Skólablaðið - 01.10.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.10.1908, Blaðsíða 4
12 SKÓLABLAÐIÐ þessi hluti kversins, hinn síðari, er 4 arkir að stærð; letur og pappír er ágætt og kverið er selt í mjög lag- legu og sterku skóla-bóka bandi. Pegar þess heyrðist getið, að frk. Laufey væri að búa til stafrófskver, hugðu víst mörg börn í Reykjavík gott til, og kennarar sem til þektu, ekki síður. Svo mikið orð ljek á því, hve lagin hún væri að tala við börn og fræða þau. Að því er þennan hluta kversins snertir hafa vonirnar varla brugðist. Kverið virðist vera ágæt barnabók, og ber margt til. Lesæfingunum er skynsamlega skipað, og æfingar t. d., í annarlegum hljóðum, vel valdar. Efni kversins er við barna hæfi og orðfæri og framsetning svo ljett og einfalt sem framast verður kosið. Mest af efninu er tekið úr daglega lífinu, úr daglegri iðju barna og leikjum eða þá frá náttúrunni: sól og söng- fuglar, blóm og blíða vorsins og mun kverið því reynast laðandi til lestrar fyr- ir börn. Fjölda margar myndir eru í því eft- ir Ásgrím Jónsson málara og fleiri, og eru yfir höfuð heppilega valdar, og góðar myndir. Hunds og kattarmynd hefði þó átt að vera hægt að fá betri. Fáein einföld barna- söngva lög eru í kverinu til upplyftingar ogskemtun- ar. Frágangur allur á því er góður; prentvilla víst engin, ekki svo að vart hafi orðið, við fyrsta yfirlestur. Rað þykir ef til vill enginn merkur viðburður í íslenskum bókmentum, þó að út komi eitt stafrófskver til við- bótar við þau, sem fyrir eru, en fyrir hvern þann, sem á að kenna barni lestur, er þó mikill fengur í góðu staf- rófskveri. Pað er spá vor, að þessu verði vél tekið. Kæra yfir veitingu kennarastarfs- Kennari, »sem hefir 14 ára starfsemi við skólakenslu að baki sjer og mikil °g góð meðmæli« ber sig uppundan því að skólanefnd hafi neitað sjer um kennarastöðu, en veitt hana öðrum, sem engin meðmæli hafi. — Um það er ekkert að segja. Skóla- nefndin verður að ráða því, hvern kennarann hún ræður, og sú ráðning verður á hennar ábyrgð. Hitt er verra, að sami kennarinn telur sig flekaðan af skólanefndinni, brugðið heit við sig, eða gengið á gerðan samning, þó munnlegur væri. Og annað það, að »útvalning« þess kennara sem happið hlaut, »sje svo til orðin, að hann hafi sjálfur gefið sjer atkvæði, sem nefndarmaður og þann- ig fengið meiri hluta atkvæða (3 af 5); hann sje þannig kosinn með aðeins2 ögmætum atkvæðum, því að sam- kvæmt 28. gr. laga um fræðslu barna, hafi enginn nefndarmaður atkvæðisrjett um þau mál sem snerta hann sjálfan sjerstaklega«. það er auðvitað ótilhlýðilegt og rangt af skóiauefnd að draga kannara á tálar með óheilum loforðum, eða gefa honum svikular vonir, sem hann lífir á alt sumarið, en stendur svo uppi atvinnulaus að haustinu, þegar orðið er of seint að leita sjer atvinnu ann- arstaðar; en erfiðara er að rjett hluta þeirra kennara, sem verða fyrir því 1 Það er og tvímælalaust rangt, að kennari sem situr í skólanefnd, greiði atkvæði um það, hvort honum skuli veitt starf við skólann eða ekki, hvort heldur er að ræða um aðalkennara starf eða hjálparkennara. Væri óskandi að kennarar sem kosn- ir eru í skólanefnd, gerðu sem minst að því að raka eld að sinni köku um fram það, sem lög leyfa. Rað mundi gera þá miður eftirsóknarverða til nefndarstarfa, svo æskilegt sem það þó er, að kunnugleika þeirra á skóla- haldi og fræðslumálum njóti þar við. -^zr yz/iss mmmmigu p forpcka -^ígupS^onar skrifar sjera Böðvar Bjarnason í 44. tlbl »Vestra«. Nú, þegar aldarafmæli hans taki að nálgast, verði mönnum tíðrætt um hvernig eigi að heiðra minningu hans. Væri unt að spyrja öldunginn sjálfan ráða í þessu efni, mundi hann svara: »»Viljið þjer geyma og heiðra minningu míiia, þá gerið það með því að setja á stofn Lýð- háskóla, ekki sökum þess, að þann- g muni minning mín geymast best, heldur sökum þess að á þann hátt getur hún orðið þjóðinni minni kæru til mestrar blessunar««. Höf. vil! láta skjóta saman fje og sumstaðar þegar tekið að efna til sam- skota á þessu sumri, og landsjóð taka þar við, sem samskotafjeð brestur. Skuli skólinn rekinn fyrir landsjóðs fje, og telur höf. sjálfsagt, að skólinn standi á Rafnseyri,fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og æskustöðvum. Milii hafs og hlíða- Bi$kup$emb«ttið Hallgrímur biskup Sveinsson hefur hinn 19. f. m. fengið lausn frá embættí sakir heilsubrests. í dag teku r sjera R ó r h a 11 u r B j a r n a- son prófessor, forstöðumaður presta- skólans, við biskupsembættinu. Rað þykir litlum tíðindum sæta; engum hefur víst dottið neinn annar í hug. — Fremur kemur það óvænt, að hann verður vígður hjer í landi. Hallgrím- ur biskup vígír hann 4. þ. m. — nám$$tyrkurinn vid binn almcnna mcntaskóla vill »F*jóðviljinn« að verði hækkaður af því að fyrirkomulag skólans sje nú orðið breytt; »neðri deildin er ekkert annað en gagnfræðaskóli með sama fyrirkomulagi og Akureyrarskólinn«, segir blaðið. Námsstyrkurinn til Akureyrarskólans er nú 400 kr. á ári, en námsstyrkur- inn við hinn almenna mentaskóla er 2000 krónur á ári; þar að auki er námspiltum þar veittar 720 kr. húsa- leigustyrkur á ári. Ekki væri ósanngjarnt, að gagn- fræðadeild hins alménna mentaskóla hefði sama, eða líkan, námsstyrk eins og Akureyrarskólinn. Rað væri þá, eins og nú stendur 400 kr. Pá er námsstyrkur lærdómsdeildarinnar, embættismannaefnanna, 1600 kr. auk húsaleigustyrksins. Ef hækka skal til muna þer.nan styrk, virðist ekki áktæðulanst að hækka líka, og það meira en að sama skapi nám- styrk til Akureyrarskólans. Annars er sumt í þessari »F*jóðvilja« grein talsvert torskilið, þar á meðal klausan um að »verja 30 — 40 þús. kr. úr landsjóði á ári til þess að hjálpa efnuðustu mönnum landsins og Reyk- víkingum til að menta börn sín« — einkum þegar litið er á athugasemd fjárlaganna um úthlutun styrktarfjár hins almenna mentaskóla; hún er á þessa leið: Húsaleigustyrk og náms- styrk má aðeins veita efnilegum reglu- mönnum ogefnalitlum nemendum, og gangi að öðru jöfnu utanbæjar- nemendur fyrir bæjarnemendum. Og ekki hefir þess verið getið, að brotin hafi verið þessi regla við út- hlutun fjárins. — Tyrsti októbcr er dagurinn, sem flestir skólar hjer á iandi byrja ársstarfið. Stórtíðindi gerast þennan dag, í dag, þar sem hinn nýi kennaraskóli er vígður og settur, og lagaskólinn er settur. Breyting verður og í dag á Akur- eyrarskólunum, þar sem Jón Hjalta- lín skólastjóri lætnr nú at' skólastjórn og kenslu ; Stefán Stefansson tekur við. Nýjan forstöðumann hefir og Flens borgarskólinn fengið, Ögmund Sig- urðsson, sem um mörg ár hefir verið þar kennari, og jafnan vel metinn. Um hinn nýja kennaraskóla hafa sótt 50 manns, um lagaskólann 5, um um Flensborgarskólann 84. í menta- skólanum verður og mannkvæmt f vetur. I næsta blaði verður skýrsla um aðsókn alha hinna helstu skóla lands- ins, sem til frjettist. Gjðiddððí Skólablaösins er 1. október. Útgefandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN Þórarinsson. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.