Skólablaðið - 01.08.1908, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.08.1908, Blaðsíða 3
láust að lausar kerrnarastöður hafa verið auglýstar þannig, að hvorki hefir verið skýrt frá launaupphæð nje lengd kenslu- tímans. í einni auglýsingunni eru boð- in fram ákveðin peningalaun, »og ókeypis húsnæði, Ijós og eldiviður«. Þar væri fýsilégt fyrir kennara að fá að vita hvort húsnæðið væri handa einhleypum manni eða fjölskyldu; fyrir suma gæti það rið- ið baggamuninn hvort þeir vildu sækja eða ekki. í fræðslulögunum er kaup kennara miðað við vikur, og væri því rjettara að gera hið sama í auglýsingun- um. Þegar kenslutíminn er miðaður við mánuði, þá er ekki vafalaust hvort átt er við vikumánuði eða almanaksmán- uði, þótt hið síðara muni að vísu vera lang tíðast. Enn er ónefndur einna lakasti gallinn á mörgum auglýsingunum í ár, sá galli, að umsóknir eiga ekki að vera komnar fyr en um miðjan ágúst, og það hjá sumum ekki einusinni til skólanefndanna sjálfra, heldur til umboðsmanns langt í burtu, sem ekki er fullvíst að hafi um- boð til að ráða kennarana, — gæti verið að hann ætti aðeins að vera milligöngu- maður — eða sje svo kunnugur að hann geti gefið þær upplýsingar sem óskað kynni að verða eftir. Petta má ekki svo til ganga eftirleiðis. Pað er svo hætt við að fastir kennarar við skóla geti ekki dregið sig eftir þess- um kennarastöðum, þótt þeir annars vildu skifta um stað, en að þeir verði helst til að reyna hamingjuna, sem af einhverjum ástæðum standa atvinnulausir á torginu fram eftir sumrinu. Að öðru leyti er það nóg efni í ritgerð að ræða um það, hvernig ráðningu kennara verði sem heppilegast fyrir komið. Hjer átti um- talsefnið aðallega að vera það, að brýna fyrir mönnum að hafa auglýsingar um kennarastöður sem greinilegastar; þær verða líklega hóti lengri fyrir það, en sá kostnaðarauki borgar sig. Kennari. Hrindisbrjefin. Rjett þykir að »Skólab1aðið« flytji erindisbrjef fyrir skólanefndir og fræðslunefndir. F*au bera það með sjer að »vandi fylgir vegsemd hverri«. Vegsemd er það auðvitað að vera kosinn í skólanefnd eða fræðslunefnd, °g vonandi er að þeir menn, sem hjeraðsbúar bera slíkt traust til, að þeir feli þeim umsjón svo þýðingar- mikilla mála eins og kennaramálsins, geri sjer alt far um, að leysa það vel af hendi. Erindisbrjef fyrir fræðslu- nefndir verður að bíða næsta blaðs, en hjer er: €rimli$brjef fyrir skólancfndir. Samkvæmt 32. gr. laga nr. 59, 22. nóvbr. 1907, um fræðsln barna, eru sett eftirrituð ákvæði um skyldur skólanefnda. SKQLABLAÐIÐ,: > ; V 1. gr. Skólanefnd hefir á hendi stjórn fræðslu- mála í sínu skólahjeraði undir umsjón og yfirstjórn stjórnarráðsins. Hún semur reglugerð fyrir barnaskóla hjeraðsins, og sjer um að hún öðlist samþykki yfirstjórn- ar fræðslumála. 2. gr. Skólanefnd ræður kennara skólans og sjer um að þeir geri skyldu sína; hún skal láta sjer ant um að ráða góða og vel hæfa menn, og skulu þeir, sem stað- ist hafa kennarapróf, jafnaðarlega vera iátn- ir ganga fyrir öðrum. 3. gr. í lok hvers skólaárs skal skólauefnd auglýsa, á hverjum tíma beiðnir um und- anþágu frá skólaskyldu eigi að vera til sín komnar. Undanþáguna veitir hún því aðeins, að fræðslu sú, er barnið fær utanskóla, verði jafngild þeirri fræðslu, er skólinn veitir. Hún skal sjá um að öll þau börn á skólaskyldualdri, sem ekki hafa fengið und- anþágu frá skólagöngu, sæki skóla hjer- aðsins. En vanræki foreldrar, eða þeir aðrir, sem börn hafa til frantfærslu, að senda þau í skólann hinn lögskipaða tíma, án þess að nndanþága hafi verið veitt, skal skólanefndin kæra brotið til sekta fyr- ir lögreglustjóra, og sjer um greiðslu sekta- fjárins til sveitarsjóðs. 4. gr. Skólanefndin skipar fyrir um próf barna í sínu skólahjeraði í samráði við prófdóm- anda þann, sem skipaður er af yfirstjórn fræðslumála, hún kænr til sekta þá sem án gildra forfaila vanrækja að senda börn sín til prófs. 5. gr. Það er skylda skólanefndarinnar að líta eftir því, að börn á námsaldri njóti full- nægjandi fræðslu á heimilum sínum í þeim fræðigreinum, sem að lögurr ber að kenna til 10 ára aldurs, og komist hún að raun um að kenslan sje ófullnægjandi, svo að líkur sjeu til. að eitthvert barn nái ekki fyrirskipuðu fræðslumat ki, ber henni að vanda um við foreldra eða aðstandendur barnanna, en reynist það árangurslaust, skal hún koma slíkum börnum fyrir þar sem þau fá nauðsynlega tilsögn. Svo skal skólanefnd og hafa gætur á framförum barna á skólaaldri, þeirra er ganga í skóla hjeraðsins, og komist hún að raun um, að eitthvert barn sje svo van- kunnandi, að sterkar líkur sjeu til að það nái ekki lögskipaðri knnnáttu áður en það er 14 ára fullra, ber henni að gera ráð- stafanir til, að lögð sje við það meiri rækt en áður, og má hún, ef nauðsyn krefur, kaupa handa því sjerstaka kenslu á kostn- að þess, sem barnið hefir tilj framfærslu, Hafi eitthvert barn, sem gáfnasvortur eða vanheilsa hamlar eigi, ekki náð hinu fyrirskipaða fræðslumarki við 14 ára ald- ur, ber skölanefnd að sjá því fyrir nægi- legri tilsögn, og láta það ganga til prófs uns það er fullra 16 ára. 55 6. gr. Skólanefndin hefir umsjón og eftirlit með skóla hjeraðsins, sjer um skólahúsið eða felur öðrum manni að sjá um það fyrir sína hönd. Hún annast að börnin fái nægilegar kensluþækur, og að fyrir hendi sjeu í skólanum þau kensluá-höld, sem fyrirskipað er að skólinn skuli hafa. 7. gr. Rað er skylda skólanefndarinnar að sjá um, að skólahúsið sé svo gott og hentugt, sem kostur er á, og að það fullnægi þeim kröfum um hollustuhætti, sem yfirstjórn- in setur. 8- gr. Aætlun um kostnað við skólahaldið ár hvert skal skölanefndin semja og senda bæjarstjórn eða hreppsnefnd í tæka tíð. Hún varðveitir fje það, sem veitt er til skólans, og hefir á hendi greiðslu þess til kennaralauna og annara þarfa skólans. 9. gr. Beiðni um styrkveitingu til skólans úr landssjóði semur skólanefndin á ári hverju og sendir til yfirstjórnarinnar ásmt þeim skýrslum og skírteinum, sem yfirstjórnin fyrirskipar, eigi síðar en 30. júní ár hvert. Petta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga í máli. í sjórnarráði íslands, n. júlí 1908- H. Hafstein. Jóh Magnússon. Úr brjcfi frá mcrkum prcsti. Fræðslulögin veit jeg verða að sumu leyti pappírs gagn fyrst um sinn, en upp úi þeim vona jeg þó að eitthvað spretti gott með tímanum, og að, sje farið að með lagi, vakni áhugi á því að gera eitt- hvað verulegt til að bæta úr ástandinu, sem nú er, og bæta það upp, sem mjer finst að fólkið hafi misst á síðari árunum. Jeg er vitanlega ekki bjartsýnn og þú munt kannast við að jeg á ekki gott með að sjá framfarir hjá almenningi, sem nokkru nemur þessi síðustu 20 — 25 ár. Mjer finst alt í sama fari um skrift og reikning, menn lærðu sama þá og nú (Nb, þar sem jeg var). góður lesari finst varla, móts við það sem áður gerðist og kristindómsfræðslan á heimilunum hafa farandkennararnir als ekki bætt; því er nú alveg slengt á prestana, og getur það verið gott þar sem fámennt er og sóknir ékki víðlendar, og áhugi vakandi hjá hlut. aðeigendum. Heimafræðslunni í kristin- dóminum hefur farið svo aftur, að jeg ber ekki annað við, nú orðið, en taka tossana heim, og hafa þá meira eða minna af vetrinum. Það er hægt hjer í fámenninu. Yfir þessu veit jeg annars að fleiri hafa kvartað en jeg, og bera sig illa út af því jafnvel þar sem skólar eru eða skólanefn- ur. Jeg vænti bótanna frá kennaramennt- uninni, þó jeg búist naumast við að lifa til að sjá ávextina eins og jeg óska þess og vonast eptir þeim, og hallast meir og meir að því að hvergi dugi annað en

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.