Skólablaðið - 01.03.1909, Síða 1

Skólablaðið - 01.03.1909, Síða 1
Þriðji árgangur. 6. tbl. Kcmur út tvisvcir i mánuði. Kostar 2 kr. á ári. Auglýsingaverð: 1 kr þutnl. Afgr- - Reykjavik. 1909• ^kíða^drcngúrínn. Jeg lít ekki’ í þetta lærdómskver! mjer leiðist að grúska’ í þeim fræðum! Mig langar út til að leika mjer og losna frá þessum skræðum! eða jeg svíkst til að syngja hjer sönglög — með ættjarðarkvæðum! Jeg skil ekki vísindi’ og skóla-farg — og skelfing er þröngt inn’ í bekkn- um! og þetta kennara-auga, og arg við okkur, sem lömb í stekknum! og stelpurnar kalla mig versta varg — að Vilhjálmi undan teknum. — Kverið iokast, og klukkan slær, krakka-fylkingar þjóta út um dyrnar, og æsku-blær örvast við sprettina skjóta; úti logn-mjöllin Ijómar skær, sem Ijósperlur snjókornin hrjóta. Oott er á skautum, og skíðafærð á sköflunum er að batna; — blómin sofa í vetrar-værð, en veturinn fer að sjatna; og aítur lifna þau endurnærð við arma bláskrýddra vatna. Stikar piltur, með staf í mund; stór eru skíðin á fótum; blika svellin, og glitrar grund, sem glerspöng að fjallsins rótum, og háar brekkurnar hamri und, með hengjurnar yfir giótum. Rennir sjer drengur og rýkur mjöll ~ rýkur hún undan skíðum; kyssir sólin á krystals-völl, kveikir snjóblys í hlíðum; hýrna rós-gullin hjarn-krýnd fjöll í himins Ijós-faðmi þýðum. — Kærari’ en lestur, og jafnvel jól með jarðnesku Ijósin hjá arni, er skíðabrekka og skafl á hól, í skínandi þorra-hjami, þegar auga sitt opnar sól yfir íslensku vetrar-barni. L. Th. --ó G) t ■ J'r ‘-.I ■ >., . II !>>; >•! , Fræðslulögin nýju hjá sveitalýðnum. Næst eftir Vigfús í Haga stígur />sveita- prestur« í stólinu í ísafold, og leggur út af fræðslulögunum nýju. Ekki hefir hann lánað »blöðin« hjá Vigfúsi; meira gætir hann hófs og still- ingar. En ýmislegt er nú samt sem áður at- hugavert við kenningu prestsins; andinn hinn sami; misskilningur og mótsagnir engu minni. Honum þykir fræðslukröfurnar of harð- ar; einkum þessi krafa um móðurmáls- kut.náttu: 14 ára barn »ska! geta gert skrif- lega grein fyrir efni, semþað þekk- ir vel, nokkurnveginn ritvillulaust og mállýtalaust. Og þó er eins og prestinum finnist með sjálfum sjer að krafan sje ekki of hörð, eins og hún stendur skráð í fræðslu- lögunum, því að þegar hann fer að gera grein fyrir, hvað sje hið ósann- gjarna í fræðslukröfum þeirra, þá verð- I ur hann að búa sjer til nýjar kröfur, sem ekki standa í fræðslulögunum, og að því búnu getur hann lagt höndina á hjartað og sagt með »góðri samvisku«: Petta er of hörð krafa! Þetta er of- ætlun íslenskum sveitabörnum ; það er ofraun, o. s. frv. Presturinn segir: »Pað er ofætlun hverju meðalbarni, 10—14 ára, að »semja ritgerðir«, þó að um vel þekt efni sje, »ritvillulaust og mállýtaiaust«. En þetta erekki krafa fræðslulag- anna. í þeim stendur ekki »10—14ára börn« í þessu sambandi, heldur: hvert barn, sem er fullra 14 ára. í þeim slendur ekki að 14 ára börn eigi »að semja ritgerðir«, heldur að þau eigi »að geta gert skriflega grein fyrir« efni, sem þau þekkja vcl; en það er ekki sama sem að semja ritgerðir um efnið — í venjul. skilningi. í þeim stendur ekki að barnið eigi að geta gert þetta ritvillulaust og mál- | lýtalaust, heldur »nokkurnveginn rit- ! villulaust og mállýtalaust«. Færi presturinn rjett með orð fræðslu- láganpa, gæti þafln ekkisagt: þetta er of hörð krafa. Hanu þarf fyrst að vitna j skakt til þeirra, til þess að geta sagt — þettta er ofætlun hverju meðal barni! Hamingjan hjálpi þessum kennimanni, J ef hann vitnar með álíka ráðvendni og samviskusémi til heimildarrita — á stóln- um heima hjá sjer. Hann þyrfti ekki að húast við að slfta hempunni lengi eftir að biskupinn hefði komist á snoðir um það. Hver einasti maður á landínu sem einhverja reynslu hefir í því að segja til börnum, veit það, að þessi krafa um kunnáttu í móðurmáli hjá barni, sem er fullra 14 ára, og sem fengið hefir meiri eða minni tilsögn frá því það var 10 ára, er rnjög svo hófleg, og presturinn hlýtur því að vita það líka. Hann hlýt- ur að vita, að börn um fermingaraldur fullnægja þessari kröfu við próf árs árlega, víðsvegar á landinu, hafi þau haft þoian- lega tilsögn 3 — 4 ár; svo það er engin nýung, eða kraftaverk, sem verið er að heimta. Hatin veit líka og hlýtur að finna, að minna má ekki heimta, því að hjer er ekki farið fram á annað en það sem kallað er að gera unglinga • sendibrjefs færa«. Prcfin skera úr því, hvort presturinn fer með rjett mál eða rangt. Pau skera úr því, hvort 14 ára unglingar. sem orðn- ir eru læsir 10 ára, og fengið hafa eftir það tilsögn samkvæmt tilætlun fræðslu- laganna í 4 ár, geta gert skriflega grein fyrir efni, sem þeir þekkja vel, »nokk- urnveginn ritvillulaust og mál!ýtalaust«. Pau skera úr því, hvort 14 ára ungling- um verður ofætlun t. d. að skrifa upp sögu, sem þeir kunna, nokkurnveginn ritvillulaust og mállýtalaust, eða að lýsa einhverjum hlut, sem þeir hafa daglega fyrir augunum, eða húsdýri, eða mynd, sem þeir horfa á, eða hafa sjeð og skil- ið eða eitthv, því um líkt. Þessar skrif- legu úrlausnir barna má gjarna kalla »rit- gerðir«, ef vill, og ef það þykir nauð- synlegt; en það verður þá að athuga, að slíkt ritgerðasmíði er engin nýlunda, heldur daglegt brauð út um víða veröld, og það ekki einungis af hendi 14 ára unglinga, heldur jafnvel 10 ára barna. En prestur segir, að íslensk sveitabörn þroskist svo seint og þeim sje þetta nám ofæilun. Hann má kenna það hverjum sem hann vill, og svo lengi sem hann villy að íslensk sveitabörn sjeu lakar gef- in til náms, og skilnings, en önnur börn. Í V

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.