Vestri


Vestri - 14.09.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 14.09.1912, Blaðsíða 2
i4á V E S T R I 36. CbL Atvinnubœyting eða afturför, Atburðir þeir er gerst haía og eru að gerast hér á landi, hljóta óhjákvæmilega að leiða af sér allmikla breytingu á atvinnu, vegum landsbúa eða drepa fram> faraviðleitni síðustu ára í kalda kol. Einkum mun tollstefna sú er tekin var fyrir á síðasta Alþingi verða þar þung á metum, þar sem með henni er tollað alt ætt og óætt, nauðsynlegt og ónauð^ synlegt og hvað þyngstur tollur legst á ýmsar bráðustu nauð, synjar manna, alla þungavöru. Það er eins og rauður þráður í lögum þessum, að haga tolli ákvæðunum svo að þau verði sem verndartollur erlends iðnaðar og atvinnu gagnvart hérlendri; þannig eru t. d. tunnustafir toll< aðir með 3 aurum á hverju ten» ingsfeti, en tómar tunnur með 50 aurum hver 50 kílógr. — Senni, lega til þess að landinn þurfi ekki að lifa af tunnusmíði, og svo er um margt fleira. — Lítur helst út fyrir að vort háttvirta Alþingi gangi þess dulið, sem þó er löngu orðið viðurkent, hjá nágrannaþjóðum okkar, að öfl- ugur innlendur iðnaður er máttug stoð til auðs og velsældar. Og þrátt fyrir ræktarleysið og kuld> ann frá háltu löggjafarvaldsins, sem lagt hefir udj okkar litla innlenda iðnvísi hlýtur að því að reka bráðlega, að við fetum í fótspor hinna stærri og þroskaðrj þjóða. Reynsla síðustu ára bendir á það, að þrátt fyrir fámennið skorti vinnu fyrir alla, svo það verður allra þjóða ogeinstaklinga boðorð: Starfaðu svo þú fáir brauð. Lífshvötin herðir á boðorði þessu og misgerðir við það koma niður á feðrum og afkomendum í marga liði. Við íslendingar þurfum því að fá meiri vinnu inn í landið til þess að geta lifað sæmilega. Og að þvíjþurfa allir að styðja. Það er svo margt sem vér kaupum af öðrum þjóðum, sem vér gætum unnið hér heima, að okkur þart ekki að skorta brauð fyrst um sinn vegna atvinnuleysis. En því miður virðist þjóðin jaln andvaralaus í því að efla sinu eigin frama og þingið, og það jafnvel svo að menn kaupa heldur lélegan erlendan iðnað en góðan innlendan. Og forlög ofmargra iðnfyrir- tækja vorra eru þegjandi vottur um ræktarleysi vort við það heima>unna, En þójðin þarf að muna hið fornkveðna: >Holt es heima hvat<. Ella er afturförin auðsæ, Z. Isafjörður og nágrenni. Silfurbrúðkanp héldu hér 5. þ. m. ingunn Jónsdóttir og Guðm. Sn. Björnsson trésm. — Láðist að geta þess í síðasta blaði. Giftugar. Nýgift eru hér: Brynhildur P. Maack og Jón B. Eyjólfsson gullsmiður. Einnig Matthildur Lýðsdóttir og Jón S. Edwald verslunarstjóri. Ti úlofuð eru hér Sigrún Júlíusi dóttir og Helgi Guðbjartarson verslunarm. Mikil réttarhöld standa hér yfirj þessa daga út af túnmálinu svokallaða (um eignarrétt bæj< 1 arins eða Tangsverslunar yfir svonefndu Riistúni hér). Setudómi ari í málinu er Guðm. Björnsson sýslum. Pípugerðarmenn tveir komu hingað með Floru og dvelja hér nokkra daga við pípugjörð, svo almenningi gefst kostur á að sjá og reyna verk þeirra. Pípur þessar, sem fást at öllum stærðum, hafa mjög rutt sér til rúms sunnanlands og standa að engu að baki erlendum pípum, en eru mun ódýrari. Flora kom hingað 12. þ. m. og fór aftur að morgni þ. 13. Með henni var hinn mesti fjöldi farþega. Þar á meðal Hjalti Sigurðsson verslunarm. og Jón Geir Jónsson kennari. Kr. H. Jónsson ritstjóri brá sér héðan með skipinu til Rvíkur. Auk hans fóru héðan: Björn Sigurðsson bakastj. og frú, Richard Torfason bankabókari og frú o. fl. Útbreiðslufund héldu temph arar hér í fyrra kvöld. — Aðah ræðumaður var sr. ÞórðurÓlafs1 son á Söndum. Göturnar í bænum hafa nú fengið töluverða endurbót, — einkum hefir Fjarðarstræti verið tekið til bænheyrslu. Tíftarfar gott undanfarið. Aili kvað nú vera allgóður á báta hér norðanvert í Djúpinu. Smokkfisks hefir hvergi orðið vart enn, að neinu ráði. Látinn er nýlega sfra Jóhann Lúther Sveinbjarnarson á Hólm> um í Reyðarfirði, fyr prófastur í Suðurmúlaprófastsdæmi. Hann lést af afleiðingum af slagi er hann fékk í fyrra, og lét þá af prófastsstörfum. Hann mun hafa verið hátt á sextugs aldri. Ekkja sfra Jóhanns er Guðrún Torfadóttir frá Flateyri í önund: arfirði. Aðvörun. Síðasta þing afgreiddi lög um ettirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra og er það vel farið, því engin vanþörf er á að gætt sé lít3 sjómanna, að því leyti er í mannanna valdi stend- ur. Hve langt þessi lög ná er er mér að vísu ókunnugt, en nauðsyn væri á að til væru lög er legðu þyngri kvaðir á þá menn, / sem trúað er fyrir tormensku á ■ þeim fiskiskipum sem nú eru mest notuð, mótorbátunum. Nú má heita að hverjum angurgap> gapanum sétrúaðfyriríormensku, án þess einu sinni að grenslast l eftir því hvort viðkomandi hafi gripsvit, hvort hann sé svo < drykkteldur að hann sitji sig I aldrei úr færi með að ná í vín o. s. frv. Hér fer á eftir stutt ágrip at sjóferð héðan úr bænum og er hún birt hér til aðvörunar. 7. ágúst sfðastliðinn fékk Magn< ús Hannibalsson fyrir Tangs-* verslun hér, lánaðan mótorb. »Hekla<, því að bátur sá er hann var formaður á, en versl. unin átti, hafði laskast eitthvað, svo hann var ekki terðafær. Hvort sú löskun hefir stafuð af einhverju líku og hér fer á eítir skal eg láta ósagt, en enginn getur gert að hvað í hug flýgur. Magnús fór á sjóinn nefndan dag, ásamt mér og þrem öðrum mönnum. Þegar við komura út í Sundin skifti Magnús vöktum og átti ég að vera fyrir annari vaktinni og hafa með mér tvo menn, sjálfur stýrði hann hinni. Að vöktunum skiftum sagði Magn> ús okkur hinum að fara að sofa og geturn vér því ekki at ferðinni sagt fyr en ég vakna, en það var með þeim hætti að ég hrökk upp í rúmi mínu við þann dómadags gauragang, að að ég hélt að allt væri um koll að keyra. Eg beið ekki boðanna, hljóp upp, lít í kring um mig og sé þá nokkra menn írammi á bát mínum og skip fyrir staíni. Verð ég þá þess var að menn-» irnir frammi á bátnum eru flúnir trá skipi sínu til að forða lífinu. þegar ég hefi athugað ástand bátsins og sanntærst um að honum er engin hætta búin, fer ég að svipast að Magnúsi for- manni og manni þeim er með honum var, því ég sá þá hvergi; og datt mér þá ekki annað f hug en að þeir heíðu báðir dottið fyrir borð við áreksturinn. Loks fann ég aðstoðarmann Magnúsar sofandi í lestinni á bátnum og Magnús í vélarrúminu á bekk, og fékk ég eigi vakið hann fyr en ég hafði ýtt alihart við honum og dregið hann otan af bekkm um og vissi hann þá ekki meira um hvað að höndum hafði borið en hann hefði komið úr öðrum heimi. Eg tór þi að leita frétta hjá aðkomumönnum, og sagðist þeim frá á þessa leið: Fyrir hér um bil tveim tímum kom mótorbátur brunandi með fullri ferð og tór sítelt í stóra hringi (Hekfa er hverf) í kring um bát þann er þeir voru á (Svend) og bjuggust þeir við árekstri þá og þegar, en gátu ekki atstýrt honum, þar eð blæjalogn var en bátur þeirra vélarlaus og allþungur í vöfum. Engan mann sáu þeir af Svend á Heklu, sem skiljanlegt er af áður sögðu. Loksins rakst Hekla á Svend í einni hringferðinni með fullum hraða og braut hann all> mikið^ Þeir á Svend töldu víst að leki hefði komið upp á honum og yfitgáfu hann þegar, sömul. hafði sprungið borð ofantil f Heklu. — Það sem ég græddi á sjóterðinni var það, að ég sem eigandi Heklu fékk að borga allar skemdir á báðum bátunum. Verslun Leonh. Tangs vísaði frá sér, og af formanninum var ekki ert að hafa. Hversvegna Magnús og mað. urinn sem með honum átti að hafa vöku, ekki gátu haldið sér vakandi, væri nógu fróðlegt að láta þá sjálfa gefa skýringu á. Lárus Marísson. Lútlnn er á heilsuhælinu á Vífilsstöðum Indriði Indriðason (trá Ballará) er lengi var miðill f Rvfk. Indriði sál var hinn besti drengur og ávann sér hyll; allra er hann þektu. Bómarl í gjaldkeramálinn, í stað Magnúsar Guðmundssonar sýslum. er beðist hafði lausnar, er skipaður Sigurður Ólafsson sýslum. í Kaldaðarnesi. Vonandi bindst því bréðum endi á þetta leiðindamál. Barnakennari óakast um tvo mán- uðl. Semja verður við Síra Kjartan Kjartansson á Stað f Grunnavík. „Den norske Fiskegarnsfabrik" Christiania, vekur ettirtekt á hinum alkunnu netum, síldarnóium og herpi- nótum sfnum. Umboðsmaður fyrir ísland og Færeyjar: Hr. Lauritz Jenscn, Enghayeplads Nr. 11, Köbenhayn T.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.