Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 21.04.1908, Blaðsíða 2
22 SKÓLABLAÐIÐ um og stæla viljann til þess að taka þátt í þeim. Auk þess að Schröder var mjög þekkingarauðugur maður, sjerstaklega í sagnfræði og bókmenta- sögu, hafði hann áhuga mikinn á öllum verklegum og efnalegum fram- förum þjóðar sinnar, í stuttu máli: öllu því, er aukið gæti sjálfstæði Dan- merkur, andlegt líf og þjóðarfarsæld. Og þessi mikli áhugi Schröders á því að vera meðs^arfandi í öllu því, er laut að velterð ættjarðarinnar, gerði mjög mikið að því að leggja sjer- kennilegan blæ yfir skóla hans. Sambandið milli hins verklega þjóð- fjelagsáhuga Schröders og háskólans var það, að fyrst og fremst bjó þessi þrá og hvöt í hans eigin brjósti, og svo lærði hann það æ betur og bet- ur af reynslu í þeirri kennarastöðu, er hann gegndi, að það sem hjer var einria mest áríðandi, var það, að ung- ir menn og konur, er þangað komu, fengju að vita það skýrt og ótvírætt, að verklegt líf yrði að fara samhliða hinni andlegu mentun, ef nokkurt agn ætti að verða að mentuninni. að þurfti að vekja hæfileika þeirra, þroska áhugann í öllu því, sem er mannlegum áhuga samboðið, glæða hjartalagið fyrir öllu því, er þjóðfjelag nefnist og fósturjörð, auka þróttinn og framkvæmdaþrána og efla viljann til göfugra dáða og nytsamra starfa, en fyrst og síðast til dáða og starfa fyrir sína eigin ættjörðu. Schröder var sjálfur sjaldgæfur kenm- maður og áhugameiri flestum öðrum í öllu byggjandi og brautryðjandi starfi á fósturjörð sinni, og hann safn- aði einnig að sjer heilum hóp sam- huga manna, og stóðu sumir þeirra jafnvel á allra hæsta stigi mentunar og þekkingar og ættjarðaráhuga. Parf hjer eigi nema að nefna Paul la Cour, Henrik Nutzhorn, Paul Bjerge o. fl. Nú munu vera um 12—13 fastakenn- arar og kenslukonur við skólann. — Lýðháskólinn í Askov hóf starf sitt 1865 á litlum bóndabæ skamt tyrir austan Rípa, rjett við hin nýju sorg- legu landamæri, er Pýskaland hafði sett, og þar sem margra mílna löng röð af hvítum og svörtum stólpum stendur eins og síðasta hótun þjóð- verja gegn norðurlöndum. Skólinn lók til starfa í mjög erfiðum kring- umstæðum, og var alls eigi útlit á, að honum yrði lífvænt þar. Aðeins 7 ungar stúlkur gáfu sig fram sem nemendur. Og þó hafði skólinn ver- ið boðaður sem væntanleg vörn dansks þjóðernis, svo það skyldi eigi líða undir lok, — boðaður sem hluti nýs »Danavirkis«, er verja átti gegn nýrri limlestingu og fyrst og síðast styðja að því, að það sem mist var út á við, skyldi unnið verða á ný inn- ávið. Og svo koma aðeins 7 nem- endur, og kennarar vóru Schröder og hin göfuga og áhugasama kona hans, (Charlotte Wagner af ætt Luthers) og tuppáhaldsvinur Schröders, Nutzhorn, | fyrirtaks sögukennari og söngmaður ágætur. Hjer þurfti á öflugri ættjarðartrú.að i halda, þolgóðu dönsku skaplyndi — og allmiklu af norrænu giaðlyndi. Og öll þrjú vóru þau þessum guðagáfum gædd, en þó sjerstaklega Henrik Nutzhorn. Pau hjeldu því áfram í »von gegn von«, — og vonin brást ekki. — Fleiri og fleiri bættust við, jótar, og eybúar flyktust smánisaman að, og áhuginn og fögnuðurinn yfir þess- ari heilbrigðu sterku mentun jókst ár frá ári, og kennurunum fjölgaði. En komið nú og sjáið! Par sem áður var aðeins eitt bóndabýli, er nú feiknmikil þyrping af skólum, heilt skólaþorp! Par hittir þú fyrir þjóð- arháskóla, er þú í fljótu bragði átt- ar þig eigi á, ef þú ert eigi vel kunn- ur þessháttar skólasniði áóur. En dveljirðu þar um hríð og hiustir á kensluna, takir þátt f fundum og fyr- irlestrum og sjáir öll þau hundruð ungra karla og kvenna, sem eru nem- endur skólans, og allan þann fjölda gamallra og ungra, er sækja að skól- i anum og hinum opinberu fyrirlestr- um — og þá sjerstaklega að sumar- námsskeiðunum o. s. frv., þá kemstu fljótt að raun um, að hjer er rekið óvenjulegt menningarstarf, er hafa mun feikna víötæk áhrif, eftir því sem tímar líða. Og er þú einnig rekst á það, að þangað koma eigi ósjaldan háskólakennarar og æðri námsmenn, embættismerin og verslunarmenn, ann- aðhvort til að hlusta á eða til að halda fyrirlestra, þá mun þjer skiljast, að hjer er um þjóðarháskóla að ræða í fyllsta og allra besta skilningi. Hjer eru einstaklingar tengdir saman í eina þjóð. Hjer hittast gamlir og ungir, æðri og óæðri, lærðir og ólærðir, og skifta bróðurlega á milli sín hinni dýrmætu sameign: þekkingunni. Pannig var hin mikla háskólahug- mynd Grundtvigs, háskóladraumur hans, sem hann svo heitt og lengi bað stjórnina um að koma í fram- kvæmd. Schröder og meðstarf- endur hans hafa alt til þessa starfað best og fullkomnast að því að fram- kvæma hugmynd Grundtvigs. — Á liðugum mannsaldri gerðu lýð- háskólarnir Danmörkuað merku landi og dani nafnkunna víða um heim fyrir víðtæka þekkingu, dáð og dugn- að, Ludvig Schröder var höfðingi, sem öll norðurlönd eiga mikið að þakka. Hann fæddist 1836 og varð þannig 72 ára gamall. Fyrir 2 árum ljet hann af skólastjórn, og tók þávið J. Appel tengdasonur hans, en Scbröder ker.di þó áfram alt að síðasta degi æfi sinnar. Foreldrafundir. »Pað er svo margt, ef að er gáð, sem um er þörf að ræða«, hefir einu sinni sagt verið, og er það satt. Eitt er það, sem nýlega hefir verið skrifað um í Skólablaðinu, og er það »For- eldrafunöir.« Mjer datt margt í hug, þegar eg las þá grein. Sannarlega væri þess þörf, að foreldri eða aðrir aðstand- endur barna gætu haldið fundi með sjer og kennaranum í bygðarlaginu. Eg segi kennaranum, því það er mað- ur, sem altaf hefir nóg að ræða um við foreldri. Eg hefi nú verið lengi kennari í bygðarlagi, þar sem fastur skóli er, og fundið sárt til þess, hvað sjaldan eg hefi getað átt tal við foreldri barna, en þess þurfa kennarar; þeirra starf er þannig vaxið, og þeir eru menn sem hljóta og eiga að leiðbeina, ekki einungis hvað iærdóm snertir, heldur líka hvað uppeldi snertir. Kennarar eru menn, sem hafa mörg börn undir hendi og eiga við margt að stríða, ekki síst ýmislegt í fari barnanna, sem beinlínis stafaraf slæmu uppeldi. Pað er líka eðlilegt, að ým- islegt sje að, hvað uppeldi barna snertir, og mega foreldri ekki taka það illa upp, þótt menn fari að skifta sjer af því; nú eiga fleiri að hafa umsjón með börnum þeirra en áð- ur var, og ;r síst að furða, þótt kennarar verði margs varir, sem þeir vildu útrýma, en þeim ávinst svo lítið, ef ekki er hægt að tala við foreldrin. Kæru foreldri, sækist eftir að tala við kennara barnanna ykkar og fáið upp- lýsingar þær hjá þeim, sem þeir geta í tje látið viðvíkjandi börnunum ykkar. Eitt er það, sem foreldri hafa sýnt sjerstakt kæruleysi, í og það eru þær stundir, þegar skóli er settur 1. okt. á haustin, og eins þegar skóla er sagt upp á vorin. Eg hefi fundið sárt til þess að sjá ekki foreldri barna við slík tækifæri, því þá ætti hverjum kennara að vera Ijúft og skylt að vinna lítinn tíma að því að tali til foreldra ogbarna í sameiningu. Hvern- ig er þessu varið? Vita foreldri ekki enn, hvað skólar eða kensla hefir að þýða fyrir börn þeirra? Vilja foreldri ekki mæta með börnum sínum á slíkum hátíðlegum stundum sem við skólasetning og skóla uppsögn ? Eg man, þegar eg var barn, þá fundust mjerþetta svo hátíðlegar stund- ir, að eg gæti eigi gengið fram hjá þeim núna, þótt eg ætti ekkert við skóla. Jú, við skólasetningu mæta kann- ske 4 — 5 mæður, og eins þegar skóla er sagt upp, og eg hefi orðið var við það, að þaó eru oftast sömu mæð- urnar ár eftir ár. Ætli þær sjeu þær einu, sem skilja börnin sín og skól- ann? Eg veit ekki, og veit þó, að það er ekki, heldur er þetta komið upp í vana kæruleysisins. Eg þyki nú kann ske harðorður, en mjer finst, eg vera helst til vægur í orðum. Mjer finst menn vera svo sofandi fyrir því, sem verið er að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.