Vestri


Vestri - 04.12.1909, Blaðsíða 2

Vestri - 04.12.1909, Blaðsíða 2
tæki að ræða, heldur og um fyr- irtæki, er myndi á stuttum tíma margborga sig. En í »ísafold< kom um þetta leyti grein um >Lottskeytasambönd«, eftir ein- hvern A. J. Johnson í Vesturheimi, og á þessari vísindagrein(l) bygði ráðh. náttúrlega, að bezt væri að bíða eftir lottskeytunum! Á næstsíðasta þingi var og beinlíois lotað að leggja kopar- síma til Isatjarðar, og þingroaður kaupstaðarins taldi Vestfirðinga geta heimtað þetta hvenær sem þeir vildu. Bygging skipakvíar hér á Isafirði var líka mörgum áhugamál. En hvað hefir þingið eða þingmaðurkaupstaðarinsgeit í því máli? Það er auðvitað mál, að erfitt er að gera fjárlögin þannig úr garði, að öllum líki og enginn þykist órétti beittur; en á eitt eru þó allir sáttir: að óþarfi sé að stofna ný embætti og draga tilfinnanlega úr ijárveitingum til framfarafyrirtækja, — en þetta hvorttveggja hefir stjórnarflokk- urinn gert. Enginn hafði minst á, áður en þing kom saman, að stofna tvö bankastjóraembætti við Lands- bankann, með hœrri launum hvort, en bankastjórinn hafði meðan hann var einn, og auk þess eftirlaunum. Viðskiftaráðu- nautur var og óþekt hugtak áður en >sparnaðarþingíð< kom til sögunnar. Af þessari fjárveiting hefði nú máske eitthvað gott mátt stafa, en valið á manninum, sem og alt of há fjárveiting, er beinlínis óforsvaranlegt. Enda hafa þessar stjórnarat- hafnir báðar vakið bæði gremju og meðaumkun til stjórnarinnar. Hér er ekki kostur á að lýsa fjármálastefnu þingsins nema í aðaldráttunum, en óskandi væri, að allir góðir menn vildu bera fjárlögin saman við fjárlög und- anfarandi þinga. En í aðalatrið- unum er stefnan á þessa leið: x. Það er klipið tilfinnanlega af fjárveitingum til fyrirtækja, sem síðustu þing hötðu byrjað á, og eru sum þeirra, t. d.vegagerðir, ákveðin með lögum, svo að við- komandi héröð geta heimtað þetta af þinginu, hvenær sem þeim sýnist, en þá verður auð- vitað að veita þess meira til þess á næsta þingi, og árangurinn er sá, að bæði er tafið að ástæðu- lausu lyrir þörfum umbótum, og svo draga þessar verklegu tram- kvæ.mdir landssjóðs, allar í einu, óhæfilega margt fólk frá aðal- atvinnuvegum landsmanna, enda, nú í ár a. m. k., lítið um atvinnu og vinna því ódýr. En á næstu árum vex eftirspurnin eftir vinnu að líkindum, — og kaupgjaidið hækkar. Sumt af þessu, t. d. Vestmannaeyjasíminn, var og margsannað að væri eigi að eins hnekkir fyrir viðkomacdi hérað að leggja eigi á þessu ári, h-ddur og buint peningatap fyrir iands- sjóð. Hér kemur því hngsýni(!) og sparsemi(!) stjórnarllokksiiis i sinni eigin mynd. 2. Það (þingið) hefir unnið dyggilega að því að stofna ný embatti — bara upp á >sport<. — .Landsbankabreytingin kostar landið um 12 þús. kr. á ári og >sendiherrann< frá Vogi um 30 þús. kr. yfir fjarhagstímábilið. Nokkur ný læknahéruð eru stofnuð — misjatnlega þörf — og nokkrir skáldastyrkir nýir veittir, sem vitanlega nemur ekki mjög mikilli upphæð. — En hvað um það, hinn .valdalystarlausi' meiri hluti hefir étid það, sem í pottinum var — og meira til. Án þess að nokkurt nýtilegt fjárlaganý- mæli liggi eltir þingið, hefir það þó skilað fjárlögum með álitlegum tel juhalla, enda var og ekkert að fárast um slíkt, et því hetði verið vel vaiið. Berið nú þetta, góðir menn og sanngjarnir, saman við ummæli >Isaf.< og hennar liða frá árum fyrv. stjórnar! Voru ekki þessi slagorð notuð hvað otan í annað: Óstjórn! Eyðsla! Landinu sökt í skuldir að þarf- lausu, og embættum tjölgað og bætt við laun embættismenna!? En hvað nú? — Skyldi þeim nokkurntíma hafa >leikið hugur< á að spara, eða þeir þóttust menn, en voru ekki; vildu glíma, en gátu ekki —? Hjörleifur. Fundargerð. (Frh.) 10. Verzlunarmál. — Málinu vísað til nefndarinnar f fiskiveiða- málinu. — Nefnd þessi lagði fram ítarlegt nefndarálit og lagði til; a) Að reynt verði að koma sölu íslenzkra afurða — einkum salt- fisks — svo fyrir, að hún geti orðið héraðsbúum sem arðmest. Telur vænlegast í þessu efni, að útgerðarmenn og smákaupmenn héraðsins selji fisk sinn í samein- ingu og myndi í sameiningu við Verzlunarsamband Vestfjarða fé- lagsskap til þess að koma því í kring og annast söluna. b) Að lulltrúarnir vinni að því að sem flestir selji fisk sinn og aðraraf- urðir gegn um félag þetta, komist það á. c) Að þess sé krafist, að yfirmatsmaðurinn skipi fiskimats- mann í hverju kauptúni héraðsins, svo menn geti fengið fisk sinn metinn á hverjum tíma árs sem er.< Tillögur þessar vorusamþ. í einu hljóði. 11. Skattamál. Samþykt að kjósa ^ja manna nefnd tii þess að athuga málið til næsta fundar. Kosnir voru; Jóhannes Ólafsson, Matthías Ólafsson og Kristinn Guðlaugsson. 12. Búnaðarmál. Svohlj. til- laga samþykt: >Fundurinn telur æskilegt, að ráðunautur Búnað- arsambands Vestfjarða ferðist um héraðið, að minsta kosti einu sinni á ári, til þess að leiðbeina mönn um i búnaði. Fundurinn skorar á stjórn sarnbandsins að gera alt sem í þess valdi stendur til þess að vekja áhuga manna á fram kvæmdum í búnaði; telur æskilegt og vill styðja að því, að hið fyr- irhugaða námsskeið komist f framkvæmd.c 13. Stjórnarfarið. Svohlj. til- laga var borin upp og samþykt með 8 atkv. gegn 5 að viðhöfðu nafnakalli: >Fundurinn lýsir fullu vantrausti á ráðhprra og flestum stjórnarathöfnum hans, en þó einkum fylgi hans við Thorefé lagið, skipun verzlunarráðunauts- ins og ekki sfzt afsetningTryggva Gunnarssonar. Þá er og samn- ingur hans við Thorefélagið á roælisverður, þar sem hann, þvert á móti fjárlögunum, veitir Thore- félaginu 6000 krónur lil póst flutninga, sem skýrt var tekið fram að skyldi veitast því einu félagi, er engan styrk íengi af landsjóði. Þá lýsir fundurinn megnri vanþóknun á meðferð meirihlutans á þiugi á millilanda- frumvarpinu og stjórnarskrár- breytingunni.< 14. Mentamál. >Fundurinn telur æskilegt, að fræðslumála- stjórn landsins taki fræðslulögin til rækilegrar yfirvegunar og und irbúnings fyrir næsta þing og skorar á stjórnina að stuðla sem mest að framkvæmdum fræðslu- mála, einkum í fullkomnasta forminu, sem fyrir liggur: heima* vistarskólum og föstum heiman- gönguskólum.< Samþ. með 6 atkv. gegn 4. — Þá var svohlj' viðaukatillaga borin upp og samþ. í einu hljóði: ?Með því að fund urinn álítur að ungmennafræðsla sem gengur í sömu átt og Grundt vigska lýðháskólastefnan í Dan mörku, sé þjóðinni til blessunar, óskar fundurinn að stjórnin fram- vegis styðji skólastofnunina á Núpi í Dýrafirði og hverja aðra skólastofnun í landinu, sem gengur í líka átt.< Samkv. fundarsköpumfundarins var hvert mál tekið tvisvar fyrir til umræðu og atkvæðagreiðslu. Þá var Jóh. hreppstj. Ólafsson kosinn til þess að boða til næsta fundar, útvega fundarstað og hýsingu fyrir væntaniega fulltrúa. Til þess að koma fundargerð- inni á prent voru kosnir: Jóh. Ólafsson og Þórður próf. Ólafsson. Þá var kosin 3ja manna nefnd til að endurskoða fundarsköpin, og hlutu kosningu: Þórður Ó- lafsson, Jóh. Ólafsson og Matth. Ólafsson. Fleiri mál voru ekki tekin til umræðu á fundinum. Fundarbók lesin upp og samþ. Fundi slitið. í’órðnr ÓJafsson. Matthías Ólafsson. Símfregnir. (Hinar fyrstu þrjár hafa yerið sendar út í fregnmiðum jafnóðum.) Rvík, ‘29. nóv. Hérumbil 7000 manns héldu mótmælafund á Lækjartorgi kl. 3 í gær. Knud Zimsen verkfr. hélt ræðu. — Var þar samþykt mótmælalaust þessi tillaga: >Fundurinn mótmælir aðför- >um Björns Jónssonar ráðherra >gagnvart Landsbankanum og >Landsbankastjórninni, telur >atferli hans ófyrirleitua mis- >beiting á valdi inn á við, ó- >þolandi lítilsvirðing á sæmd >og hagsmunum Islands út á >við og talandi vott um það, >að honum sé ekki trúandi >fýrir því embætti, sem hann >hefir á hendi. Þess vegna >krefst fundurinn þess, að hann >le8'R> þegar niður ráðherraem- >bættið.< Ráðherrann hafði látið skipa öllum lögregluþjónum og nætur- vörðum bæjarins á tröppurnar heima hjá sér og 20—30 hálf- vöxnum strákum, sem æptu svo, að fundarsamþyktin varð ekki lesin upp í sæmilegu hljóði. — Bæjarfógetinn var loks sóttur og hann beðinn að afhenda ráðherra fundarsamþyktina, en ráðherra r eitaði að taka við henni fyrri en á embættisskrifstoíunni, og verða kosnir 2 menn til þess að flytja honum samþyktina í dag. Almenn óstjórnleg gremja yfir ráðherra, enda ómaði um langa stund úr öllum áttum frá mann- fjöldanum: Niður með ráðherral — Niður með Björn Jónsson! — Niður með lánstraustsmorðingja landsins! Ekkert liðsyrði var ráðherra lagt nema af fyrgreindum 20—30 strákum, sem voru keyptir af honum til þess að hrópa og æpa að ráðherra ætti að lifa. s. d. Að gefnu tilefni hefir >Vestri< leitað sér enn ítarlegri upplýsinga viðvíkjandi uppþotinu í Rvík í gær, hjá alþm. Jóni frá Múla, og staðfesti hann í öllum atriðum fregnmiða vorn í dag, að því viðbættu, að mannfjöldinn mundi hafa verið nær 8000, en 7000. Ennfremur gat hann þess, að ráðherra hefði aftur f dag neitað að veita nefnd þeirri áheyrn, ör átti að færa honum tillöguna, og kvað æsingarnar fremur aukast en minka við það. Einnig gat hann þess, að fyrv. bankastjórn væri búin að sýna full skil fyrir varasjóði. Loks skal þess getið, að fregn- miði >Dagsins< í kvöld er ekki viðtal við Skúla Thoroddsen — eftir því sem ritstjóri >Dagsins< hefir sjálfur sagt —, þótt margir kunni að skilja það svo.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.