Vestri

Tölublað

Vestri - 11.11.1911, Blaðsíða 3

Vestri - 11.11.1911, Blaðsíða 3
45 VESTRI í mun heldur detta það í hug, að stofnað hafi verið til ferða þessara af einskærri föðurlandsást, heldur mun hitt sannara að hluthöfum >Thore< hafi iitist þær arðvæn legar. Um það verður ekkert sagt. Bæði >Thore< og Sameinaða- fél. hafa haft hér gufuskip í förum af því að þau hafa álitið það gröðavœnlegt. Og ef >Thore< hefði ekki haft gufuskip í förum hér við land, þá er enginn vafi á því að eitt- hvert annað félag hefði orðið til þess að keppa við Sameinaðafél. af því að Sameinaðafél. fullnægði ekki flutningsþörfunum og því mikill flutningur til handa öðrum skipurn. Reynslan hefir sýnt: þetta, og þótt >Thore< haítti gufuskipaferðum mundi annað félag þegar hefja nýjar ferðir. Það getur því engan veginn hvílt nein siðterðisleg skylda á landinu til þess að iáta >There< sitja fyrir gufuskipastyrknum, nema því að einsað féiagið bjóði betri eða að minsta kosti jafn góðar ferðir og skip og önnur félög. En >T'hore< hefir fengið styrk þenna, þótt bæði séu terðirnar verri og flest skipiu ómöguleg strandferðaskip. Þetta hefir verið margsannað, bæði af blöðunum og ekki síst þeim, er ferðast hafa með skip unum. Og >Thore< hefir fengið ferð irnar ekki til 2 ára. eins og Sam einaðafél., heldur til 10 ára. Af þessu stafar óánægjan: veni ferðum og skipum og löngum samningstíma. Hér er því ekki að ræða um ofsóknir af einum flokk, hér er að ræða um óánægju allra flokka. En þessi óánægja hefir minst bitnað á >Thore<. — Það var eðiiiegt að félagið sæti við þann eldinn, sem best brynni. Óá- nægjan hefir komið fram gegn stjórn fyrverandi ráðherra B. Jónssonar. Sú stjórn gerði meginglappa skotið. Hún samdi við >Thore< og samningurinn var óhagkvæm- ur og illa úr garði gerður. Það er og svo að sjá, sem hr. Tulinius muni renna grun í þetta, að hann viti vel að samningur þessi muni ekki hindra tilfinnan lega sjálfræði >Thore< að því er strandferðirnar snertir. >Landar mínir munu fá að sjá það, þegar áætlunin 1912 kemur út, hvaða gagn >Lögrétta< og hennar hótar hafa gert landinu. — — — Auðvitað uppíyllum vér nákvæmlcga allar skyldur vorar eftir samningnum.< Lngum hefir víst þótt ferðiruar jaíngóðar eða betri, en stjórnar blaðið þáverandi, >ísafold<, sagði að þær ættu að vera. En hr. Tulinius gefur þó í skyn að Jítið muni þær batna. I9i2,úr því <ið þakkirnar séu svona. Hann sem allir aðrir virðist vita að samningurinn sé götóttur og þurfi því ekki að brjóta hann þótt félagið kippi nokkuð að sér hendinni. Þetta er ro ára samningur. Félagið getur samkvæmt bend- íngu hr. Tuliniusar látið bollana sína synda að miklu eftir eigin geðþótta milli landa og umhverfis landið. Svona er samningur fyrverandi ráðherra B. Jónssonar. En það raá hr. Tulínius vita, að sú yfirlýsing hefir verið gefin af einum merkasta þingmanni sjálfstæðisflokksins, sem þá var, að hann mundi ekki hika við að greiða atkvæði með því að Thoresamningurinn yrði ónýttur við fyrsfa tækifæri og að hann áliti það heldur ekki ómögulegt. Vonandi er að einhver bjargráð finnist í þessu vandræða máli. Það verður hlutverk komandi þinga að finna þau. Hörður. Kröfur verkmanna. (Eftir vorkaniaiin). Oft hefir við þann t.óninn kveðið, síðan menn sáu að verkmenn í kauptúnum hér vildu ekki alis- kostar þegjandi una því niðurlæg- ingarástandi sem kjör þeirra hafa skapað þeim, hjá þeim sem meira þykjast mega sín i mannfélaginu, að það væri hin mesta fásinna að ætlast til stuðnings iöggjafarvalds* ins í þeirn viðureign, ogaðkröfur þeirra gætu eigi átt sér stað hér sökum náttúru landsins. Sérstaklega hafa ísfirðingar, sem gengið hefir ilia með samtökin í þessu sem öðru, oft fengið að heyra þetta, ekki síst hjá hinum háttv. þingmarni sínurn, sr. Sig. Stefánssyni. Með því að mál þetta er mjög þýðingarmikið fyrir töluverðan hluta landsmanna vildi ég fara um það nokkrum orðum. Sú mótbára er eigi ósenaileg, að eigi sé rétt að gera kröfur þessar að löggjafarmáli, sökum þess hve verknsewi, eins og aðrir, eru skamt á veg kornnir í samtökum, en hitt nær engri átt, að krafa um alm. vinnutíma hafi hvergi verið gerð að löggjafarmáii og ber vott um fávisku þeirra er halda slíku fram. Má t. d. benda á að þing Eyja- áiíunnar (Ástralíu) lögleiddi fyrir fáum árum 8 stunda vinnutima, og fleiri löggjafarvöld rnætti nefna, sem oss væri engin vansómi að fyigja í þessu efni. En sökum þess hve mjög kröfur þessar snerta hag ails þorra al- mennings ætii að mega gera ráð fyrir því, að löggjafarnir letu sér ant urn að greiða úr kjörum þessa hiuta þjóðarinnar, sem vitaniega á við þröngan kost að búa, sérstakl. ætti að mega ætlast til þess, að fulltrúar þeirra héraða þar sem mest kveður að slíku héldu því fast fram, að eitthvað yrði gert til umbóta. Og ef þeir sjá mörg vandkvæði á að korna vinnutíma' kröfunni í framkvæmd ættu þeir í þess stað, ef þeir bera umhyggju fyrir málinu, að bera fram nýjar leiðir til stuðnings fyrir verkmenn. Jeg ætla ekki að þessu sinni að fara að ræða þær ieiðir erfyrir mér vaka, þær hafa flestar verið nefndar áður, en eg vildi með nokkrum orðum minnast á þann mismun, er iöggjafarvaldið gerir milli alþýð' unnar, kjarna þjóðarinnar, og em- bættismannanna: Er þá fyrst að nefna hin alkunnu eftirlaun. (Framh.) Róbinson Norðurlanda. Eftir W. Frey. II. kapítuli. Húuorðið, (Framh). Kaupmaðurinn varð hálf vand- ræðalegur á svipinn; en er hann hafði hugsað sig um iitla stund, lét hann sem ekkert væri um að vera og sagði: „Eg sé að eg hefi beðið ósigur, en samt sem áður viðurkennir verslunarhúsið Petrowitsh & Co. sig ekki komið á höíuðið. Mér hefir hugkvæmst nokkuð. Fú skalt ekki ganga að eiga neinn næstu 2 ár og á þeim tíma gefst stýrimanninum tækifæri til þess að ryðja sér braut og verða skipstjóri. Eftir því sem mér er sagt ætl*r Samarov að fara til Austunlndlands og ætla ég að gefa honum kost á að biðja þín þegar hann kemur aftur úr þeirri feið. Þegar því að tveim ár«m liðnum tveir skipstjórar drepa á dyr hjá verslunarhúsinu Petrowit ch & Co., skal þér gefast . kostur á að taka hvern þeirra sem þér geðjast betur að, — en fari svo að annar þeina sé þá ennþá aðeins stýrimaður þá á ég að velja fyrir þína hönd. Eruð þið ánsegð með þennan úr- skurð ?“ Elskendurnir svöruðu sem einum munni játandi og áttu full erfitt með að leyna fögnuði sínum. En kaupmaðurinn mælti, „Fari nú hvert ykkar sína leið. Eg hefi of lengi tafist við þetta og vanrækt skyldu mína gagnvart veislunarhúsinu Petiowitsch &Co.“ III. kapituli. Á eyðieyju. Langt norður í hafi þvi er liggur að ströndum Noregs er eyja ein. Nafnið á eyju þessari eitt út af fyrir sig er nægilegt til að fylla alla. sjómenn ótta og skelíingu. Yfir eynni giúfir stöðug þoka fúl og köld; sjávarrótið ólgar umhverfis eyna bæði dag og nótt og lemur klettana m*ð hrylliiegum »79 gný. Jurtagróður er svo sem enginn á eynni; alt er ber holt og mosavaxnir flákar. Þar eru engin dýr nema isbirnir hreyndýr og refir, mórauðir og hvítir. Fessi eyjá heit.ir Spitsbergen og er eitt hið hryllilegasta land á jörðunni. Að vetrinum má þar heita að sé eilíf nótt. Eyjan er þá umflotin af is og ekkert rífur dauðuþögnina nema brakið og ’orestirnir í isnum. Allir jhlutir stokkfrjósa og er tæplega hægt að hugsa sér hve bitur kuldinn þar getur 01 ðið. Stöðugt drauglegt myrkur grúfir þar yfir öliu nema þegar töfrabirta norðurljósanna og hin nábleika tunglsbirta rýfur myikrið. Fað er eius og náttúran sjálf sé þar hnept og kúguð í heljarklóm íssins ög vetrarhörk- unnar. Yið strendur þsssarar eyjar, þessu réttnefuda ríki issins og dauðans úir og grúir af selum og rostungunr og í hafinu þar í kring er fult af hvölum árið um kring. í aprílmánuði árið 1744 lagði rússneskt briggskip frá Archangel til þessarar kuláalegu eyjar, til veiða í höfunuin þar í kring. Tað hafði haft hagstæðan byr alla leið og var að 10 dögum liðnum komið í námunda við Spitzbergen. (Framli.) ísafjörður og nágrenni. Druknun, Síðastl. þriðjudags< kvöld vildi það slys til á vélai' bátnum „Guðmundi" (eign Guðm. Sveinssonar kaupm. í Hnífsdal) að formaðurinn, Ólafur Óiafsson hrökk útbyrðis hér í Sundunum og druknaði, Ólafur sál. var sunnlenskur að ætt, frekl. tvítugur að aldri og hinn efnilegasti maður. Botnvörpungar kváðu vera mjög margir á fiskimiðunum hér úti fyrir, og vantar illa „Yalinn<‘ til að benda þeim á landhelgislínuna, sem þeim kvað efia vera hætt við að skjótast inn fyrir, — svona í „ógáti líklega. Tví miður er hæt.t við því, að lítil not verði af þvi þó fiskihlaup komi í Djúpið meðan þessi mikli botnvörpungasægur er hér eftirlits" iaus. Væri það hið mesta nauðsynja- raál, að fá hér örugga strandgæslu fyrri hluta vetrar og seinni hluta vors, því þá er botnvörpungasæg- urinn mestur hér. Ef ekkert er aðgert, má heita að bjargræði manna hér sé í hers höndum. Næsta þing ætti að láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum að kippa strandvörnuuum i betra horf, að minsta kosti myndi al- menningi fátt betur koma.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.