Skólablaðið - 15.09.1908, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.09.1908, Blaðsíða 2
66 SKOLABLAÐIÐ Slæmir eru óneitaulega þeir gallar, á daglegu einkunnunurr sem nefndir eru, en ótalinn er þó stærsti ókosturinn, sá ó- kosturinn, að þær eyðileggja kensl una. Kennarinn á að segja til 20 — 30 þörn- um í einu. Hann á um tvent að velja, að taka eitt og eitt barn fyrir í senn, og segja því til út af fyrir sig, eða þá reyna að hafa allan hópinn undir í einu, kenna öllum börnunrm í senn. Það leikur nú enginn efi á því, að því betur sem kennaranum tekst að kenna öllum hópnum í einu, því betur notast að kenslunni. Setjum svo, að honum lánist að tala svo við allan hópinn, sem eitt barn væri, — hvert barn hefir þá sömu not kenslunnar, eins og það hefði verið eitt hjá kennaranum. Kennarinn hefur þá sigrast á þeim annmarka, sem skólar þykja hafa að þessu ieyti um fram heim- iliskenslu. Pessi kensluaðfcrð þykir þvf heppileg í skólum, en hún er óframkvæðanleg og ómöguleg, ef kennarinn á að gefa hverju barni vitnisburð dags daglega. Pað sjer hver maður, þó að aldrei hafi hann kent f skóla. Rekur að því sem áður er tekið fram, að við kenslu er vitnisburðargjöfin fjar- stæða, vitleysa; en á þar móti heima við prófun barnanna. Hvaða vit er í því að gefa daglega vitnisburði fyrir lestur og skrift? Leikni barnanna í þessum greinum breytist ekki með hverjum degi. Þau verða því að fá dag eftir dag, og jafnvel viku eftir viku, sömu einkunn. Ætli það væri ekki eins heppilegt, að hlífa kennaranum við þvf ómaki að skrifa þessa vitnisburði upp aftur og aftur og dag eftir dag. Skólinn á að vera kunnugur heimilum barnanna, og heimilin eiga að vita, hvern- ig í skólanum gengur. En vrtnisburðar- gjafir dags daglega eru ekki vegurinn til að koma hinni æskilegu samvinnu á. Skólinn á að gefa börnunum hvöi til starfsemi og framfara, vekja ást á hinum andlegu fræðum og halda börnunum til ástundunar við skyldustörf sín og reglu- semi í því að nota tímann og hagnýta sjer þetta góða tækifæri sem býðst á æsku árunum til að búa sig undir lífið. En hann gerir það ekki með daglegum einknnum. f’vert á móti. Sá kennari, sem engin ráð hefur til að halda börnunum að námi önnur en þau, að ginna þau með hárri einkunn, eða ógna þeim með lágri, — á að taka eitt- hvað annað fyrir. Hann getur ekki verið kennari. Hvort sem þessi gamli siður: að gefa einkunnir, er skoðaður frá sjónarmiði for- eidra og aðstandanda barnanna, eða frá sjónarmiði barnanna sjálfra, eða kennar- anna, virðist síður en svo ástæða til að halda honum. T7, SiÉrlausir Jankar um uppeldi barna. I. Rað var einkanlega meðferðin á líkama unglinganna, sem eg ætlaði formálalaust að býrja á, líkamlegt uppeldi þeirra. Hver eru þau meðul, sem skólinn hefir í sinni hendi til þess að ala börn- in upp líkamlega? Pegar fljótt er yfir sögu farið eru þau þessi: Reglubundnir leikir, leikfimi, Slöjd.* Öl! þessi meðul nota góðir skólar dyggilega til þess að hafa heillavænleg áhrif á líkama unglinganna. En auk þ.ess er á margt annað að líta, margs annars að gæta til þess að líkamanum geti liðið vel, til þess að að hann nái fullum þroska og verði hraustur: Holt viðurværi, gott loft, góður aðbúnaður til fata og húsa, hreinlæti o. s. frv. eru hlutir, sem flest- ir munu kannast við, að unglingum eru nauðsynlegir, eigi líkamanum að líða vel. En ekki er þó svo að skilja að alt þetta sje veitt börnunum eftir föngum aðeins vegna líkamans. Nei hið lík- amlega uppeldi verður eigi á þann hátt algerlega aðgreint frá hinu svo kallaða andlega uppeldi. Vjer skulum líta lítillega á þetta hvað um sig. Eg nefndi fyrst: reglubundna leiki. Allir, sem eínhverntíma hafa sjeð barna- leiki, munu skjótt hafa gengið úr skugga um það, að þeir eru góð líkamsæfing. Par lærist að beita kröftunum, óg er oft ekki dregið af þeim. En þar lærist líka snarræði, hlýðni við lög og settar regl- ur, göfuglyndi og rjettlæti; og margar aðrar fagrar dygðir fæðast og glæðast og dafna í barnaleikjunum. Sama er að segja um leikfimina. Rað er algengur misskilníngur, að hún eigi ekkert erindi til sálargáfnanna. Auð- vitað ber mest á þeim áhrifum, sent hún hefir á líkamann, þar sem hver einstök hreyfing miðar beinlínis til þess að æfa einhvern ákveðinn part líkamans og styrkja. Auk þess sem hún hefir styrkjandi áhrif á öll líffærin í heild sinni, svo að lífs- verkanir eins og an dardráttu r, blóðrás melting verða fjörugri og öflugri. En nú er það víst, að þessar lífsverkanir standa í svo nánu sambandi við sálar- líf mannsins, að það getur ekki verið heilbrigt nema þær sjeu í nokkurnveg- inn lagi; mun þá af því mega marka, að leikfimin sje ekki með öllu þýðingar- laus fyrir sálarlífið. Slöjd, eða skólaiðnaðurinn er yngst- ur í skólanum af þessu þrennu, að minsta kosti eins og hann er nú víða rekinn. Pað mun vera alment viðurkent, að sjerhver handavinna, sem rekin er eftir ákveðnum reglum og með skynsemi, skerpi eftirtekt og dæmigreind, temji mönnum alment verksvit. En þá má nærri geta að Slöjd muni gera það, þar *) Skíðahlaup og ikautahlaup og sund er og tíðkað, þar sem því verður viðkomið. sem hverri æfingu, svo að segja hverju handtaki er hagað eftir vissum reglum, einmitt með tilliti til sálargáfnanna. Þar sem gerðar eru strangar kröfur til u m- hugsunar, glöggs auga, nákvæmr- ar eftirtektar, og nákvæmni í hverri grein. Mundi ekki það, að temja sjer alt þetta á unga aldri geta haft stöðug og heillavænleg áhrif á alt andlegt líf manna? Þegar maður tekur eftir þvf, hvernig menn lifa, hvernig menn oft vinna al- menna vinnu, þá verður maður þess sorg- lega oft áskynja, að menn starfa og lifa hugsunarlaust: ge;ra sjer enga grein fyrir orsök og afleiðing; sjáandi sjá menn ekki; ana áfram eftirtektalaust; slumpa kærulauslega til um ýmsa hluti, og eiga ofurbágt með að vinna nokkurt verk með nákvæmni. Þeir hafa aldrei lært að beita höndunum eftir ákveðnum reglum og með nákvæmni, hafa ekki lært að hafa vald yfir sínum eigin líkama Göngulag þeirra ber vott um sama sljóleika andans, sömu ónákvæmnina, sama kæruleysið; þeir ganga ekki, held- ur slettast áfram, hlammast niður á fæt- urna í stað þess að stíga þeim fram; alt láta þeir vaða á súðum; alt láta þeir hólkast. * * * En hin almennu skilyrðin fyrir líkam- legri vellíðan, sem nefnd vóru svo sem: holt viðurværi, heilnæmt loft, góður að- búnaður og hreinlæti, eru heldur ekki eingöngu skilyrði fyrir líkamlegri vellíð- an, heldur og andlegri, skilyrði fyrir hraustri sál í hraustum líkama. Þetta eru andleg og líkamleg lífsskil- yrði hvers manns; en unglinganna þó öllum fremur, vegna þess að þeir eru að vaxa, eru að skapast andlega og líkam- lega. Allar mentaþjóðir leggja því stund á að veila börnunum alt þetta, engu síður en bókfræðsluna. En hvað gerum vjer Islendingar? Eða hvað gera skólarnir okkar? Rað er stutt yfir sögu að fara. Á öllu landinu eru til, að eins örfá leikfimishús. Skólaiðn- aður er kendur að nafninu til á fjórum stöðum. Reglubundnir barnaleikir við skólana þekkjast varla. Skólahúsin eru flest lítil, loftlaus og dimm; aðbúnaður barnanna rjett eins og heimilin láta hann í tje; skólarnir gera ekkert til að bæta hann, nje viðurværið. Petta þarf að lagast. En til þess að rökstyðja lítilsháttar, að þörf sje á breytingu, verður að líta á ástandið eins og það er, þó að öllum megi vera það kunnugt. Rað er auð- vitað, að skólinn getur hjer ekki unnið alt, þó að hann geti gert mikið til. Pað er fleira sem þarf að breyta, ef barna- uppeldið á að verða viðunanlegt. Á nokkrum stöðum eru reistir allgóð- ir skólar eða skólahús, og þeim fjölgar nú óðum, þar sem er sæmilegt loft og birta. Fjöldi barna nýtur í skólunum eins góðrar bókfræðslu eins og yfir höfuð ma vænta, og auðvitað tekur skól- inn að öðru leyti þátt í uppeldi þeirra

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.