Skólablaðið - 31.10.1908, Qupperneq 2

Skólablaðið - 31.10.1908, Qupperneq 2
78 fór þangað svo mannvænn og stór, sem hrumari og heimskari heim kom én fór«. En slíkt er öfugstreymi vitanlega. Hið rjetta og eðlilega er það, sem Jónas segir, að »vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa og farsældum vefja lyð og láð.« Mundu þá íslend- ingar vera þeim mun ver úr garði gjörðir en aðrar þjóðir, að þeim sje fremur fyrirmunað að njóta hinna góðu áhrifanna eða öðrum fremur hætt yið að lenda í öfugstreymi? Ekki er þeim svo borin sagan, þar sem þeir hafa fengið að njóta sín og keppa við aðrar þjóðir í fullu frelsi; og aldrei mun eg trúa því um alþyðuna ís- lensku. Eg vildi óska, að þessi skóli mætti alía sína tíð standa sem lifandi vottur þess, að svo sje ekki! Vjer þekkjum líka öll meira og minna af rangnefndri mentun, sem hefir fágað manninn að ytra áliti, en látið höfuð- ið tómt og hjartað kalt; þetta sem Steingrímur kallar »mentaprjál« og líkir við gyllingu utan á leir. Pað er slíkt mentunartildur, sem hefir komið vantrausti og óorði á mentun og skóla hjá mörgum alvörumanni. Eg vildi óska, að það ætti aldrei fyrir þessum skóla að liggja, að senda slíka gylta leirhnausa út um sveitir! Ekki skal mig furða, þó að mörg- um sem til þekkir sje sárt um heim- iliskensluna og sakni hennar, ef hún legðist niður. Eg sæi blóðugum aug- unum eftir henni líka, það verður leit- un á betri kennurum og hollari fræðslu, en þar hefir mátt finna sumstaðar. En eg kvfði því ekki, að þessi skóli verði henni til niðurdreps; eg vona að það verði þvért á móti, að hann geti að einhverju leyti bætt úr þeim mikla skorti, sem nú er á mönnum, er til þess eru hæfir að hafa hana á hendi. Eg vildi óska, að hver sá, er í þenna skóia gengur, ætti það til að segja, að kennarar hans unnu engu síður kotbaðstofunum upp til fjalla en kaupstaðarhúsunum, og sje engu mið- ur annt um lífið sem þar erlifað. Eg vildi óska að enginn þeirra færi hjeð- að »kalinn á hjarta«, heldur gætu fjutt með sér hlýju og birtu til fólks- ins út á ystu annes og inst til dala, hlýju og birtu þeirrar mentunar, sem:ekki er að éjns í því falin, að reyna að vita, hvað satt er„ heldur líka að finna hvað gott er og gjöra það sem rjett er! þá er vonandi, að þjóðin þurfi eigi að gjalda þess að rteinu, þó að skóli þessi væri í margra manna óþökk settur hjer, og eins hitt, að þjóðin láti þá eigi heldur skólann gjalda þess. Eftir tilgangi sínum á hann skilið, að verða óskabarn þjóð- arittnar. Ouð gefi, að hann vinni iíka til, þess með starfi sínu og áhrifum! Með þeirri ósk lýsi eg því þá yfir, að kenuaraskólinn er- settur og vígi þétla nýby@ða;,hú»4H að vera aðset- ^r, han& :Eg;hjið guð, að leggja bless- UBt.ana'.yítr hánusírtefáð og lengd, ^CÓLAgLAÐIÐ, yfir kennendur og nemendur alda og óborna, störf þeirra og sam- líf allt, svo að það verði sjálfúm oss, þeim og ættjörð vorri til hamingju. Eg býð yður öll velkomin hingað, sem hjer eigið að vinna saman í vet- ur, hina fyrstu kennendur og nemend- ur þessa skóla. Eg bið yður öll að j hafa hugfasta ábyrgðina, sem á oss hvílir. Vígslu skólans er eigi lokið með þessari samkomu og mínum orð- um í dag. Vjer eigum öll að vígja hann í vetur með samvist vorri og samvinnu í honum. Pað skiftir litlu, hver orð eg hef nú við skólasetning- una, hitt skiftir miklu, hverja vígslu hann hlýtur hjá oss öllum sameigin- lega vetrarlangt. Pað er oft komist svo að orði að góður eða illur andi drotni í þeim og þeim skólanum; þann sama anda skapa þeir, er þar vinna saman, kennarar og nemendur. Heill og blessun hvers skóla er mjög undir því komin, hver andi þar ræð- ur, og sá andi, er einu sinni er sestur að völdum, er sjaldan fljótur til að sleppa þeim aftur. Eg er viss um að vjer óskum þess öll af hjarta, að góður andi setjist hjer að með oss og hverfi hjeðan aldrei á braut. Ouð gefi, aó vjer vígjum þá skólann í vetur með þeim hætti, að þar fái eng- inn illur andi aðsetur innan veggja, en að þar setjist þegar í öndvegi sá andinn, er vjer vildum helst kjósa, andi iðjusemi og skylduræktar, sið- prýði og góðgirni. Leggjum hvert til samvinnunnar það besta, sem vjer getum, og biðjum guð að blessa við- leitni vora. þá mun vel fara. Sundurlausir Mar um uppeldi barna. iii. Einhver, sem las byrjun þessara greina, hafði stungið upp á því að kalla þær: Baðstofuhjal um barnauppeldi. Gott og vel. Mjer líkar uppástungan ágæt- Iega. En það er ofseint að fá þetta góða ráð nú, því að þetta verður seinasta greinin um sinn. »Baðtofuhjal« kemur kannske seinna. * * * Óþrifnaðinn nefndi eg áður sem eitt aðalmein barnauppeldisins, átumein heim- ilanna. En nú langar mig til að fara dálítinn útúrdúr, og fara að tala um mál, sem kann að virðast óþrifnaðinum ó- skiit. Pað er hússtjórn og mat- reiðsla. Mjer datt í hug að gera samanburð á því heimili, sem góð húsmóðir stjórn- ar og því heimili þar sem hússtjómin fer í handaskolum. En eggeri þaðekki. Pað er óþarfi. Engum dettur í hug að fara að draga upp mynd af sólinni til að sýna hvernig hún lítur út eða af sorphaugnum til að sýna hvernig hann lítur út — í stað þess að benda á sól- ina og sorphauginn, þegar þess er kostur. Næring líkamans er þýðingarmikill þáttur í uppeldi hans. Það lendir venju- lega á húsmóðurinni að sjá um flest eða alt, sem þar að lýtur. þekkingin, sem til þess þarf að fæða heimilið vel fyrir ekki of mikið verð, er heimtuð af henni. Matreiðslan er þá verulegur hluti af henn- ar störfum. Hússtjórnin er venjulega dæmd eítir því, góð eða slæm, hvernig húsmóðirin leysir matreiðsluna af hendi, og hvernig hún hirðir heimili sitt, — eða þá hvernig hún 1 æ t u r gera þetta, leysa þessi störf af hendi. þrifnaðar og óþrifnaðar gætir afar mik- ið í þessu hvorutveggja. Eitt heimilið verður því skóli til að Iæra í þrifnað, annað til að læra í óþrifnað. Annað heimilið verður skóli sparsemi óg reglu- semi, hitt óþarfrar eyðslu og óreglu. Til þess að vera góð húsmóðir þarf mikla þekkkingu. Afar miklu fje er fórnað á altari vanþekkingarinnar, en ekki á þetta sjer síst stað, þegar um matreiðsluna er að ræða. Ofboðslegt er að hugsa til þess, hve margir kven- menn giftast og takast á hendur að stjórna heimili og sjá um matreiðslu án þess að hafa hugmynd um að nokkra þekkingu þurfi til þess að gegna vel húsmóðurstörfum, hvað þá heldur að þeir hafi aflað sjer áður nokkurrar þekk- ingar á því sem þar til heyrir. — Nú, alt gengur nú þetta vel, samt sem áður — kunna menn að segja. Hver segir það, að hússtjórnin og matreiðslan gangi vel? Hvað meinið þið með því að alt gangi vel? Veit eg það, að það muni sjaldan koma fyrir að húsmæður stytti mamti og börnurn stundir með þeirri næringu sem þær bjóða þeim; í öllu falli sjaldan manni sínum eða fullorðnu fólki. En hver er kominn til að segja frá því, hve mörg ungbörn hafa orðið sjúk, eða sálast af ' slæmri, óreglulegri og óhollri næringu? Vankunátta og óþrifnaður móð- urinnar, eða þeirra sem hafa átt að passa börn, hafa efalaust orðið mörgu barni að fjörtjóni. En sleppum svo því. Pað er svo óyndislegt að hugsa til þess. * * * En þó að vankunnáttan í þessum efn- um og óþrifnaðurinn, sem oft á rót sína að rekja til hennar, verði ekki dag- lega margra manna bani, þá má nú segja að fyr sje rotað en dauðrotað. Pað er víst oft erfitt að rekja órsakir þess að »hveitibrauðsdaga«-lukkan snýst á stuttum tíma upp í óyndi og ófagnað hjónanna. En ætli orsakanna mætti ekki stundum leita í eldhúsinu? Pegar um það er að ræða, að auka þrifnað meðal almennings, þá er eflaust rjett að byrja í eldhúsinu. Byrja á því að temja ungum stúlkum: húsmóður- efnunum, þrifalega umgengni um eld- húsið, þar sem mikið af matnum er búið til, og svo öll matarílát og matinn sjálfan. Með þrifnaðinum breiðir hús- móðirin yndi og unaðsemd yfir alt heim- ilið og hlýfir því við óþörfum gjöldum,

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.