Skólablaðið - 15.05.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.05.1908, Blaðsíða 4
36 SKÓLABLAÐIÐ íslenskir kennarar! Konur og karl- ar! Eg hefi hjer gerst málshefjandi að einu helsta velferðarmáli þjóðar vorrar. Máli er þjer eigið að koma á framfæri og í framkvæmd. Eg verð því miður að játa, að eg hefi valið mjer tímann illa, þar eð eg hefi aðeins næturnar til ritstarfa nú sem stendur. En svo er mál með vexti, að nú er bráðum hver tíminn síðastur, er eg starfa að ritstjórn Skólablaðsins, og vildi eg því koma einhverju af helstu áhugamálum mín- um á framfæri, áður en eg skil við blaðið. — Byst eg við að fara af landi burt um óákveðin tíma í lok næsta mánaðar. — Hefi eg því ráð- jst' í að benda lítillega á aðalatriði máls þessa, þótt mjer á hinn bóg- inn sje fullljóst, að til þess þurfi rækilega umhugsun og mikinn und- irbúning. Vænti eg því þess, að þjer kennarar takið mál þetta til íhug- unar og meðferðar, og býst eg þá við, að það taki stakkaskiftum og nái þroska, og ákveðnum takmörk- um í meðferð yðar, þótt hratt og taum- laust sje úr hlaði riðið. Aðalatriðið er þó ætíð áhugi, er hvetur til framkvæmda. Og mín skoð- un ér sú, að betra sje að fara dá- lítið of geyst en að síga. Enda hef- ir mentamálahreyfing vor í svo lang- an aldur lötrað í hægðum sínum, að nú myndi óhætt að spretta úr spori, án þess að nokkrum þyrfti að ofbjóða. Eruð þjer ferðbúnir! Ríðum þá úr hlaði! Milli hafs og hliða- Ratða einars Pncratings á alþingi 1023 um þá málaleitun Olafs konungs Haraldssonar, að íslendigar gengi honum á hönd og gæfi honum Grímsey — er nýlega prentuð á brjef- spjald og kostar 5 aura. Útgefendur eru Snorri (Einarsson) og Rórður (Sveinsson) ungmennafjelagar í U. M. F. »Einar þveræingur« í R.vík. Áður hefir. »Gamli Sáttmáli« verið prentaður á brjefspjaldi. Ætti hvert ílenskt barn að kunna hann og ræðu Einars Rveræings utanbókar. Pað er nú hægur vandinn að ná í hvorutveggja — fyrir eina 10 aura. lfýr barnskóli á Ækureyri. Akureyringar ætla að byggja sjer nýjan barnaskóia, enda mun gamla húsið fyrir löngu of lítið. Kostnaður við bygginguna áætlaður 36,600 kr. að eld- færum undanteknum. Er búist við að nota miðstöðvarhitun. Kcnnarapróf var haldið við Flensborgarskólann 8., 11. og 12. þ. m. Prófdómendur voru:Jens prófastur Pálsson ogjón kennari Jónasson. 20 nemendur gengu undir próf og hlutu þessar einkunnir: í bókl. . f verkl. 1. Ásgeir Magnús,s. Ægissíðu Húnav.s. ágætl. -r- (5,67), dável + (5,33). 2. Bernh. Stefánsson Pverá, Öxnadal, Eyj.fj. dáv. (5,00), dáv. + (5,33). 3. Guðbjörg Kolbeinsd. Mástungu Gnúpv.hr. dáv. -h (4,67), dáv. -r- (4,67). 4. Guðrún Guðm.d. Patreksfirði. vel (4,00), vel (4,00). 5. Guðr. Jóhannsd. dáv. (5,00), dáv. (5,00). 6. Hallfríður Helgad. dáv. (5,00), dáv. (5,00). 7. Guðrún Sveinsd. Bjarnarst. hlíð, skagafj. vel (4,00), vel + (4,17). 8. Ingibjörg Jónsd. Háholti, Gnúpv.hr. Árness. dáv. (4,84), dáv.+ (5,17). 9. Jóhann Jóhs.s. Ytra Hvarfi, Svarfaðard. dáv. -r- (4,67), dáv. (5,00). 10. Lárus Pórðarson Reykhóium Barðastr.s. dáv. -f- (4,67), vel + (4,33). 11. Laufey Friðriksd. Húsavík Þing.s. dáv. (5,00), dáv. + (5,17). 12. Magnús Ág. Jónsson Hvanneyri Borg.f. dáv. (5,00), dáv. (5,00). 13. Móses Jónss. Keldum Mosfellssv. Gullbr.s. vel -f- (4,33), vel + (4,33). 14. Oddný Erlendsd. Breiðabólst., Alftaveri. dáv. -f- (4,67), dáv. (5,00). 15. Sigurbjörg Einarsd. Endagerði, Miðnesi. dáv. (5,00), ágætl. -7- (5,67). 16. Sigríður Björnsd. Miklabæ, Skagaf. dáv. (5,00), dáv. (5,00). 17. Sigríður Hermannsd. Lauganesi, R.vík. vel -j- (4,50), dáv. -h (4,67). 18. Sigurður Sigurðsson, ísafirði. dáv. (5,00), dáv. + (5,17). 19. Steingr. Árnason, Pverá Eyjafirði. dáv. + (5,50), dáv. + (5,50). 20. Porst. Friðrikss. Litlu Hólum Mýrdal. dáv, (4,84) dáv. + (5,17). Verkefni í skrifl.', úrlausn var trúar- bragðakenslan. Er þetta síðasta sinn, er kennarafræðsla fer fram í sambandi við gagnfræðaskólann í Flensborg, þareð kenn- araskólinn er nú fluttur til Reykjavíkur. Hefir kennarafræðsla þannig verið veitt í Flensborg full 17 ár og aðsóknin stöð- ugtaukist, aldrei verið eins mikil og í ár. Vonum vjer allir og óskum, að sívax- andit aðsókn og ástsæld fylgi kennara- skólanum nýja, svo hann verði þjóð vorri til hamingju og heilla, þótt sú sje skoð- un margra að betur væri hann settur, þar sem hann var, heldur en í R.vík. En nú tjáir eigi um það að deila framar. Kcnnarafundur Kiósar- 09 6ullbringusý$lu var haldinn í Flensborgarskóla sunnudag- inn 10. maí. Aðalumræðuefni var fræðslu- lögin nýju, og urðu talsverðar umræður um ýms atriði þeirra, og gaf ráðanautur landstjórnarinnar, Jón skólastj. Pórarins- son ýmsar skýringar og leibeiningar við- víkjandi fyrirspurnum fundarmanna og ýmsum atriðum fræðslulaganna. Rætt var um nýjar kenslubækur og leiðarvísi í kenslu samkvæmt fræðslu lög- unum, um uppsagnarfrest frá kennara- og skólastjórnarhálfu o. fl. Borið var undir álit fundarins uppástunga um styrktarsjóð kennara, og var því máli mjög vél tekið, þótt eigi yrði tími til umræðu. Var kosin nefnd íþvímáli: Jón skólastj. Pórarinsson, sjera Magnús Helgason, og Ogmundur kennari Sigurðs- son. Helgi Valtýsson talaði nokkur orð um nauðsyn á samstarfi meðal ísl. kennara og árangur af því. Stjórn fjelagsins endurkosin í einu hljóði: form. Ögm. Sigurðsson, gjaldk. Magnús Helgason, ritari Klemens kennari Jónsson. Jón Jónsson kennari og ritstjóri kosin fulltrúi fjelagsins á aðalfund kennara fje- lags Islands í næsta mánuði. Hrjcf til Skólablaðsins sem byrjað var á í síðasta tbl., er frá. Guðmundi Hjaltasyni; hafði gleymst að geta höfundar. Cíkamsmcntun kaupbætisrit skólablaðsins er nú sent öll- um kaupendum blaðsins, þeim er borgað hafa. Dráttur á þessu hefir stafað af því', að ritið lá margfalt lengur hjá bókbind- ara en búist var við, og eru kaupendur beðnir að virða það á betri veg. Vanskil á kaupbætisritinu og eins á blaðinu sjálfu eru menn beðnir að til- kynna afgreiðslu blaðsins tafarlaust. Barnaskóli ísfirðinga. Isfirðingar taka fræðslulögunum nýju með skörungsskap rniklum. Áttu þeir nýlegt skólahús með 6 kenslu- stofum. En nú hafa þeir ákveðið að stækka það svo, að þar verði 12 kenslustofur og að auki kennarastofa og safnherbergi, enn- fremur íbúð fyrir skólastjóra og dyravörð. Auk þess á að vera leikfimishús 25x14 álnir með nýtísku útbúnaði. Þá ætla þeir að hafa miðstöðvarhitun í skólahús- inu. Skólastjóri kvað eiga að hafa 1600 kr. Iaun og ókeypis bústað í skólahúsinu; 1. kennari 1400 kr., 2 næstu kennararnir eiga að hafa 1000 kr. hvor og 2 800 kr. o. s. frv. Auðsjeð er það, að ísfirðingar skilja, hver lífsnauðsyn það er að skólinn upp- fylli þær kröfur, sem til hans þarf að gera. Hún lítur auðsjáanlega svo á það, bæjarstjörnin á ísafirði, að það borgi sig illa að láta kennara skólans hafa svelti- laun, og sagt er, að hún sje éinhuga um það að gera skólann sem allra rausnarlegast úr garði. Óneitanlega er þetta myndarlega af stað farið af Isfirðingum og dréngilega ekið undir fræðslulögin, ein allra mestu lögin sem þjöðinni hafa verið sett. — Framtíð þjóðar vorrar er komin undir nýju kynslöðinni. Vjer megum ekki telja það eftir oss að reyna til þess að búa hana vel úr garði. (»Norðurlandið«) Utgefendur: KENNARAR FLENSBORGARSKÓLANS Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HELGl VALTÝSSON. Prentsrtriðja D. Qstfunds,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.