Vestri


Vestri - 23.07.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 23.07.1912, Blaðsíða 2
V E S X R 1 27. tbL 106 Símfregnir.' 15. jnlí. Alþingi sett í dag. Síra Magnús Andrésson prédikaði. Forseti sameinaðs þings kosinn H. Hafstein, varaforseti Eiríkur Briem. Skrifarar Sigurður Stefánsson og Jóhannes Jóhannesson. Kosnir til efri deildar: Guðjón Guðlaugsson, Þórarinn Jónsson, síra Eiuar Jónsson, Jón Jónatansson, Sigurður Stefánsson, Jens Pálsson, Jósef Björnsson, Sigurður Eggerz. Forseti neðri deildar: Magnús Andrésson, varaforsetar Guðl. Guðmundsson, Pétur Jónsson. Skrifarar Jón Jónsson sagnfræðingur, Eggert Pálsson. Forseti efri deildar: Júlíus Havsteen, varaforsetar Stefán Stef- ánsson, Jens Pálsson. Skrifarar Steingrímur Jónsson, Björn Þor- láksson. Kjörbréf þingmanna öll samþykt, nema Matthíasar Ólafssonar, sem hefir verið sett í nefnd og hefir hún enn ekki lokið störfum. Fund um samkomulag í sambandsmálinu áttu flestir þingmenn í gær, og voru þar allmiklar umræður, en engin ákvörðun tekin og fundi frestað Á tundinum voru allir þingmenn, nema Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson og Benedikt Sveinsson, sem allir eru eindregnir móti öllu samkomulagi í málinu, Björn Jónsson, sem var veikur, síra Einar Jónsson og Jón í Múla, sem eru enn ókomnir. Á morgun verða lögð fram trumvörp og fleira til undirbúnings. 19. 8. m. Kosning Matthíasar ’Olafssonar óútgeið enn. Þingfundur í dag kl. 5. Nefnd í skattamálum kosin: H. Hafstein, Pétur Jónsson, Lárus H. Bjarnason, Eggert Pálsson, Valtýr Guðmundsson, Björn Krist- jánsson og Bjarni Jónsson. Lárus H. Bjarnason flytur tvö frumvörp; annað um 3°/0 aði flutningsgjald á allri aðfluttri vöru, hitt um lestargjald. Af stjórnarfrumv. eru farmannalögin það merkasta. í almæli að ráðherra segi af sér innan skamms. Gísla ísleifssyni, sýslum. Húnvetninga, hefir verið vikið frá embætti. í sambandsmálinu hafa þingmenn ekki átt fund síðan, sami komulagshorfur góðar í aðalatriðum. 20. 8. m. Kosning Matthíasar Ólalssonar tekin gild með 22 atkvæðum gegn 14. Þessi frumvörp hefir stjórnin lagt fyrir og þessar nefndir hafa verið kosnar: í neðri deild: Frumv. um einkasölu á steinolíu, frumv. um álnavörutoll, frumv. um toll á síldarafurðum (nefndin áður talin í frengm., skattamálanefndin). Frumvarp um tóbaksskýrslur. Nefnd: Guðl. Guðmundsson, Stef. Stefánsson Eyf., Þorl. Jónsson, Jóh. Jóhannesson og Halldór Steinsson. Frumv. um ritsíma og talsíma og frumv. um kaup á Vest- mannaeyjasímanum. Nefnd: Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson, Halldór Steinsson, Jón Magnússon og Stefán Stefánsson Eyf. í efri deild: Frumv. um útrýming íjárkláðans. Nefnd: Guðjón Guðlaugs> son, Þórarinn Jónsson, Sig Eggerz, Stefán Stefsson (skólastj.) og Jósep Björnsson. Frumv. til yfirsetukvennalaga. Nefnd: Sig. Stefánsson, Steingr. Jónsson, Guðjón Guðlaugsson, Þórarinn Jónsson og Björn Þon láksson. Frumv. til siglingalaga, frumv. um öryggi skipa og báta; rumv. um eftirlit þilskipa og frumv. um líftrygging sjómanna. Nefnd: Ágúst Flygenring, Sig Stefánsson, *Eiríkur Briem, Sig. Eggerz og Jens Pálsson. í kvöld verður fundur í sameinuðu þingi kl. 6, fyrir lokuðum dyrum. 23. 8. m. Kristján Jónsson ráðherra sagði af sér með símskeyti í gær- morgun. Svar ókomið enn. Allir þingmenn hafa skrifað undir samkomulag í sambands- málinu, nema Benedikt Sveinsscn, Skúli Thoroddsen, Bjarni Jóns- son, Sigurður Eggers, Valtýr Guðmundsson og Björn Þorláksson. Sömuleiðis hafa allir þingmenn, aðrir en þessir 6, heitið að styðja H. Hafstein sem ráðherra. Læknir hefir bannað Birni Jónssyni alla áreynslu í 6 vikur, og má hann ekki sitja á þingi framvegis. Thorefélagið hefir óskað að losna við samniuginn. Kosin 5 manna nefnd til að athuga málið. Stjórnin hefir fyrirskipað sakamálshöfðun gegn Halldóri Jóns- syni bankagjaldkera fyrir brot gegn 13. kafla hegningarlaganna. Minnisvarði Jóns biskups Arasonar. Ensk kona, mrs. Disney Leith hefir nú orðið til þess að láta reisa Jóni biskupi Arasyni minn- isvarða. Kona þessi er hiun mesti Islandsvinur oghefir ferðast hér á landi nú hvert sumarið eftir annað. Minnisvarðinn var reistur á aftökustað Jóns biskups í Skál holti. Hann er búinn til úr stein- um tveim úr Þorlákssæti og er um 4 al. að hæð, umhverfis hann er keðjugirðing á 6 steinstöplum. Á efri steininn er höggvið: Jón Arason biskup Jét her Ufið fyrir trú sína og œttj'órð 7. nóv. 1550, og yfir letrinu er höggviu mynd af biskupsmítri. Matthías Þórðarson forngripa- vörður sá um verkið, en Magnús Guðnason steinsmiður úr Rvík vann steinsmíðið. Minnisvarðinn stendur miklu ofar og norðar en sá staður, sem hingað til hefir verið talinn aftökustaður Jóns. En Matthías telur einmitt þetta hinn rétta stað og segist hafa fundið hann eftir lýsingu Jóns prests Egilssonar í biskupaann- álum. Knattspyrnumót var haldið í Reykjavík 28. f. m. Þat keptu knattspyrnufél.Vestmannaeyjaog knattspyrnufélag Reykjavíkur, vann hið sfðartalda 3 mál móti o. Ennfremur þreytti knspfél. Reykjavíkur við knspíél. »Fram< í Reykjavík, ungt félag að mestu skipað unglingum. Þreyttu þau tvö kvöld, fyrra kvöldið skyldu þau jöfn, 1 mál móti 1, en síðara kvöldið vann knspf. Reykjavíkur 3 mál mót 2. Hlaut það því verðlaunin, vandaðann silfurbikar, sem »Fram< hafði gefið til að keppa um. Ráðherraskiftin. Eins og síðustu símfregnir geta um hefir Kristján Jónsson ráðh. sagt af sér og þingmenn komið sér saman um H. Hafstein sem eftirmann hans. H. Hafstein hefir stuðning 34 þingmanna, en af þeim 6 sem þá eru eftir, eru 3 (Skúli, Bjarni og Benedikt) á móti útnefmngu hans, en hinir 3 (Sig. Eggers, Vahýr og sr. Björn) láta útnefninguna hlutlausa, þarf því ekki frekar að telja þá móti en með. Böðvaí, Jónsson cand. jur. hefir verið skipaður gæslustjóri Landsbankaútbúsins á Akureyri í stað Sig. ritstjóra Hjörleifsson- ar. — LÖgreglustjóri á Siglufirði í sumar hefir verið skipaður Vigfús Einarsson bæjarfógeta fulltrúi í Reykjavík. Merk stjórn, (Kafli úr bréfi). Fáir munu nú neita jiví, stjórnartímabil Hannesar Haf- steins sé merkasta tímabilið *í hinni nýju stjórnarfarssögu íslands. Eins og þú veist hefi eg ekki verið ykkur heimastjórnarmönn- um sammála um pólitíkina, en þó virðist mér það eiga við full rök að styðjast, að Hafsteinsistjórn1 artímabílið marki að miklu nýtt lífsspor í sögu okkar. — í mínuin augum eru það sérstaklega tvö laganýmæli, sem þá komust til framkvæmda, sem þessu valda: Túngirðingalögin (eða gaddavírs> lögin sem þá voru kölluð) og baráttan gegn fjárkláðanum. — Girðingalögin hafa, eins og allir hygnir menn gátu séð fyrir, reynst búnaðinum besta bótin, ekki að eins í menniugarlegu tilliti heldur og með eítirtekjuna, og mun uú flestum hlægilegur þykja andblástur sá, er ge.r var að lögunum í cndverðu. Baráttan gegn fjárkláðanum hefir og leitt af sér ómetanlegt gagn þó ekki tækist að ná settu marki, að útrýma honurn að fullu. Sérstaklega í því að breyta hugs’ unarhætti bænda til betri með- ferðar á öllu búfé, sem hefir fært þeim mikinn arð. Ef lánið hefði leikið við okkur, og við hlotið önnur eins gagn- semdarlög sjávarútveginum handa, og þau er nefnd hafa verið, væri enn betra umhorfs. Þvímiður virðist löggjafa okkaf skorta enn rækt og umhyggju fyrir velgengni hans. En það lagast vonandi. Flora kom hingað 16. þ. m- að sunnan. Með henni fóru til Rvikur: Þorv. Jónsson lseknir, Guðm.Bergsson póstafgreiðslum., Einar Jónsson afgreiðslumaður, Vilhjálmur Skúlason kaupmaður, Skúli K. Skúlason kaupm. o. fl.‘ Skipið kom aftur að sunnan 20. þ. m. og fór béðan margt manna með því norður. Nýuppfundnar tennur. Sérstakleg t fallegar og h*ld- góðar. Menn geta komið og skoðað. 0. Steinbach. Mótorbátur með 4ja hesta Alphavél, dekk- bygður, í góðu standi og með miklum og góðum útvegi er tll sölu uieð góðu verðl og að- gcngileguui horgunarskilmál- um. Allar nánari upplýsingar gefur ritstj. Vestr.i.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.