Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 2
SKÓLABLAÐIÐ 46 skólunum þyrfti ekki að verða tilfinnan. legur, þegar haft væri mötufjelag, og þeir gætu lagt með sjer allan algengan mat að heiman frá sjer. Og stúlkur þær sem dveldu á skólunum gætu að miklu leyti haft á höndum matartiibúning og framreiðslu. Svo við það yrði lítill aukakostnaður. Eg hef vitað unglinga- skóla hafa svona fyrirkomulag. Og það hefir orðið sú reyndin á, að fæðið hefir orðið mjög ódýrt á þennan hátt. Að endingu er það ósk mín og von, að hin uppvaxandi kynslóð, konur sem karlar, taki höndum saman um alt land til þess að koma málinu í framkvæmd. Og ef fjelagsandinn og viljinn er nógu sterkur, þá er sigurinn vís: Ef eitthvað skal vinna í einingu, þá við eigum að starfa og reyna að sameina krafta og sigrinum ná með sannleikans merkinu hreina. Og hærra! og hærra! sje heróp þess manns, sam hugsar að komast til framtíðar- lands. f Islands saga. Vjer íslendingar leggjum of litla rækt við sögu vora, sögur ættjarðar vorrar. Aðrar þjóðir láta kenna börnum sínum sögu ættjarðarinnar en vjer höfum eigi gert það. Guðmundur Finnbogason skýrir frá því í skýrslu um fræðslu barna og ung- linga veturinn 1903 — 1904 (Reykjavík 1905) bls. 15 að einungis 331 barn af 10710 börnum í öllum sýslum landsins hafi lært eitthvað í sögu, en 222 börn í fjórum kaupstöðum landsins. F*ar voru þá 1320 börn. Flest þessi börn iærðu almenna mann- kynssögu, því að í henni var til kennslu- bók þar sem ágrip af mannkinssögunni eftir Pál Melsteð er. , Pá sögu eiga börn hægt með að læra. Ágrip af sögu íslands eftir Porkel Bjarnason geta börn ekki lært. Pað er alt sundurlaust og í því er talið upp alt of margt til þess að það geti verið kenslubók. Mönnum var því vorkun. Pætti úr íslendinga sögu eftir Boga Melsteð ljetu sumir börn lesa, en af þeim hafa því miður að eins komið út 15 fyrstu arkirnar og útgefandinn virðist vera hættur við að gefa út alþýðubókasafn sitt. Síðan að stutt kennslubók í íslands sögu eftir Boga Melsteð kom út 1904 er mönnum engin vorkun. Öllum þykir sú bók góð, og önnur útgáfan er miklu betri en fyrsta útgáfan með mörgum myndum og uppdráttum, sem börn hafa tnjög gaman af. Síðan þessi bók kom út hafa líka margir tekið að láta börn læra íslands sögu, en því fer fjarri að það sje nógu alment enn. Hvert einasta íslen skt barn á að læra eittkvað i Islandssögu, og eigi þau mjög erfitt með að læra, þá má æfa þau í lestri með því að láta þau lesa í kenslubók í jslendinga sögu. Á þann hátt geta þau fengið dáiitla hugmynd um sögu lapdsins einkum ef kennarinn talar skynsamlega við þau um efnið. Sjerstaklega þurfa kennararnir að koma börnunum i skilning um tímabil sögunnar, og þá einkanlega um aðalskiftingu sögu vorrar, sem er glögg og göð í kenslu- bókinni: 1) ísland sjálfstætt ríki; ísland undir Norðmanna og Dana Konungum. Pá þarf að skýra fyrir börnunum að það hafi verið landsmönnum sjálfum að kenna, þegar illa hafi gengið. Peir hafi þá eigi verið vandaðir í gjörðum sínum, eigi framtakssamir nje duglegir. Á Sturlunga- öldinni hafi helstu höfðingjar landsins hugsað meira um hag sinn en velferð fósturjarðarinnar, og þvf hafi ísland mist sjálfstæði sitt. Framtíð landsins sje mest undir því komin, hve vandaðir og dug- legir, góðir óg vel mentaðir landsmenn verði. — í 3. gr. laga um fræðslu barna 22. novbr. 1907 er ákveðið að þau börn, 10—14 ára að aldri, er sótt geti fasta skóla, skuli þá öðlast fræðslu í sögu íslands. Petta er vel og viturlega ákveðið af landstjórninni og alþingi. En það ér eigi nóg, Mörg börn ganga aldrei í neinn skóla. Fyrir því þurfa allir, sem unna Islandi og íslensku þjóðinni, að hvetja menn alment til þess að Iesa ís- lands sögu á vetrum í heimahúsum. Pað er málefni sem hin lofsverðu ung- mennafjelög ættu að styðja. Pað er Pjóðernismáli Pað styrkir þjóðerni vort. — M o 1 a r. Margt hlýtur að koma í huga þeirra manna, sem eiga að hafa á hendi upp- fræðslu æskulýðsins. Allir menn vita, að þeir sem mest fást við þenna starfa, eru kennararnir. Eg efast ekki um, að því lengur sem þessir menn starfa, þess betur finna þeir, hvar skórinn kreppir að. Margt reyna þessir menn- og margt ber fyrir augun. Allir vita, hvað smámunalega þeim er goldið fyrir starf sitt, og er furða, að nokk- urir skuli hafa haft kjark og þrek til að lifa við slíkt; líklega er það bótin, að menn þessir margir hafa haft á- nægju af startinu, og þess vegna gef- ið sig að því og ekki gefist upp, þótt hungur og margskonar fátækt hafi herjað á þá. Egspyr: Hve nær skyldi þjóðin sjá, að með því að fara svona með kennarastjett sína drepur hún nið- ur áhugasamt og áríðandi starf: kenn- arastarfið. Pað er satt, að kennarar hafa litlu kostað til mentunar, hvað kénslustörf snertir, en til hvers hefði slíkt verið; við sjáum nóg af því. Pað eru margir menn, sem kostað hafa miklu til uáms og varið miklum tima af bestu árum æfi sinnartil undirbún- ings kenslustarfa, en hvað fá þeir sum- ir að launum! Jú, þeir flækjast horna landsins á milli, og hvergi fá þeir störf sín borguð svo, að þeir geti lif- að sæmilega. Pað þykir víst nóg sagt um laun og sult kennaranna, gkki er svo að skilja, að ekki sj^. hapgt að segja eitt- hváð það um núverandi kennarastjett, sem athugavert er. Það hlýtur hverj- ym alvarlegum hugsandí manni að vera raun að sumum þeim mönnum, sem hafa fengist við kenslu og ekki síst við kenslu æskulyðsins. Eg á við kennara, sem eru drykkjumenn og að ýmsu öðru leyti óreiðumenn. Skóla- nefndir — allar, látið ekki óreglumenn vera kennara æskulyðsins. Varið ykk- ur á hverskonar óreglumönnum og óorðvörum mönnum, þeir ættu aldrei að hafa óvita undir höndum. Munið það, að óendanlega ílt gétur af því hlotist. Petta vita nú allir, en það er eins og sumar skólanefndir sjeu ekki vaknaðar enn til fulls oggeti sagt skyrt og skorinort við óreiðumenn: við vilj- um ekki hafa þvílíka kennara. Pað er einhver sofandi, meinleysis roluskapur að geta ekki rekið slíkt af höndum sér. Betri enginn kennari, en siðferðislega spiltur maður. Eg býst við, að sumum þyki þetta hart, en ag held þessu máli fram afalvöru og mun ekki láta bugast, þótt reynt verði að kasta að mjer ónotum. Pá er að minnast á skólahúsin. Margir vita, hvernig þau eru. Flest af þeim eru ekki í nokkru því lagi, sem þau ættu að vera. Flest eru þau lítil og lágt undir Ioft, birtan ill og óhagkvæm. Oft er hrúgað í þessar kitrur fjölda af börnum, og geta allir skilið, hver hollusta slíkt er. Bekkir og borð eru að sama skapi og húsin. Oft hjálpar það börnum í skólum, hvað loftið snértir, að húsin eru mestu hjallar, og gýs vindur inn í þau frá öllum hliðum. Slæmt er samt, ef ekki er friður í þeim fyrir leka. Ofnar og um leið upphitun mun víða vera slæm. Skyldi það bæta úr loftskortinum hjá vesalings börnunum, þegar ofn skriflin í skólastofunum reykja miklu inn í stofuna.* Pegar þetta og annað eins á sjer stað, og engin hreyfing virðist ísum- um sveitum til að bæta úr þessu, hvað á maður að halda um slíkt? Hverskonar andlega og líkamlega kriplinga á hjeraðala? Sjá menn ekki hættuna, sem stafar af þessu, ef þetta er látið standa stundinni lengur. Fjallkonan hlýtur að líta döprum augum á þessa aðferð, að sjá unga syni sína og dætur settar til náms í slíkar svínastíur, sem sum skólahúsin okkar eru. Nú hljóta menn að vakna, þegar þeir sjá hvert stefnir. Ný lög komin, hvað uppt'ræðslu barna snertir. Skólar fyllast, en húsrúm vantar. Skólar mcga til að taka við þeim börnum, sem æskja að ganga í skóla og hafa nægan undirbúning. Eiga gömlu skólarnir að gilda enn? Nei, það sjá allir, ef slíkt verður, þá er stór hætta í vændum. Bændur, og hverju nafni sem þið nefnist, látið ekki fara með börn ykk- ar eins og miskunarlausir hrossaprang- arar fara með stóð sitt.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.