Skólablaðið - 15.09.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.09.1908, Blaðsíða 4
68 mánðaðar, þegar hinn nýi kennara-< skóli tekur til starfa. Pað er allmikið hús, 31 al. að lengd og 15'/2 al. að breidd, tvílyft, og und- ir því öllu 4 álna hár kjallari. Mið- stöðvarhitun er í því. Kjallarinn er vel bjartur, og eru í honum þessi herbergi: baðherbergi, kenslustofa fyrir skólaiðnað, 10x10 ál. að stærð og í henni vinnuborð (hefil- bekkir) fyrir 24 manns, — og svo geymsluherbergi, sem og er 10 áln. á hvorn veg. Auk þess eru í kjallaran- um rúmgóð göng og ketilrúm fyr- ir miðstöðvar hitunina með kola- geymslu. Á fyrsta fólfi eru 3 kenslustof- ur með framhlið hússins c. 10x10 ál, hver, breið og björt göng með bak- hlið, og kennaraherbergi. Á öðru gólfi er íbúð handa skóla- meistara í öðrum enda hússins; í henni eru 4 íbúðarherbergi, vinnu- konuherbergi, búr og eldhús. En í hinum enda hússins er kenslustofa c. 10x11 ál. og herbergi til geymslu kensluáhalda. Uppi á loftinu er eitt herbergi undir þaki, og er ætlað til geymslu. í tveim kenslustofunum eru tvísæt- ir bekkir með borðum, en í tveim eru þeir einsætir. Als eru sæti handa 108 manns í skólanum í 4 kenslustofum. Húsið er úr timbri og járnvarið (með bárujárni). Það stendur syðst við Laufásveg, og er því all-langur gangur til skólans fyrir þá nemendur, eða kennara, sem kynnu að eiga heima vestarlega í bænum. Yfirsmiður hússins er Steingrím ur Guðmundsson, húsasmiður í Reykja- vík. Til kostnaðar við byggingu kenn- araskólahúsins og áhalda og útbún- aðar veitti Aiþing samtals kr. 30,000. Húsbúnaður ognauðsynlegustukenslu- áhöld hefur þegar verið keypt, og mun láta nærri, að hin veitta fjárupphæð nægi; ekki afgangur. fiinar ný klörnu skólanctndir 09 fmðsluntfndir þurfa allar að eiga Sklablaðið. Þeir, sem í nefndunum sitja, hafa hlotið heiðurssæti og vegsemdar, en vandi fylgir líka þeirri vegsemd. Til fárra opinberra starfa er meiri ástæða til að vanda betur kraftana, en til þeirra starfa, sem skólanefndir og fræðslunefndir hafa ineð höndum. En þó að í nefndunum sitji góðir og vel gefnir menn, karlar og konur, menn sem hafa fjölbreytta mentun og góðan vilja, þá er samt sem áður mjög svo æskilegt að þeir fylgist vel með í því sem annarstaðar gerist í skólamálum og uppeldismálum, — leggi orð í belg um íslensk skóla- mál. Fræðslunefnda-ogskólanefnda menn og konur þurfa því ekki einungis að eiga Skólablaðið og lesa þaðjþúrfa líka að skrifa í það, vera í samvinnu með kennurunum að gera blaðið fróð- legt og uppbyggilegt. SKÓLABLAÐIÐ Dýr Sparsemt. i Einstaka skólanefnd er enn að basia við að útvega sjer sem allra ódýrasta kennara, reyna að ráða þá fyrir helm- ing þess kaups,: sem fræðslulögin áskilja lægst. Þetta er auðvitað gert af sparsemi, gert til þess að skólahaldið kosti hrepp- inn sem minst. En dýr sparsemi get- ur þetta orðið. Lágmark kennara- kaupsins, 18 kr. handa aðalkennara, og 12 kr. handa hjálparkennara, er samkvæmt fræðslulögunum beint skilyrði fyrir því að skólarnir (fastir heimangönguskólar) fái nokkurn land- sjóðsstyrks. Borgar það sig þá að ráða kennar- ana ólöglega, fyrir of lágt kaup, og verða fyrir bragðið af öllum landsjóðs- styrknum? Sumar skólaneíndir munu og enn sem komið er hafa látið undir höfuð leggjast, að útvega sjer nauðsynleg: kensluáhöld. en þau eru líka sam- kvæmt fræðslulögunum og fjárlög- u n u m beint skilyrði fyrir því, að skól- arnir geti notið landsjóðsstyrks. Er það ekki líka dýr sparnaður að hliðra sjer hjá að kaupa kensluáhöld- in, og verða fyrir þá sök af lands- sjóðsstyrknum? Skólakcnnarar 09 farkcnnarar taka nú flestir til starfa um næstu mánaðamót. Reir muna þá væntan- léga eftir því að útvega sjer »Skóla- blaðiðs ef þeir eiga það ekki áður. Þeim hlýtur að vera forvitni á að heyra eitthvað frá samverkamönn- um sínum annarstaðar á landinu, og eins finna þeir eflaust köllun hjá sjer til að láta eitthvað til sín heyra. — Flestir kennarar vinna éinangraðir frá öðrum samverkamönnum. Pá lang- ar til að tala við starfsbræður sína og bera sig saman við þá um hitt og þetta. Peir eiga þess engan kost, nema — með því að lesa »Skólablað- ið« og skrifa í það. Skólablaðið* vill mynda samband 1 og samvinnu milli allra kennara lands- ins. Kæru starfsbræður! gerið það sém í yðar valdi stendur til þess að svo 1 geti orðið. Ecsbókin fer hægt, en kemur þó. Annað heft- ið er nú prentað og verður þá not- að víðast hvar í vetur. Þriðja heftið væntanlegt innan skams, ogsenn rek- ur þörfin eftir framhaldi þessarar bók- ar. Annars heftis verður minst í næsta blaði nokkru nánar. Skólablaóið biður menn minnast þess, að fyrsti árgangur ætti löngu að vera borgað- ur. Þeir, sem enn eiga það ógert, i eru beðnir að gjöra svo vel að gjöra það við fyrstu hentugleika. Gott að hafa það í huganum, að nú kemur senn að skuldadögunum með 2. árgang. Blaðinu er gerður mikill greiði með því að borga í tima. Kaupendum stendur flestum á sama, hvort þeir borga vikunni fyr eða síðar; en blað- inu stendur ekki á'sama. JrambaldsmcntMii kcnnara fær góðar undirtektir alstaðar þar sem það mál er kunnugt orðið. En víða á landinu vita menn enn ekki, hvert hún stefnir. Sumir kennararnir ætla að hún sje of lærð fyrir sig, þar sje farið með einhvern æðri vísdóm, sem barnakenn- urum sje óviðkomandi og alveg óþarf- ur. Aðrir ætla að hún sje aðéinshanda þeim kennurum, sem engin kynni hafa áður haft af neinum þeim fræð- um, sem snerta kenslu. Þeir hafa sjálfir, ef til vill, aflað sjer dálítillar kennaramentunar, og álíta sigþvíekk- ert gagn geta haft af því að sækja þetta námskeið. Spyrjið yður fyrir hjá þeim, sem þetta námskeið sóttu síðast liðið vor, og þjer munuð samfærast um að þjer eigið þangað erindi. Og gerið nokkuð annað; Látið í Ijós við >skólablaðið« á hverj- um tíma árs þjer teljið heppileg- ast að þessi kensla fari fram eft- irleiðis, svo að sem flestir kennarar geti notið hennar sjer að meinalitlu. Það mun geta leikið á nokkrum vik- um: apríl-maí eða maí-júní eða júní-júlí. Síðastliðið vor stóð kenslan aðeins einn mánuð, frá 14. maí til 14. júní. Næsta ár má sjálfsagt gera ráð fyrir að hún standi 6 — 8 vikur. Kennari getur fengið atvinnu við eftirlit með heimafræðslu barna á komandi vetri í Skógarstrandarhreppi. Tilboð óskast send undirritaðri fræðslunefnd sem fyrst. Frœðslunefnd Skógarstrandar. Sjemrentufl lög um frœðslu barna geta skólanefndir og fræðslunefndir fengið með því að snúa sjer til umsjónarmanns frœðslumálanna. Gjalddðði $kólabláð$in$ er 1. október. Útgefandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og dbyrgðarmaður: fÓN PÓRARINSSON- Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.