Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.07.1908, Blaðsíða 3
SKOLABtAÐlfc 4T Fyllist vandiætingu, þegar um bless- uð börnin ykkar er að ræða, iátið ekki misbjóða þeirra ungu sál Qg þeirra unga og óþroskaða líkama. Látið ekki kærulausa menn ráða þar, sem um slíkt velferðarmál er að ræða fyrir börnin, ykkur og þjóðina. Eg hef með þessu viljað vekja menn þá, sem ekki eru vaknaðir, segja þeim sann- leikann, til hvers sem það verður, og hvort mönnum líkar betur eða ver. Má vera, að einhverjir sem ráða miklu um þetta mál, heyri, og skilji, að hjer er ekki talað af öðrum hvötum en góðum. Lítum í kringum okkur og reynum að gefa nákvæmar gætur að skólahúsunum; munum við þá ekki sjá margt af þessu, sem á hefir verið minst! Jú! Reynum að burtrýma öllu iilu, en koma inn hjá oss öllu góðu og fögru. Kennari. Prá. Niðurl. — — — Seint um haustið var eg eitt kvöld á hjólreið með kunningja- stúlku minni í Álasundi. í því við riðum út úr bænum, mættum við hennj, Vinstúlka mín heilsaði, »Pekkirðu hana« sagði eg. »Já. Hún erfermingarsystir mín«. — — Við riðum mjög hægt, fast sam- an, töluðum ósjálfrátt lægra og hljóð- ara, er við fjarlægðumst bæinn og skarkalann Við fórum fram hjáhús- um, íólki, hestum og vögnum, án þess eg tæki eftir því. Eg heyrði og sá aðeins söguna, er hún sagði mjer: — — Pau höfðu alist upp í sömu götu og leikið sjer saman daglega. Hann var nokkurum árum eldri. Kát- ur og fjörugur. En heldurærslafeng- inn. Hún er fíngerð og blíðlynd og þoldi eigi hörku nje andstreymi. í leik tók hann altaf svari hennar og varði hana gegn árásum hinna barn- anna. Og þá hjengu augu hennar við hann, dökk og blæmjúk; og barns- ást og þakklæti ljómaði í þeim. — Pessi augu læstu sig inn að hjarta- rótum hans — eins og ástaræð móð- ur hans — svo hann varð stiltari og blíðari í allri umgengni. Hún tamdi villidýrið í honum. Með segulmagni augna sinna. En stundum, þegar fjelagar hans stríddu honum og kölluðu hann »stelpudint«, sleit villidýrið af sjer alla fjötra, og þá var hann oft vond- ur og harður við hana. En þegar augun dökku stóðu full af tárum, hver andlitsdráttur skalf og kiptist til í kvölum, og brjóstið litla ætlaði alveg að springa af harmi, - þá stóðst hann ekki mátið lengur. Augu hennar báðu svo innilega sárt, •að hann varð góður og blíðnr aftur. Svo fylgdi hann henni heim. Og í ganginum fyrir neðan stigann tók hann hana í fang sjer, kysti hana og sagði: «Pú mátt ekki véra reið við mig, elsku Dagný. Eg ætlaði ekki að segja það. — En strákarnir eru líka svo vondir. — Ætlarðu að fyrirgefa mjer, Pagný Iitla!« Pá losnaði sorgin í brjósti hennar við gleðina — eins og frosinn læk- ur við sólbráð. Hún vafði örmun- um um hálsinn á honum, grúfði höf- uðið að brjósti hans og grjet: »Æ — mjer þykir — þykir — svo vænt — svo vænt um þig — bar- asta þig — og það er — svo vont — og sárt — þegar þú ert — ert reiður — við mig!« — — Hann gekk í latínuskólann í Ala- sundi og tók stúdentapróf. Pau vóru daglega saman eins og áður. Ast þeirra óx og þroskaðist með þeim. — Pau vissu svo vel, að þau áttu sam- an. Allur bærinn vissi það líka. Hún fann, hve sálarlíf hennar þrosk- aðist og varð auðugt og fagurt við ást hans. Hann var henni hamingj- an og lífið. Alt í þessum heimi. — Svo fór hann til Kristíaníu og ætl- aði að lesa guðfræði. Kvöldið áður stóðu þau á »Útsjón- inni*. í síðasta sinn. Hann með brjóst- ið fult af ferðahug og framtíðarþrá. Hún með augun dökku full af tárum. Og nístandi sorg í hjarta. »Á hverju kvöldi skal eg ganga hingað uppeftir — og horfa út yfir hafið — og hugsa um þig — Og svo loksins — eftir langan — langan tíma — kemurðu aftur — og þá!« — Augun dökku urðu svört gegnum tárin. Hann þrýsti henni að sjer. Kysti hana og sagði hægt: »Máske líður vetur og vor, sem eg bíð, hver veit, máske sumarið og árs- ins tíð.« Og hún svarar með skjálfandi vör- um, og tárin hrynja niður eftir kinn- unum bleiku: »Pó kemurðu eitt sinn, það er sem eg veit, eg uni og bíð, það var mitt síðasta heit.« »Já, eg skal bíða þín, þó það væri til dauðans« segir hún og þrýsti sjer fast inn í faðm hans. — — — — í fyrstunni komu brjefin þjétt og títt, 2 —3áviku. Síðan varð lengra á milli. Hættu alveg með köflum. Og í sumarleyfinu kom hann ekki. — Hann þurfti að vinna fyrir sjer og fjekk góða atvinnu þar eystra. Svo hættu brjefin alveg. Pað leiö vetur og vor. Menn sögðu, að honum gengi vel. Hann hefði lokið guðfræðisprófi og væri nú orðinn aðstoðarprestur aust- ur við Moss. Og honum vegnaði vel. En hún, sem heima beið, gat ekki gleymt. Og hún hafði lofað að bíða. Kæmi ekkert brjef, þá hlaut hann að koma. sjálfur. Og augun dökku urðu svört við tilhugsunina. Allir kendu í brjósti um hana. En enginn þorði að segja henni það, sem allir kunnugir í bænum vissu. Nema hún. Að hann hefði verið trú- lofaður í hálft annað ár þar eystra. Og hefði gifst í haust. Menn vissu svo vel, að hún þoldi ekki að heyra það. Hún beið bæði vetur og vor. — Tvisvar. Þrisvar. Oft! Og nú kom vetur á ný. — — — — — Snemma nm vorið. Skógur- inn grænn. Hegg og eplatrje með fannhvítar greinar. Öll blóm í brest- andi hnappi. Vor og vaknandi líf, hvar sem augað eygði. Pá dó hún. Fimm dögum síðar sat eg á »Út- sjóninni« um miðdagsleytið og horfði ofan í bæinn. Eins og feiknastór svartur ormur hlykkjaðist mannfylking eftir götunum. Líkfylgd. Prír og þrír samhliða. — Fremst ökumennirnir með svarthjúpaða hesta sína fyrir líkvagninum. Á honum stóð kistan. Hulin blómum. — Blómum, — sem áttu að hylja lifsbraut hinnar látnu. — En urðu tíl þess — í mis- gripum lífsins — að hylja kistu hennar. Svo komu foreldri hennar og syst- kyni næst vagninum. Og meðal þeirra blikar sólin á hvítan kraga prestsins. — Par á eftir eru vinir og vandamenn. Og þvínæst fjöldi bæjarbúa. — Peim fanst, að þeir þurfa að vera með. í síðasta þætti þessa angurblíða sorg- arleiks, sem fram hafði farið fyrir augum þeirra. Frá upphafi til enda. Kirkjuklukkurnar hljómuðu frá turn- inum. Málmþungur niður fylti loftið sterkum hljóðbylgjum. Hver tónn fjell eins og eldheitt tár á hjarta mitt. Svo þögnuðu kirkjuklukkurnar. <T—¦*&- ~^^-^S) Frá ársfundi hins íslenska kennarafjelags. Ársfundur hins íslenka kennarafje- lags var haldinn 15. júní. Par gerðist þetta helst: 1. í fjelagið gengu 31 nýir fjelagar flestir þeirra, er tekið höfðu þátt í framhaldsmentun kennara á þessu vori. 2. Rætt um styrktarsjóð handa barna- kennururri. Pað mál var í vor borið npp á kennarafundi Gull- bringu- og Kjósarsýslu og þar kosin nefnd mauna til að búa það undir þenna fund. Sjera Magnús Helgason var máls- hefjandi og bar fram tillögur nefnd- arinnar, og var um þær gerð svo látandi fandarályktun: Fundurinn felur stjórn kennarat fjelsgsins að gangast fyrir því, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.