Skólablaðið - 01.10.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.10.1908, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Annar árgangur. 18. blað. Kemur út tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. 3{eykjavík l. okt. Auglysingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1908. Bújörð handa kennurum. Á það hefir verið drepið í »SkóIablað- inu«, að eitt ráðið til þess að bæta hag barnakennaranna væri það, að.ætla þeim bújörð eða dálitla grasnyt. Ætlunin var sú, að einhver kennarinn, eða þá annar sá er kunugur væri, tæki þetta mál til athugunar. En enginn hef- ir bært á sjer. Ungir kennarar og einhleypir sækjast, ef til vill, ekki svo mjög eftir jarðnæði; þeir vilja leika lausum hala þann tímann, sem þeir eru ekki við kensluna. En svo þegar þeim dettur í hug að festa ráð sitt, sjá þeir brátt að Iausamannalífið verð- ur að taka enda, og reka sig á, að kenn- aralaunin hrökkva ekki langt til að lifa af. Peir verða þá eitthvað að taka til bragðs: annaðhvort hætta að vera kenn- arar, eða reyna á einhvern hátt að bæta sinn hag svo að þeir geti lifað sóma- samlegu lífi. Þá mun margur kennarinn hugsa sem svo: Heldur vildi eg geta haldið skól- anum mínum, ef eg gæti; hann er orð- inn mjer kær. Heldur vildi eg geta feng- ið dálítinn jarðarskika til að rækta, óg búa mjer þar heimili með konu og börn- um, heldur en flækjast landshornanna millli til að leita mjer sumar-atvinnu. En hann getur átt erfittt með að ná sjer í hentngt jarðnæði, nema þá með því móti að tgka stóra jörð, sem hann þarf þá að hafa sig allan við að búa á, svo að kennarastarfið verður hjáverk; hann missir áhugann á því, og verður ónýtur. Þetta þarf að varast, ef nokkur kost- ur er- Kennarastarfið þarf að vera aðal- áhugamál kennarans og svo að segja eina vinna hans þann tíma sem skólinn sténdur. Því virðist ekki eftirsóknarvert, að kenn- arar hafi stórar jarðir til ábúðar, heldur smærri jarðarafnot, þar sem þeir gætu neytt krafta sinna að sumrinu, 0g fengið nokkurn árangur vinnunnar til stuðnings launum sínum. Já, hve stórt má þá kennarajarðnæðið vera? og hve stórt þarf það að vera svo að nokkur styrkur sje að? Segjum: nægilegt til þess að halda eina kú, og til þess að hafa garðrækt eftir vild. Hugsum hann sem einyrkja. Undir eins og kennarinn hefði slíkt jarðnæði, gæti hann gert fleira sjer til gamans og gagns. Hann gæti haft hænsna- rækt, og hann gæti hugsað um skraut- blóm og skóggræðslu við heimili sitt. A ofurlitlu javnæði gæti kennarinu lif- að áhyggjulitlu og unaðslegu lífi, og heimili hans og smá-bú orðið öðrum sveitungum hans í ýmsu til fyrirmyndar, ef vel væri á öllu haldið. Eða hvernig mundu bændur líta á þetta mál? Mundu þeir ekki sjá sjer og sveitinni sinni hag í því að styðja að því að kennarinn geti átt þar fast aðset- ur í stað þess að vera þar eins og far- fugl, sem kæmi aðeins til þess að sitja yfir barnBkenslu að vetrinum, og væri svo horfinn út í buskann á hverju vori? Það er ekki ofmargt um góða liðs- menn í sveitum þessa lands. Kennar- inn ætti að verða einn af bestu liðsmönn- unum, en hann verður það svo bestað hann sje búsetlur maður í sveitinni, eða skólahjeraðinu sínu. En eru ekki ófærir erfiðleikar á því, að útvega öllum kennurum jarðarafuot? Hvernig skyldi það vera! Nóg er land- ið stórt, og hvergi of ræktað. En það þarf að hugsa um þetta í tíma, og hafa það í hyggju þegar jarðir losna. Auð- vitað best að jarðnæði kennara sjeu á skólasetrunum, eða mjög í nánd við þau. Og í fræðsluhjeruðunum þar sem smáskólahús eru, eða verða hentuglegast sett. Ahersla skal lögð á það, að kennarar verði ekki stórbændur, heldur menn sem kunni að fara svo með vallardag- sláttuna að hún gefi arð, og vinni alt að því sjálfir. Til þess þarf þekkingu. Ekkert er hægra fyrir kennarana en að afla sjer hennar. Það er götubreidd milli hins nýja kennaraskóla og gróðrarreitanna í »Gróðr- arstððinni«. Hópkensla. Það mun víðast hvar skiljast, hvað með þessu orði er meint: að kenna hóp barna í senn, f stað þess að kenna einu og einu barni í senn. A heimilum manna má koma því við að kenna einu og einu barni — þar er oft ekki urh meira að gera en eitt eða tvö börn. En í skólunum er það ó- mögulegt; þar verður að kenna heilum hóp barna í einu; þar verður að vera hópkensla. Kennari, sem ékki kann tök á þeirri kensluaðferð, getur tæplega unnið mikið gagn við kensiu í skóla. Misjafnt er það, hve hægt er að koma hópkenslu við eftir því hver námsgrein- in er. Engum vandkvæðum er það bund- ið að segja héilum hóp barna sögu, svo að öll hafi sömu not af. Ekki er heldur erfitt að kenna 20 — 30 bornum landa- fræði svo.að kenslan komi hverju ein- stöku barni vel að notum. Eins er um náttúrufræðiskensluna. Það er als ekki erfitt að kenna stórum hóp barna nátt- úrusögu, dýrafræði og jurtafræði, nje heldur eðlisfræði, eða efnafræði, — eink- um með góðum kensluáhöldum. En málið vandast, þegar kemur til að kenna sumar greinar móðurmálsinsog jafnvel reikning. Pa heykjast sumir kennarar alveg á hópkenslunni og telja hana óframkvæmanlega. Ekki er það hópkensla þó að öll börn- in sjeu latin vera að vinnu í einu, t. d. í skrift. Það er auðvitað hægðarleikur að láta öll börnin í einu sitja við að skrifa, hvað mörg sem væru; en það er ekki kensla. Það er engin kensla í skrift, að útbýta skrifbókum meðal barn- anna, fá þeim í hendur blek og penna og segja við þau: skriíið þið nú. Til þess að gcra þetta þarf auðvitað engan kennara. En þegar til þess kemur að veita börn- unum nauðsynlega Ieiðbeiningu eða til- sögn við skriftarnámið, þá er það, sem á reynir hvort kennarinn kann tök á því að hver leiðbeining komi sem flestum börnunum að notum, eða hvort hann snýr máli sínu aðeins að einu barni í einu. Skriftarkenslan getur farið fram sem hópkensla, fyrst framan af náminu og lengi nokkuð fram eftir. Réttii tunat kenslan sömuleiðis. AII- ur undirbúuingurinn undir stýlagerðina, eða hinar skriflegu æfingar, verður að vera sameiginlegur fyrir hópinn, og er vandkvæðalaust, þó að um mörg börn sje að gera. Þegar kennarinn leiðrjettir þær villur, sem komið hafa fyrir, eða talar um þær við börnin, á hann og hægt með að snúa máli sínu til þeirra allra.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.