Vestri


Vestri - 10.07.1916, Blaðsíða 2

Vestri - 10.07.1916, Blaðsíða 2
102 VfiSTRI 26. bt vellinga að minsta kosti, er heítt ing vatnagangsins þar eystra, sem nú er að gjörspilla iilómleg- ustu héruðum sýslunnar. Eftir því sem merkum Rang- velling (Þórði í Hala) segist frá í Lögr., eru 14 jarðir þegar komnar í eyði, sökum vatnai ágangs úr Markarfljóti, og fimm hreppar sýslunnar liggja undir stórkostlegum skemdum af hálfu Þverár. Fé hefir verið veitt af þinginu til þess að varna þessum spellvirkjum og hefir víst all- mikið unnist með Markarfljót, en hin áin hetdur áfram á eyði' leggingarbraut sinni. Enn má nefna það, að margir þar eystra hafa nú mikinn hug á hafnarbótum í Þorlákshöfn. Hvort sem nokkuð verður úr því ráðabruggi, sem þar er á seyði, með varanlega hafnarbygging, þá er það víst, að útvegurinn þar bíður mikið tap við að ekki kemst þar upp vélbátahöín, að þvi er kunnugir fullyrða. Og nú virðist einmitt hafin hreyfing þar eystra til þess að greiða fyrir þessu rnáli, en jafnframt því slegið f baksegl með járnbrautarmálið. En það liggur i augum uppi, að hvað sem þessum hatnarbóta- hugleiðingum þar lfður, þá eru hin tvö málin aðal framtiðarmál þessara sýslna. Hér skal ekkert út í það farið, sem virðist þó meira en auka atriði, að úr sumum sveitum annarar sýslunnar mun nær jatn langt að brautinni, sem ætlast er til að liggi um mitt héraðið, eins og til Reykjavíkur, né það, að þessi samgöngubót mundi hjálpa Reykjavík til þess að eyðileggja alveg verslunarstaðina þar eystra. Ennþá er og ekkert það komið fram í málinu, sem sýni það, að bifreiðar geti eigi fullnægt vörui flutningi austur iyrst um sinn. Um járnbraut norður um land, sem sumir hafa i huga, gildir hið sama og hér hefir verið sagt, að því viðbættu, að það steypti landinu í þær skuidir, sem það setti örðugt með að standa straum at, og aðrar nauðsynlegar frarm kvæmdir yrðu algerlega að sitja á hakanum. Um hafíshættuna tyrir Norður- landi, sem margir hyggja næga hvöt til þess að leggja járnbraut frá Rvík til Akurayrar, er það að segja, að engin sönnun er fyrir því að ekki megi ott kom- ast i gegnum isinn á litlum hrað- skreiðum strandferðaskipum, jafn- vel þótt talin séu hatþök at landi aó sjá. ísland er eyland, langt frá öðrum Jöndum; þvi má ekki gleyma, þess vegna verður að keppa að því, að Iandið geti sjálft tekið aI sér allar gufuskipa* ferðir til útlanda og kringum atrendur iaadains. Fyrsta sporið er stigið með eimskipunum tveimur, Gulltossi og Goðafossi, en skipunum þarf að tjölga. Strandferðirnar verður að bæta að miklum mun frá því sem nú er. Þrír til fjórir strandbátar þurfa að ganga kring um landið, en stærri skipin flytja vörifr frá útlöndum til Rvikur. Bifreiðar þurfa að ganga um öll stærri héruðin upp frá hafnarstöðunum. Vöruflutningabifreiðir taka sífeld* um framförum, og má vænta þess að þær verði við okkar hæfi að mörgu leyti, og enganveginn er sannað ennþá að þær muni ekki fullnægja samgönguþörfinni á Suðurláglendinu í. náinni fram- tíð, hvað þá annarstaðar á landi inu. Og enginn kann að segja hvað framtíðin ber í skauti sér í þessu efui, virðist mjög sennilegt að þessi samgöngutæki taki stór* bótum frá því sem nú er. En lagning járnbrauta og rekst* ur þeirra og viðhald fer að öllum líkindum stórum hækkandi úr þessu. Eini hugsanlegi ljósdep** illinn i járnbr.m. er, ef kleiit skyidi reynast að nota fossafl í stað kolaafls, hér á landi. En um það er ekki vert að spá neinu. Nú sem stendur er mest deilt um það hvort veita skuli fé á næstu þingum til áframhaldandi rannsókna og undirbúnings undir járnbr.lagning austur. Og við því verða kjósendur að segja stopp, áður en það er um seinan (þing og þjóð orðin ánetjuð 1 járnbrautarmálinu og geta ekki snúið til baka). ísafjörður. STertubirgðlrnar hjá „Nirði* sagðar svo óhemju mikiar, að engin von sé að þrjóti m. k. þetta árið. í síðasta blaði flytur hann langa meðmælagrein með A listanum (Heimasfjórnariistanum) og er ekki spar á svertuna, sem haim þeytir af hendi og vill nú klína á Hannes Hafstein, en hún vill ekki skilja við ritstjórann og situr þar blýföst. Síðast í greininni gefur hann út skipun (frá stjórnarráði sínu?) um að snerta ekki A listann. Ó, já, hefir nóg mannáráð, karlinn! Likiega heflr Njörður með þessari ritsmíð sett, hvíta gjörð á döKkleita hópinn sinn, til aðgreiningar fyrir þá sem alt rann í svarta móðu fyrir og gátu ekki aögreint litina. Nýr Télbátur.sem Fxigg heitir, kom hingað s 1. flmtudag. Bátun inn er vandaður eikarbátur, 27 smálestir að stærð með 48 hesta Alphavél, Eigandi versluDarstjóri Kaxl Olgeirsson, en formaður Bene* dikt Jónsson, sem kom hingað á bátnum frá Fredrikssund í Dan* mörku. Síldvelðín. Norskt gufuskip, „Garðar", heflr tvívegis komið irm hiugað með góðan afla, 2—300 tn. í hvert sinn. — Bátarnir héðan eru nú óðum að halda til veiða þessa dagana. *Freyja,‘ kom inn í nótt rneð um 100 tnr. af síld. Jón í*. Ólat’ssðn trésmiður ætl* ar utan nú með Bofniu til eftirlits með bátsmíði í Fredrikssund. Of frekt íarið. 111 yar þím fyrata ganga, og muuu fleiri eftir fara. Harðar saga og Hólmverja. Þegar Njöi ður skaut höfðinu inn i heiminn spáðu því vitrir merya og framsýnir, að þar væri vágestur á ferðum., Ekki vegna þess, að það væri ekki meira en sjálfsagt að svonefndir sjáifstæðismenn í hóraðinu hefðu sitt eigið málgagn, og heldur ekki vegna þess, að menD óttuðust áhi if Njarðar á úrslit mála eða illmæli hans og fáryrði, sem allir kunnugir vissu fyriifram að ausið yrði á báða bóga, því á slíku viiðist enginn skortur hjá honum né dýrtíð, enda líklega af engu öðru að taka. En það eru skemdaráhrifln, sem slík blaðamenska (ef rétt er að kalla slikt stóiyrða og staðleysu* svartnætti því nafni) heflr á hugar. far þeirra, sem miður eru greind gæddir eða þekkingarlitlir eru, sem hljóta að verða góðum mönnum áhyggjuefni. Svo að segja hvert tbl. Njarðar, sem enn heflr út komið, heflr verið ágætt sýnishorn þess hvernig blað má ekki vera. Jafn sjálfsagt sem pað er og í alla staði réttmætt, að halda fram málstað sínum með rökum og deila á andstæðinga sína, jáfn óiéttnxætt er hitt og ílestum mönnum ósamboðið, að hlaupa fram hjá öllum rökum, en í þess stað )áta renna í stríðum straum* um illmæli og fáryvði til andstæð* inga sinna. * Slik aðferð skapar svo mikið óheilnæmi í öllum efnum, að hún verður ávalt sinn eigin dómari. Fó í bili kunni að mega blekkja þá allra fáfróðustu kemur það í koll þeim, er slíkri aðferð beita, þegar tii lengdar lætur. En þó eru til þeir svartnættis. menn, sem trúa á blekkingarnar og haida dauðahaldi í þá trú. — Þegar einn lopinn þiýtur er byrjað á öðrum. Alt af sami blekkingar* vefurinn. Ekki eru þessir menn allir með sama marki brendir fremur en aðrir menn, en tvö einkenni hafa Þeir sameiginleg: á þeim öllum er soramark svartnættisins, og alt af koma þeir fram sem alþýðuskjall* arar, án þess að leggja nokkuð til framkvæmda henni til hagsbóta. Hinu gleyma þeir aldrei, að of. enkja þá, er standa í v«gi fyrir hlekkingum þeirra. Fað verður þeirra hlutverk. Bess vegna eru slíkir menn og blöð alþýðu hvervetna vágestir. Allir góðir menn gera BÓr að skyldu að forðast leiðsögn eða samblendni slíkra gesta. Og menn spyrja hver annan með forundrunarsvip, þrátt fyrir alt og alt, er það mögulegt að fógetinn okkar eigi aamband við slíka menn, og útbússt.jóri íslandsbanka haldi um stjórnvölinn? Vondur félagsskapur svertir æt:l. Símlregnir (Eftir skeytum t.il Mbl.), í st.uttu máli er hér gefinn út- dráttur af viðureigninni síðastl. viku. Orustan á vestri vígstöðvunum aldrei ákafari en nú, og Þjóðverjar yflrleitt farið halloka. Sérstaklega heflr viðureignin verið hörð mi'li Somme og Ancre og alla leið að Gommecour, sem er fyrir norðan Ancre. Hafa Frakkar sótt fram og tekið skotgrafir Þjóðverja á 7 milna svæði og hafa lengst komist 2 kílómetra fram fyrir fyrstu varn- ariiuu Bjóðverja. Samkv. skeyti I dag hafa Frakkar unnið enn meira á umhvorfis Sommerljót og höfðu þó Bjóðveijar búist þar um ram- lega. — A vinstri hlið Fi akka heflr her Breta sótt fram og orðið vel ágengt. Hafa þeir tekið þorpin La Boiselle og Fricourt, og einnig þorp- in Seri a og Montaubau í nánd við H'ebuterne. Voru Bretar búnir að umkringja þorpin Gommecourt og Beaumont Hamel er opinberar tilk. bárust siðast, og síðan heflr bandai mönnucn áunnist enn meir, þrátt fyrir hraustlega vörn Þjóðverja. Fluglæki beggja hafa verið mikið á ferðinni. Rússar hafa tekið Kolomea. Khöfn 8. júlí: Bandamenn sækja fram á öllum vestri vigstöðvunuxn. Frakkar hafa tekið 20 þorp. fjóðverjar og Austurrikismenn hörfa á eystri vígstöðvunum í átt« ina til Kolski og Chattoiisk. Khöfn 9. júlí: Bandamönnum miðar hægt áfram á öllum vestri vígstöðvunum og hafa tekið 16000 fanga. Skeyti til Rvíkurídag: Frakkar hafa unnið mikið á hjá Somme. Rússar hafa handtekið 30,000 Austurrikismenn og sækja fram hjá Riga. Sir Roger Casement heflr verið tekinn af lífl. Iioftskeytastöftln. Ráðherra hefir nú í utanför ainni samið við Marconifélagið um byggiDgu loft- skeytastöðvar hór á landi, og ór búist við að byijað verði á því verki nú í sumar. Umboðsmaður Marconifélagsins hór á landi er Hallgrímur Benediktsson umboðs- sali.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.