur koma fyrir, svo hægt sé að sjá, hvað þar hafi staðið. Kaupmenn séu og skyldir að gera upp hag sinn einu sinni á ái i. Sig. Sigurðsson, Björn Sigfússon og Stefán Stefánsson í Fagraskógi flytja frumvarp um breytingar á lögum um skipun prestakalla; 18 prestaköllum sé aftur breytt eftir eldri lögunum: 5 í Ámessýslu, 7 í Kjalarnessprófastsdæmi, 1 í Mýrasýslu, 2 í Snæfellsnessýslu og 3 í Eyja fjarðarsýslu. Nefnd sú, er kosin var til þess að athuga frumvarpið um vara- biskup, hefir lagt tíl, að landið kaupi jörðina Skálholt. Fessar fjárbeiÖDÍr hafa komið fram: A. Johnson í Winnepeg sækir um 500 kr. styrk hvort árið til þess að vinna að flutningi Vestur-íslendinga heim til íslands. — SýslumaðurÍDn í Rangárvallasýslu sækir um 12,000 kr. lán til þess að byggja em- bættibbústað. — Jóhann Sigurjónsson sækir um 1000 kr. á ári til þess að fullgera Jeikrit. — Jóhannes JósefsSon sækir um ríflegan styrk til íþróttakenslu og iþróttaiðkana á íslandi. — Sláturfélag Suðuilands sækir uxn 60,000 kr. lán. — Guðm. Hávarðsson Bækir um 2,600 kr. uppbót fyrir ritsímastauraflutning. — Skúli Thoroddsen ber fram erindi um að leggja fram fé til þess að gera við vörður á Þorskafjarðarheiði. — Jón Ófeigsson sækir um 1000 kr. á ári til þess að semja þýzk-íslenzka orðabók. — f’orkell ÞorkelssoD sækir um 1000 kr. styrk til hveraran- sókna. — Leikfélag Akureyrar sækir um 800 kr. styrk hvort, árið. — Einar Hjörleifsson sækir um 2000 kr. styrk á ári til ritstarfa. — Einar Arnórsson lagaskólakennari sækir um 700 kr. launahækkun. — Böðvar Jónsson póstur sækir um 100—200 kr. eilistyik, árlega. — Héraðslæknirinn á Akureyri sækir um 600 kr. til þess að kaupa sótt- hreinsunarofn. — Iðnaðarmannafélagið á Akureyri sækir um 1000 kr. á ári til iðnskóla. — Forngripasafnsvörðurinn í Reykjavík sækir um hærri styrk til safnsins. — Geir Zoéga og Þórarinn Krisljánsson (há- yfirdómara) sækja um 1000 kr. styrk hvor til að halda áfram námi á polytekniska skólanum. „ÞjóðviJjinn", sem kom út i gær skýrirfrá flokksfundi frumvarps- andstæð'Dga, þegar þeir áttu að mæla með ráðherraefni. Við 1. atkv. greiðslu fekk Kristján 6, Björn 9, Skúli 6 og Hannes 3. BJaðið er óánægt yfir ráðherravalinu. Vill ekki að forsetar þingsins sinni kon- UDgsboði og fari utan, og eru viðsjar í flokknum í Reykjavík út af greininni. Fundur í kvöld í Stúdentafélaginu út af utanför forsetanna og á Sigurður Lýðsson, meðritstjóri „Þjóðv.", að hefja umræður. Skúli Thoroddsen hefir að sögn myndað flokk með sérstjórn inDan meirihlutans. Þeir eru 8 talsins og eru þessir: Skúli Thoroddsen, Hannes Þorsteinsson, Siguiður Stefánsson, Bjaini Jónsson frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Jón Þorkelsson, Magnús Blöndal og Jón á Hvanná. . 4. s. m. I n. d. enginn fundur. Frumvarpið um laun sóknarpresta afgreitt af e. d. Frumvarpinu um siökkvilið í Hafnarfirði vísað til 2. umr. í e. d. Frumvarpinu um breytingar á bæjarstjórnarlögum Hafnaifjarðar vísað til nefndar: Jens Pálsson, Ari Jónsson og Ágúst Fiygenring. I járbeiðnir: Erindi fra Thorefélagiuu um að Jandssjóður taki hJuti í félaginu íyrir 500,000 kr. —Vilhelm Zimsen sækir um 1500 kr. styrk tii Þess að fullnuma sig í loftritun. — Iðnaðarmannafélag ísfirðinga sækir um 600 kr. áilega til kvöldskóJa. — Ólafur Jónsson sækir um 800 kr. styrk til þess að læra að búa til myndamót. — Guðmundur G. Bárðarson sækir um 1200 kr. til náttúrufræðisnáms. — Mótorbáta- félagið „Stígandi" í Borgainesi sækir um 10,000 kr. styrk til mótorferða á Hvítá og Norðurá. — Brynjólfur Björnsson tannlæknir sækir um 1000 kr. á ári til ókeypis tannlækninga íyrir fátæka. — Jónína Sigurðardóttir sækir um 2000 kr. á ári til þess að haida éfram hússtjórnarskóJa á Akureyri. — Þingmaður Vestur-ísfuðinga sækir um nægilegt fé til vegabóta á Rafnseyiaiheiði. Sami sa kii um fé til þess að ransaka símaleið til Súgandafjarðar. — Sami sækit um fé til vita á Öndverðarnesi. — Jóhannes Sveinsson sækir um 2000 kr. til þess að nema málaralist. — Ingólfur PáJsson sækir um 1500 kr. til tekniskrar mentunar. — Hjálpræðisherinn sækir um 500 kr. — Ingimar Stefánsson sækir um 800 kr. til þess að gaDga á teikniskóla. — Þingmaður Skagfirðinga sækir um 400 kr. álag á Viðvíkurkitkju með vöxtum, frá 30. júní 1862. Benedikt Bjarnason í Húsavík sækir um 700 kr. til unglingaskóla. — Sighvatur Borgfii ðingur sækir um 400 kr. til sira Gísla Kjartanssonar. — Indriði HeJgason sækir um 500 kr. til þess að halda áfram að nema rafmagnsfræði. — Jónas Eiríksson á Breiðavaði sækir um 1000 kr. til þess að undiibúa skóla fyrir unga pilta. — Bindindissamband Norður- lands sækii um 1000 kr. til bindindisstarfsemi. — Björn Jakobsson sækir um 1000 kr. til leikfimisnáms. — Sýslumaður Skagfirðinga sækir um fé til flutningabrautar frá Sauðárkróki fram i Skagafjörð. — Sigurður ErJendsson umferðabóksali sækir um 1500 kr. eflistyrk. — Sigurður Jónsson í Kaupmannahöfn sækir um 1000 kr. til þess að afla sér sér- þekkingar í sjúkdómafræði. — IðnaðarmaDnafélag á Seyðisfirði sækir um 400 kr. til kvöldskóla. 6 « m Nefnd kosin í frumvarp um almennan eliistyrk: Sig. Sigurðsson, Jón Magnússon, Sig. Gunnarsson, í’orleifur Jónsson og Einar Jónsson. Frumvarpi um fiskimat vísað til fiskiveiðanefndar. Frumvarpi um friðun skóga vísað til iandbúnáðarnefndar. Fruravörpum um verzlunarbækur og um útsöJustaði kaupmanna vísað til verzlunarmálanefDdar. Frumvörpum um stækkun verzlunarlóðar á ísafirði og um að Keflavík verði sérstakt dómþing vísað til 3. umræðu í n. d. Kosiu nefnd í e. d. út af þingsáiyktunartillögu um gagnfræðaskóla á ísaflrði: Jósef Björnsson, Sig. Stefánsson og Stefán Stefánsson. Frumvarp um dánarskýrslur afgreitt af e. d. Frumvarpi um breytingar á lögum um byggingarsjóð íslands visað til 3. umræðu. Nefnd í frumvarpinu um hækkun á aðflutningsgjaldi Jeggur til, að það verði samþykt með litlum breytingum; tollur af brendu kaffi sé 0,18 pr. pd., og frv. gangi í gildi s. d. og það er afgreitt af þinginu. Björn Jónsson, Bjöin Kristjánsson, Hálfdán Guðjónssou, Sigurður Gunnarsson og Bjarni Jónsson frá Vogi flytja frumvarp um, að 49. gr. þingskapanna sé feid úr gildi (hætt prentun þingtíðindanna). i

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.