Skólablaðið - 15.11.1907, Page 2
82
SKÓLABLAÐIÐ
því, en ekki á móti, að börnin fái
grundvallaratriðin í þessari fræðslu,
sem annari í barnaskólunum, enda þótt
sum þeirra gangi á æðri skóla síðar.
Ungmennin munu eigi fá svo mikið
af þarflegri þekkingu, að þau verði ó-
móttækileg fyrir aðra meiri.
Þegar þess er ennfremur gætt, að
barnssálin er bljúgasti jarðvegurinn
fyrir öll lífsfræ, sem bera eiga ávöxt
í lífinu, — þá ætti það að vera Ijóst,
að í barnaskólunum — að ógleymd-
um heimilunum — ætti þeim fyrst að
vera sáð.
Mjer dylst það ekki. að su mót-
bára komi fram, að námstími í barna-
skólum sje stuttur og námsgreinar
svo margar, að ógerningur sje að
fjölga þeim. Jafnvel sje svo takmark-
aður tíminn, að sleppa veiði öllu
nema því allra nauðsynlegasta; velja
að eins þær námsgreinar sem gefa
mestan arð á stystum tíma, en fella
hinar burt.
Eg játa, að þessi ástæða er á nokkr-
um rökum bygð, og er það ætlun
mín, að margir mundu skoða hana
sem rothögg á þessa nýju fræðslu,
ef ekki væri hægt að víkja henni und-
an því.
Allir munu telja það kost á hverri
fræðslugrein, að hún innibindi í sjer
eða komi við sem flest, því með því
má fella burt sjerstaka námsgrein, en
taka hana aftur upp sem þátt úr ann-
ari skyldri henni. A þenna hátt teng-
ist hvert fræðikerfið við annað, og öll
fræðslan verður samantengd heild.
Þannig er einnig bindindisfræðsl-
unni farið, hana má kenna án þess
að fjölga námsgreinum og án þess
að missa tilfinnanlega tíma frá öðru.
Hvort sem kend er siðfræði eða heilsu-
fræði, getur fræðsla um áfengi og
bindindi verið einn þátturinn, og það
er mín skoðun, að þann veg beri að
velja; (fer hún saman við tiltögu stór-
stúkurinar, sem birt er hjer að fram-
an). Og hvaða kennari mun kenna
svo mannfræði, að hann kenni eigi
grundvallar-atriði heilsufræðinnar?
Eg get búist við, að sumir hefðu
litla trú á þessari kenslugrein, sem
bæði væri innlimuð í aðra og væri
ekki meiri fyrirferðar.
Til þess liggja þau svör: Fyrir það
fyrsta að fullkomin trygging fyrir á-
vaxtarríkri kenslu er ekki fengin, þó
að einhver námsgrein sje kend sjer-
stök, heidur þvert á móti á að tengja
það saman, er saman getur átt. Ein-
angrun námsgreinanna er eitt af því,
sem ofmikið hefir viðgengist í barna-
skólum ; oft kent i mörgum »númer-
um«, sem hcjði mátt hafa í einu;
kenslan sunduriausir fróðleiksmolar,
er alt samhengi vantaði og ofvaxið
lítt þroskuðum börnum að tína sam-
an; árangur því ekki eins mikill, og
hann hefði getað verið og tíma-
eyðsla óþörf.
í öðru iagi fer árangur hverrar
kenslu ekki eftir því, hve mikið er
kent heldur, hvernig kent er, — og
í þriðja lagi meðan ekki eru betri
námsbækur til notkunar í fræðslu um
áfengi í barnaskólum, og kenslutím-
inn er eins takmarkaður og hann er
víða, meðan hefi eg besta trú á fyr-
irkomulagi því, sem eg held fram.
Og gagn gæti orðið að því; á því
er enginn efi.
Vitanlega er alt undir kennaranum
komið, en varla er ofætlun, að hver
kennan leysi þá fræðslu, — eigi síð-
ur en aðra, — viðunanlega af hendi,
og sje sjálfur fyrirmynd í þessu efni;
á það ber að leggja áherslu.
Ef svo æðri skólarnir taka við af
barnaskólunum í bindindisfræðslunni,
þá er það fullkomin sannfæring mín,
að fækka muni sárin á íslenska þjóð-
líkamanum, og að því ættu allir að
starfa; nóg er af meinsemdunum samt.
Ólajur Ólafsson
kennari.
FYRSTI KAFLI.
Röðunar- og gönguæfingar.
A. Röðunarœfingar.
6. gr.
(Frh.) tjölgun
9. Tvískifting.
Skipuri: Skift í — tvent!
Hægri »hliðarmaður« lítur snögt til
vinstri og segir: Einn! Næsti maður
gerir eins og segir: Tveir! Sá næsti
segir aftur: Einn ! og hinn : Tveir! og
svo koll af kolli, þar til röðin er búin.
10. Tviröðun.
Skipun: Tvíröðun fram !
Hægri »hliðarmaður« stendur kyr. All-
ir hinir gera »hægrihring« og mynda
tvær raðir, þannig að allir, seni sagt hafa:
Einn ! ganga hæfilega þjett saman í beina
röð og þeir, er sagt hafa: Tveir! skipa
sjer að baki þeirra, eins og áður er nefnt.
Sje þá eitt skref milli raða.
11. Einröðun á ný.
Skipun : Einröðun fram !
Hægri hliðarmaður stendur kyr. Hinir
allir gera »vinstri« hring og ganga á
sinn upphafl. stað aftur í einni röð og
rjetta því næst röðina ir.eð því að líta
til hægri (eins og í »röð iiægri«).
Aths. Til þess að flýta fyrir má skifta
liði í tvo jafna flokka skipunarlaust og
láta þá fylkja sjer strax í tvær raðir, er
skipað er: / tveim röðum — fyiking!
Aðeins ber að gæta, að raðir sjeu rjettar
og hæfilegt millibil.
12. Raðir fluttar ár stað.
Skipun : Opnið raðirnar — þram !*
*)' Skipuniti: Fram! og þram! er notuð
til skiftis - eftir atviljum í stað erlenda
orðsins marsch.
Fremri röð stendur kyr. Aftari röð
gengur rösklega 4 skref aftur á bak (byrjar
með vinstra fæti) og stígur svo vinstra
fæti að þeim hægri og raðar sjer — til
hægri.
Eigi að skipa röðum í sama horf og
áður, er
Skipun : Lokið röðunum — fram !
Aftari röð gengur 4 stutt skref áfram
og stígur vinstri fæti að hægri. (— Gá
verður að því að koma aftur á sinn rjetta
stað í röðinni. —)
13. Raðir »opnaðar« til hliðar (er hver
stendur að baki annars í hvorri röð).
Skipun: Til hliðar — þram!
Hver röð byrjar með »ytra« fæti og
stígur eitt skref til hliðar (og lagfærir röð-
ina áfram). Svo má skipa:
Skipun : Saman — þram!
Raðirnar byrja með »innra« fæti og stíga
saman aftur.
14. Myndun fjögurra raða.
Tvífylkingu er tvískift («skift í tvent«),
og raðir þvínæst opnaðar.
Skipun : Annarhver út — þram !
Allir þeir í báðum röðum, er sagt
hafa: »Tveir« ganga tvö skref afturábak
og stíga fótum saman.
Skipun: Annarhver inn — fram!
Þeir sem »úti« eru, ganga á sinn stað
aftur í tveim stuttum skrefum og lagfæra
röðina (til hægri).
7. gr.
Raðir fluttar ákveðinn skrefajjo/aa
(dæmi).
15. Úr »hliðar-röðun.r.
a. Eitt (tvö, þrjú) skref — fram !
Eitt (tvö, þrjú) skref afturábak —
þram!
b. Eitt skref til vinstri (h.) — þram !]
c. í-hring, eitt (tvö, þrjú) skref —
fram ! (eða : afturábak — þram!
d. í-hring, opnið raðirnar, — þram!
e. Rhring, opnið raðirnar, annarhver
út — þram!
f. Vinstri (h.) — hring, eitt (tvö, þrjú)
skref — fram! (eða: afturábak —
þram!)
g. Vinstri (h.) — hring, ti) hliðar,
annarhver út — þram!
16. Úr »framröðun.«
h. Eitt (tvö, þrjú) skref — fram! (eða
a. b. þr.!)
i. í-hring, eitt skref til vinstri (h.) —
þram!
j. Vinstri (h.) - hring, eitt (tvö,
þrjú) skref — fram ! (eða: a. b.
þram !)
k. Vinstri (h.) — hring, opnið rað-
irnar — þram!
l. Vinstri (h.) — hring, opnið raðirn-
ar, annarhver út — þram!
17. Úr »framröðun« með opnar raðir og
annanhvern úti.
m. Vinstri (h.) — hring, annarhver
inn, lokið röðunum —- þram! —
Aths. Allar ganghreyfingar byrja með
vinstra fæti. -- í æfingum þessum eru
»aðvörunarorðin« mörg, — en skipunar-
orðið aðeins eitt. Verður að tala hin