Vestri


Vestri - 12.10.1912, Blaðsíða 2

Vestri - 12.10.1912, Blaðsíða 2
V E S T R I 40 \6L 13^ þrungnar afleiðingar það hefði, að ríkiseiningin var rofin. En þegar þessi breyting hafði á orðið áður en nefndin var skipuð, hver getur þá undrast þótt ráðherra íslands sem talsmanni íslendinga tækist að fá þessari kröfu fram gengt í nefndinni? Já, jafnvel hin góðgjörnu og ógætilegu orð hins látna konungs á Kolviðarhóli í ísiandsförinni (»bæði ríkin mín<) verða að skoðast og að nokkru leyti að afsakast frá því sjónarmiði er með þessu hafði verið bygt og sem hafði gert konunginn hið eina tákn ríkiseiningarinnar. En hár í Danmörku gera menn sér varia fulla grein fyrir hve mjög þessi konunglegu hátíðarummæli, sem reyndar enginn ráðherra bar beina ábyrgð á, hafa verið notuð eg misnotuð á íslandi til þess að telja Friðrik konung VIII. sem ótrauðan forvígismann íyrir rétt arkröfum sjálfstæðisflokksins ís- lenska. í fyrirlestri um »sigur sjálfstæðisstefnunnar«, þar sem hinn byltingagjarni fradikale) ísl. rithöfundur, Onðm. Hannesson prófessor, í vor dróg upp drættina í stefnuskrá hins nýja íslenska sambandsflokks, benti hann á, hvernig það að mikiu leyti væri að þakka* þessum ummælum konungs að krafan um fullrétti íslands, sem ríki með ja urétti við Danmörku, hefði uáð fylgi allra fiokka. Hann benti nefni- lega á, að jafnvel igoyvarkröf- unni um að ísland yrði fullvalda konungsríki tekið dauflega og með efa á íslandi. Heimastjórn arblaðið »Reykjavík« kallaði það jafnvel >hreinasta humbug, já, sem hreint og beint tilraun til sjálfsmorðs, ef Island með þess 80,000 íbúa vildi tylla sér upp sem ríki<. En, bætir Guðm. Hannesson prófessor við, »5 sjálf stæðisblöð bundust þó þegar 1907 fyrir þessari kröfu »og kon- ungurinn sjálfur sló á sjálfstæðis> strengina og talaði á Kolviðar- hóli um bæði* ríkinc. Já, í grein í Isafold 17. júlí hefir sami Guðm. Hannesson sagt hreint og beint að konungur hafi með þessum orðum »kórónað verkið« og borið ríkiskrötur sjálfstæðisflokksins til sigurs. Á líkan hátt skrifar Jón Ólafsson ritstjóri 24. júní 1911 í grein: »Konungur viðurkenrsir startsemi Jóns Sigurðssonar, í .til- etni af vingjarnlegu símskeyti frá konungi á aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar: »Það er reyndar engin tilviljun að viðurkenning og réttur skilningur á Jóni Sigurðssyni, kemur fyrst tram frá konungs valdsins háltu af munni þess konungs, sem íyrstur kaliaði Is- land »ríki sitt< (í ræðunui á Kol viðarhóli — »bæði ríkin mín<). En einkanlega eru þó þessium- mæli konungs, meira eða minna í sambandi við líísstarf hins látna konungs, notuð á þessu síðasta ári aí blöóum sambandsflokksins, til þess enn á ný að ákalla stuðm ing konung^ við sjálfstæðiskröfur Islands. Og hið fyrverandi stjórn' arblað, »Ingólfur<, gleymdi ekki að vekja eftirtekt á, hve mikla þýðingu það hefði fyrir Islendinga að hraða sér meðan þéssi góði konungur lifði: »at honum mætti vænta »tulikomins stuðnings< til þess »að Islandi gæti hiotnast raeiri þjóðréttindi og álitlegri að' staða eu nú<, og það væri »mjög óhyggilegt að treysta því að Island ætti jaínan þeirri hamingju að íagna að eiga slíkan konung sem uú<. En þetta að Friðrik konungur þannig 1907, bæði af hálfu Is- lendinga og Dana, ver settur fremstur til tryggingar því að þau heilu og hálfu Ioforð. sem gefin voru við konungsheimsókm ina á Islandi, yrðu uppfylt at nefndinni, hlaut að leggja höft á hana. Inokkrum minningarorðum yfir hinum látna konungi í Gadá Magasin (júníhefti) hefir þáverandi forsætisráðherra og formaður miililandanefndarinnar, J. C. Ckristensen. upplýst um að kon> ungur hafi persónukga haft áhrif á hina dönsku meðlima, meðan nefndin sat að störfum, og eggjað þá á »að fara svo langt sem unt væri. Hann vildi gjarnan ganga til móts við hina islensku þjóð< Hvort konungur á sama hátt hefir reynt að hafa áhrif á hina íslensku meðlimi. sem að eins gerðu kröfur en gáfu enga ívilnun, eru því miður engar upplýsingar um. En eftir að það þar ofan í kaupið hefir sýnt sig hve illa Islendingar launuðu konungi þessa fyrirhöfn ætti slíkt ekki að endurtakast. Kommgur á ekki, meðan á samm ingum stendur, að notast af öðrum málsaðila gegn hinum, oghin nýja nefnd á að geta gert athuganir sínar, án nokkurra áhrifa annar f staðar frá Nefndin ætti því að | vera skipuð alveg án nokkurs sambands við hina fyrirhuguðu konungsheimsókn álslandi, annað hvort fyr eða síðar, en helst fyr’ Hvað að öðru Ieyti skipun þessarar nýju nefndar snertir, þá ættr hún alls ekki eins og síðast að vera skipuð þingmönnnm eim um. Þessi hugmynd hefir þegar komið fram úr áhrifaríkri átt. I Tiden 5. júní þ. á. segir J. C. Christensen þingmaður um vænt> anlega skipun nýrrar Islands1 nefndar: >Ef til vill ætti slík nefnd að vera skipuð dálítið á annan hátt en 1907—’o8, um það viljum vér ekki segja neitt ákveð ið, en vér hötum heyrt einstakar uppástungur um að það ætti ekki að vera útilokað að aðrir en stjórnmálamenn væru með. Þetta mætti íhuga<. Þótt þingmaðurinn tali hér mjög varlega er auðheyrt að þessi hugmynd hefir fylgihans. Og þessar uppástungur eiga ekki einungis að íhugast heldur takast til greina þannig, að ef nefndin ekki að þessu sinni, írá dönsku sjónarmiði, hefir þá þekkingu á sambandi Islands við Danmörku, sem vér eigum völ á —, þar er því miður ekki um auðugan garð að gresja — þá mun slík ný nefnd sem þekkingunni er með vilja bægt. frá, við það að hún er að eins skipuð innan þings, ekki geta búist við tylgialmenn- ingsálitsins þegar hin útilokaða þekking síðar gerir afrek hennar að umtalsefni með óháðri gagm rýni<. * * * Eins og menn sjð, er grein þessi skrifuð í því skyni að spilla fyrir kröfurn íslendinga hjá Dönum og bó einkum til aðvörunar fyrir kon- ung tii a.ð vara hann við, að láta sanngjarnar kröfur vorar hafa áhrif á hug sinn. fykir honum sem íslendingar liafi snúið á Dani í hinum fyrri samningum og eggjar Dani á að gæta sin betur. Grein þessi er líka sérstaklega skrifuð til þess að henda á, að Knud sjálfur sé ómissandi í nefndina, — hann er auðvitað þekkingin sem hann er að tala um og hótar hann öllu hörðu ef sér verði bægt frá. Það hefir aldrei leynt sér að ísiand á engan verri mótstöðumann í Danmörku en Knud Berlin, og hefir hann jafnan frá því fyrsta reynt að spilla fyrir málum vorum, eftir því sem líklegast hefir sýnst til árangurs í hvert skifti. En það þykjumst vér vissir um, að vilji Danír búa vel við íslend* inga mega þeir ekki tefla Berlin mjög fram. Breyting á bæjarreglugerðinni er nauðsynleg. Bæjarreglugerðio er víst að mörgu orðin úrelt og á eítir tímanum, og þarfnast endurskoð unar. Sérstaklega rekur maður augun í eitt atriði, sem þart að breyta bráðiega og ætti að vera gert iyrir löngu. Það et" breyt' ing á tölu bæjarfulltrúanna. Fyrst þegar bærinn tékk kaupstaðar* réttindi var tala fulltrúanna hin sama og nú er — 6 —, auk oddvita. Það er samá tala og í hreppsnefndum í stærri sveitum. Ætti ekki að þurfa að taka það fram hve stört bæjarstjórnarinnar eru umsvitameiri nú en þá. íbúai talan hefir s xtaldast á þessum tíma, og lög og tyrirskipaDÍr Jeggja alt af meiri og meiri störf í hendur bæjarstjórnarinnar. Þeg' ar svona táir fulltrúar eru verða þeir að vera í svo og svo mörgum netndum í senn. Stundum eru þeir líka fjarver* andi, eða torfallaðir, eins og ger> ist, og geta ekki allir sótt fundi. Og að sjá 3—4 menn sitja á bæjarstjórnartundi og ráða fram úr þýðingarroiklum málum er hlægilegt í jatn stórum bæ. Því verður heldur ekki neitað að ýmislegt er það í stjórn bæj' arins sem betur mætti fara. — Einkum er ljósleysið í bænum hvimleitt og óhafandi, því þessi ljósker sem fyrst var byrjað að kveikja á nú í byrjun október «ru vægast talað mjög léleg. — Þarí nauðsyulega að viuda bráð> an bug að því, að útvega upp^ lýsingar um hvað raflýsing bæji arins rayndi kosta, því sú hugsun að raflýsa bæinn liggur, í lottinu og hlýtur að komast til tram. kværada fyrst auðvitað til umtals í bæjarstjórninni — áður 011 langt um líður. En iivað sem þessu líður, þá var erindi mitt í biekbyttuna að þessu sinni það, að spyrja bæj> arstjórnina hvort ekki myndi nauðsynlegt að fjölga bæjartulh !, trúunum a. m. k. um 2, svo þeir ) yrðu 9 með oddvita, eins og nú er á Akureyri. Þessi breyting á bæjarreglugerðínni þarf ekki sámþykki alþingis til að verða að lögum, að því er mig minnir, heldur að eins staðfesting ráð> herra, svo að Iangan tíma þarf þetta ekki að taka til þess að komast í framkvæmd. 10. okt. 1912. Bœjarbúi. Símfregnir. Ofriðuriun á Balkansk ga. Svartfjallábúar (Montenegrobúai ) og Tyrkir hafa átt miklar og rnanrn skæðai orustur krÍDg um landa- mærin og hafa Svartfjallabúar tekið kastala af Tyrkjum. Aðrir ná> grannar Tyrkja hervæðast í óða ónn, en ekki hefir lent í neinni höfuðoiustu enn þá. Talið er víst að milliganga störveldanna verði að engu liði og ófriðurinn brjótist út meðal flestra Balkanríkianna. Katrín Dallioff símastúlka 1 Reykjavík varð nýlega bráðkvöád. Bruní. Hús Guðm. Eggers sýslum. á Eskifirði brann nýlega með öllu innanstokks til kaldra kola. Húsið var váti ygt en innan- stokksmunir ekki og varð því eigandi fyrir mjög miklu tjóni. Sýsluskjölum hafði þó tekist að bjarga. Popps versluM á Sauðárkrók er seld Höpnersverslnn á Akureyri. Bátur fórst á Steingrímsfirði fi. þ. m. með 4 mönnum. Form. var Sigurður Kárason úr BoIung> arvík. Hinir mennirnir voru: Sæmundur Benediktsson úr Bol> ungarvík, roskinn maður, Jón E. Magnússon, UDglingspiltur úr Stein> grímsfirði og Halldór Jónsson bóndi á Miðdalsgröf i Tungusveit. Tíðin hefir verið rosa> og rigningasöm alla þessa viku.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.