Vestri


Vestri - 10.07.1915, Blaðsíða 2

Vestri - 10.07.1915, Blaðsíða 2
102 VESTRI 26 bL Innlendar símfpegniv. 5. júlí. í’iögmálafundur Reykjavíkur var haldinn í gærkveldi í barnaskó)a« garð'num. Fundarstjóri Magnús Eínarsson dýraiæknir og skiifari Sig< urður Jónssou barnakennari. Ræðumenn: þingm. báðir, ráðh., Sig. Eggeiz, Grisii Sveinsson og Bjarni frá Vogi. />ar var samþykt með yíirgnæfandi meirihl. atkv. tillaga ,i þessa ieið: Fundurinn þakkar ráðherra og þeim mönnum sem unnið hafa að því að bjarga stjórnarskrármálinu og telur fyrirvara alþingis full- nægt með staðfestingarskilmálunum. Fundurinn lýsir einnig fullu t.rausti sínu á ráðhena. Þingmálafundur i Hafnaiíirði hófst ki. 6 í gærkveldi og slóð til ki. 12, án þess nokkrar samþyktjr yiðu þar gerðar. Fundinn sóttu ýmsir Reykvíkingar, þar á rneðal ráðh , Sig. Eggeiz og Sv. Björnsson. í kvöld verður þingmálafundur á Akranesi. Þangað fóru til að verða við íundarhaldið: ráðh., Sig. Eggei z og Sveinn Björnsson. Alþingi verður sett kl. 12 á miðvikud. Sr. Eggert Pálsson á Bieiðabólstað pródikar. 7. júlí, Þinginálafundinum í Hafnarfirði iyktaði þannig, að borin var upp svolátandi tiílaga frá Sigfúsi Bergmann: Um leið og fundurinn lýsir fullu trausti á þingmönnum kjördæm* isins felur hann þeim, fyrir kjördæmisins hönd, að ráða fram úr því, hvort fyrirvara slþingis er fullnægt með staðfestingarskiimál' unutn. Tillagan samþykt rneð 30 alkv. gegn 13. Um 100 kjósendur á fundi. A Akranesfundinum var samþykt svolátandi tiliaga: Funduiinn iýsir ánægju sinni yfli staðfestingu stjórnarskrár og fána og kann þeim mönnum þakkii-, er unnið hafa að lausn þess. ara mála. — Jafnframt álítur fundurinn uppijóstrun tilboðanna ósamboðna þingmönnum þjóðarinnar. Tiliagan samþykt með 20 atkvæðum gegn 4. Mikill kvenréttindafögnuður verður í Reykjavík í dag. Dagskráin er þannig: Konungi sent símskeyti. — Kl. á1/^: Konur safnast saman í barnaskóiagarðinum og gaDga þaðan í skrúðgöngu, með lúðrasveit í broddi fylkingar, t.il Áusturvallar, sem er allur fánum skróyttur. — Kl. 6: Nefud 5 kvenna færir alþÍDgi ávarp, — Sungið kvæði eftir Guðm. Magnússon. — Rakin stutt saga kvenréttindahreyíingarinnar hér á landi. — Sungið Eidgamla Ísaíold. — Ræðuhöld. — Lesið upp ávarp tii alþ. og símakeytið til konungs. — Sungið kvæði eftir Maríu Jóhannsdóttur. — Ki. 9: Konur safnast saman í stóra sal Iðnaðar- mannahússins, — Borðhald, ræðuhöld og frjálsar skemtanir. Verkmannamál. 1. í meira en háifa öid hefir sú spurning verið uppi í flestum löndum Norðuráifunnar, hve mikla hiutdeild verkamaðurinn ætti að eiga í arði vinnu sinnar. — Elstu verkmannafélögin eru svo að segja jafnaidra þessari spurningu. Og þó að starfsemi þeirra megi þakka stórmikla. byltingu til bóta á rétti og kjörum verkafólks — verður það ekki dulið, að margir gáfumenn og einlægir mannvinir efast um að úr spurniogunni verði ieyst á viðunandi hátt með því atvinnm skipulagi sem nú tíðkast. í>að er síteit áhyggju og íhug- unarefni margra mætra mann< vina víðsvegar um iönd, hvað gera megi og hvað hægt sé að gera, tii þess að heíja hinar lægstu stéttir mannféiagsins, skapa þeim þroskameiri og víði sýnari hugarheim og tryggja stöðu þeirra til aimennrar vel líðunar — að svo miklu leyti, sem í mannlegu valdi stendur. — þeir sjá að þröngsýni og úrkynjun fjöldans er stærsta bölið, það er sá Niðhöggur, sem nagar allar rætur undan Yggdrasil þjóðanna. Mestu menningarþjóðirnar hafa líka sífelt verið að setja hjá sér fleiri og fleiri öryggisráð gegn þassum voða; t. d. með því að borga alþýðu eftirlaun, tii þess að tryggja betri líðan í elli, og einnig sjúkdóma- og slysatryggi ing. En þótt þessi ráð hafi gefist vel í framkvæmdum og spái öliu góðu, er það samt álit flestra manna að þau nái of skamt. Skilningur verkafólks á umbót- unum hefir ekki orðið samterða aðgerðum löggjafans. Jafnhliða þessari vernd löggjafans hafa verkamenn fengið goidið mikið meira kaup en áður íyrir vinnu. Ottast með góðu samkomulagi á báðar iiliðar: milli vinnuveit* enda og verkmanna. Og stundutn hafa þeir áunnið kauphækkun með samtökum sínum gegnvinnu« veitendunum — verkföliunum. Víða um lönd hafa verkamenn fengið setta gerðardóma til að jafna allan ágreining út af vinnu — og hafa þeir oft orðið til stór- mikils gagns. — Þá hefir ekki minni breyting orðið á skipuiagi verkmanna. Samstarf og samtök var þeim í fyrstu alveg óþekt. Þar sem vinnuleysi var gekk hver fram fyrir annan til þess að bjóða vinnu sína — og kaupið var oft híð geðþekni vinnuveit< enda. Nú eru vekmannasamtökin stærsta félagsstórveldi heimsins. Sýna brösur þær er staðið hafa milli verkmannaogvinnuveitenda nú síðustu árin, aðverkmöunum hefir vaxið svo ásmegin að auð- valdið gerir ekki betur en hafa í fullu tré. Nær því hvert ein- stakt verkmannatélag á sjúkra- og slysasjóð og verkfailssjóð og auk þess eiga sambandsfélögin, sem venjul. er eitt í hverju iandi, öfluga sjóði, sem einkanlega eru ætlaðir til stuðnings kröfum verkmanna. í hvert skifti sem verkfail er hafið, með samþykki landssambandsins, sem krafist er tii þess að tryggja réttmæti verkfallsins, standa verkaraenn sem einn maður, og eiga vísan stuðning samherja sinna í öðrum iöndum. Stundum leggja sam< herjarnir niður vinnu til þess að reyna að þvinga vinnuveitendur til að ganga að kröfum verk- manna, og alt af er sent stórfé land úr landi til þess staðar, þar sem verkfallið stendur yfir. Sevn dæmi um samúðarverkföll má nefna hafnarverkföíiin í hitt eð fyrra, sem urðu samtímis í mörg< um hafnarborgum Evrópu og í Vesturheimi. Var það gert til stuðnings kröfum hafnarverk^ manna í Lundúnum. Félagsskapur verkmanna byggt ist á því, að íélagsheildin og hugsjón hennar sé rétthæsta og helgasta boðorðið. Fyrir því verður hver einstaklingur að beygja sig. Um verkföll er venjulegast 2/1 atkv. áskilinn, en í öllum öðrum málum einfaldur meirihluti. Hver sá sem brýtur samþykt félagsheildarinnar eða ljóstrar því upp, sem leynt á að fara, er áiitinn ófriðhelgur. Hann er bannfærður um alt samneyti og stuðning télaga sinna. Er sú bannfæring eogu áhrifaminni en pátabannfæringarnar forðum og kjósa því flestir að sýna heldur futla hlýðni. — Flest þessi atriði hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi hér á landi. Er hér að eins drepið á þau til skilningsauka. Gefst máske síðar tækifæri til að víkja nð þeim nákvæmar. í næsta kafla verður wkið að kaupgjaldi verkmanna hér. A. Híhmæðraskólinn á Isafirði, Skólinn var stofnaður 1912 fyrir forgöngu kvenfél. Ósk og tók til starfa þá um haustið í september. Tilgangur skólans er sá >að gera stúlkur þær, er hann sækja, að dugandi hús< mæðraeínum og auka þekkingu þetrra í öllum þeim störfum, er fyrir koma á almennu heimili.< Kent er þar bæði til munns og handa. Verklega kenslan: Matreiðsla, bökun, niðurtuða, þvottur og meðferð hans, ræstun herbergja, saumur o. fl. Munn- leg kensla: Næringarefnafræði, hjúkrunarfræði, búreikningar, út< reikningur fæðis (reiknuð hlutföil næringarefna) o. s. frv. Kenslan stendur yfir frá kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Verkum er skift þannig, að námsmeyjum er skipað í 6 flokka, tveimur í hvern. Er þeim ætlað sitt verkið hverj- um. Sumar vinna húsmæðrastörf, aðrar elda mat o. s. frv. Kl. 8 er borðaður morgunmatur, kl. 8x/2 til 9 unnin morgunverk, kl. Q — 9^/2 sagt fyrir verkum og teknar uppskriítir, kl. 9V2—1^/2 búinn til miðdegisverður, 1 — 2V2 UPP‘ þvottur og ræstuo, kí. 3 kcfífi, kl. 3V2— 6 bókleg krnsla og saumur, 6— 7 undirbúningurundir kvöldverð, kl. 7 kvöldverður, störíum lokíð kl. 8. Aðsókn að skólanum hefir verið svo mikil, að miklu fleiri hafi sótt en húsnæði hefir leytt. Próf er haldið að loknu hverju námsskeiði að viðstöddum p.ót- dómurum, sem í öðrum skóium. Hafa nú útskritast þaðan 72 hús» mæðraefni, 58 úr ísafjarðarsýslu, 5 úr Strandasýslu, 3 úr Húna< vatnssýslu, 1 úr Reykjavík, 1 úr Eyjafjarðarsýsiu, 1 úr Árnessýslu og 3 úr Þingeyjarsýslu. Forstcðukona skólans er ungfrú Fjóla Stefánsdóttir. Hún hefir numið húsmæðrafræði á Ankersi hus á Sorö í Damnörku. Hún er eini fastikennarinn við skólann, en auk hennar eru tveir tímai kennarar: ungfrú Lovísa Markúsi dóttir kennir saum og ungtrú Guðrún Tómasdóttir ljósmóðir kennir hjúkrunurfræði. Skólinn byrjar 16. september. Stendur fyrra námsskeiðið yfir til 14. janúar, en hið síðara frá 16. janúar tii 14- naf. Óhætt mun að fullyrða að skólinn hefir unnið sér hylli þau ár er hann hefir startað, og áreiðanlega mundi mönnum fiun: ast skarð fyrir skildi, ef hans misti við, sem vonandi kemur ekki til. — Ungum konum er eigi síður nauðsynlegt að læra matreiðslu og heimilisstjórn, en munnleg fræði. En þeim skólum er slíka mentun veita fjölgar nú óðum, svo full þörf er á að hafa að minsta kosti einn húsmæðra- skóla hér vestanlands. Kona. Hm Harald liárf'agra. Frá< sagnir Heimskringlu og annara fornrita vorra, heitir ný bók um 10 arkir að stærð, eftir Eggert Briem frá Viðey. Ræðir bókin um rættindi óðaisbænda í Noregi

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.