Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.04.1909, Blaðsíða 3
fjórtánda árs. Prófa skyldi í skrift og reikningi samkvæmt lögum 9. janúar 1880 og íslenskri rjettritun. Fengi barnið eigi einkunnina vel í prófinu skyldi fresta fermingu j?ess. Sýslu- nefnd eða bæjarstjórn átti að tilnefna prófdómendur, og skyldi þeim laun- ( að úr sýslusjóði eða bæjarsjóði. — Árið eftir voru enn að nýju tekin til umræðu skilyrðin fyrir landsjóðsstyrk til barnafræðslu, og meðal annars var þá farið fram á að samin væri fyrir- myndarreglugerð handa barnaskólum, og gefið út skýrsluform til leiðbein- ingar þeim, er semja þyrftu skýrslu um barnakenslu. Átti þetta að koma meiru samræmi og festu í kensluna, og gera landstjórninni hægra fyrir með i að fá yfirlit yfir barnakenslu þá, sem fram færi í landinu. Árið 1894 beindi kennarafjelagið þeirri beiðni til alþingis að það hlut- aðist til á þann hátt er því þætti best henta að kenslu og skólaumsjón hjer á landi yrði komið í sem tryggast og haganlegast horf; mun það meðal annars hafa vakað fyrir fjelaginu, að skipuð væri sjerstök kenslumálastjórn, er einkum hefði eftirlit með barna- kenslunni. Með því að eigi fjekkst það er fje- lagið vildi, var styrkveitingamálinu haldið vakandi. Meðal annars lagði fjelagið fyrir presta landsins og kenn- ara spurniugar um það, hvort þeir vildu breytt hafa og hvernig skilyrð- unum um styrkveitingu úr landsjóði til barnakenslu. Svör komu frá um 80 manns, og með hliðsjón af þess- um svörum var málið rætt á aðalfundi fjelagsins vorið 1897, og þessum kröf- um haldið fram: 1. Að almenn lýðfræðslulög verði samin fyrir landið, sem tryggi al- mennari og betri barna- og ung- lingafræðslu. 2. Að þingið skipi milliþinganefnd til að semja frumvarp þar að lútandi, ef það treystist ekki til að gera það um þingtímann 3. Áð þingið stofni nú þegar kenn- araskóla, og veiti svo ríflega fje til hans, að hann þeirra hluta vegna geti unnið hlutverk sitt svo vel sem auðið er, og geri aðgengilegt fyrir duglega pilta og stúlkur að sækja hann, bæði með kenslustyrk og með því að veita þeim rjettindi til kenslu umfram aðra ómentaða menn í þeirri grein. 4. Að hinum núgildandi skilyrðum fyrir landsjóðsstyrk til barnakenslu verði breytt þannig — ef almenn lýðfræðslulög verða ekki afgreidd á þessu þingi — að áskilið sje: a. Að sveitirnar leggi fram fje til móts við landsjóðsstyrkinn til umgangskenslu. b. Að tiltekin kensluáhöld sjeu til í hverri svéit og við hvern fast- an skóla. c. Að kennarar sem þegar hafa aflað sjer kennarafræðslu sjeu látnir ganga fyrir öðrum, þegar ráðinn er kennari að nýju. SKOLABLAÐIÐ d. Að sæmilegt húsnæði sje til á bæjum, sem sveitakennarar eiga að kenna börnum á. e. Að laun hvers kennara sjeu að minsta kosti 150 krónur fyrir veturinn, auk húsnæðis, matar og þjónust. f. Að kennarinn kenni að minsta kosti 6 mánuði af árinu, og ekkert barn njóti skemur til- sagnar hans en 3 mánuðu. g. Að kenslukröfur sjeu gerðar til umgangskenslu líkar og til barnaskóla. W7 Pað virðist, nú á tímum, vera nokkuð skiftar skoðanir um eina af höfuðgrein- um barnafræðslunnar, kristindóminn. Pað eru ekki aðeins skiftar skoðanir um, hvernig kenna skuli, heldur og hvort, og hverjir eigi að gera það. Mjer virðist því þörf á, að Skólablaðið taki mál þetta til meðferðar, og sem flestir íhugi það, og láti álit sitt í Ijósi í því efni, bæði kennarar og aðrir, er barnauppeldi hafa með höndurn. Eg hreyfi því þessu máli í þeirri von, að fá að heyra álit sem flestra, þó eg viti vel að það sje mjer ofvaxið að rita um það. Fyrsta spurningin sem fyrir liggur er þessi: Ber að kenna börnum kristin- dóm ? Pað virðist máske vera óþarfi að slá fram slíkri spurningu, þar sem um kristna þjóð er að ræða, en svo er ékki. Pað eru ýmsir menn meðal þjóð- ar vorrar, og jafnvel þar á meðal sumir kennarar, er telja það óþarfa að minsta kosti, og jafnvel skaðlegt að kenna börn- um kristindóm. Ástæður þær sem þessir menn færa fyrir skoðun sinni, eru margvíslegar, en eiga flestar sammerkt í því, að vera frem- ur Ijettvægar og gripnar úr lausu lofti. Sumir bera fram, sem ástæðu, ýmsa svörtustu blettina er finnast á kirjunni á umliðnum öldum, meðan miðaldamyrkr- ið grúfði yfir lífi kirkjunnar ; þegar ágirnd og valdafýkn ýmsra klerka og annara valdsmanna kirkjunnar, ásamt fáfræði al- þýðunnar, leituðust við að kæfa niður hvern frjóanga frelsis og menningar, er því lenti á þeim er síst skyldi, t. d. ýmsum merkum vfsinda- og fræðimönn- um, er opna vildu mönnum braut til frekari framþróunar; en það hlýtur hver maður, er kristindóminn lítur rjettu auga, að viðurkenna, að slíkt var ekki kristin- dómnum að kenna, heldur þvert á móti stafaði það af kristindómsleysi, og þar af leiðandi hjátrú og hindurvitnum, er, vegna fáfræðinnar fylti hið auða rúm hjartnanna. Önnur ástæðan er sú, að það sje ófrelsi fyrir börnin að í þau sje troðið kristindómi, og hafa sumir forvígismenn þeirrar skoðunar haft á orði, að vernda þyrfti höfuð og hjarta barnanna fyrir áhrifum kristindómsins með lagaboði, en telja mundu þeir hinir sömu það rang- 31 látt, að höfuð og hjörtu barnanna væru verriduð með lagaboði fyrir þeirra skoð- unum, þó þess væri frekar þörf. Hvort jressir menn hafa gert sjer glögga grein íyrir þeim áhrifum, sem barnshjartað yrði fyrir, með slíku fyrirkomulagi, læt eg ósagt, en orðin sjálf virðast benda á, að svo sje ekki, eða barnshjörtun þeim ekki nógu kunn; því fátt mundi verða hinum illu áhrifum til fyrirstöðu, sem manns- hjartað virðist vera svo fljótt til að veita viðtöku, væri kristindómurinn og áhrif hans að öllu útilokaður, því hann er hið eina er veitt getur því viðnám. Mannshjart- að virðist hafa að geyma hæfileika til ills og góðs; en til þess að hnekkja hinu illa, þarf hinn góði hæfileiki að eflast og þroskast, og er kristindómur- inn besta meðalið til þess, því hann einn getur haldið barnssálinni í jafnvægi; það væri því víðtækara ófrelsi, að banna for- eldrum að sá sæði kristindómsins í hjörtu barna sinna, er besta vörn getur veitt gegn hinu illa. Pað er heldur ekki kristindómnum að kenna, þótt margt, miður gott, finnist hjá ungum og göml- um er kristið nafn bera, heldur ber það vott um vöntun á sönnum og liíandi kristindómi, eða hvað mundi verða eftir ef kristindómurinn, með öllum þeim áhrifum sem hann hefir haft á þjóðir og einstaklinga, væri horfinn úr heiminum? Peirri spurningu ætla eg að láta að öllu ósvarað að svo stöddu, en hún er þess verð að hún sje athuguð, því að því takmarki stefnir skoðun og viðleitni þeirra manna, er fjarlægja vilja kristindóminn frá barnshjartanu. Priðja ástæðan er sú, að börnin sjeu of ung, til þess að geta skilið kristin- dóminti. Pað er að vísu satt, að ýms atriði eru í kristindómnum sem ekki er fyrir börn að skilja, en slíkt er í öllum trúarbrögðum, en margt er þar svo auð- velt að hvert barn fær skilið það, og það ýms þau atriði sem mestu varða. En, eru margar af þeim námsgreinum, er þessir menn vilja gjarnan að börn læri, þannig lagaðar, að börn fái skilið þær til fulls? Eg efast um að svo sje; eða fær barnið, og jafnvel hinir fuilorðnu skilið til fulls sína eigin tilveru? Nei, og aftur nei, þó er það talið hæft til þátttöku í öllu slíku, en jafnframt á að svifta það því eina, er gert getur þann hluta tilverunnar ljósan, er jarðbundin skynsemi mannsins getur ekki gert sjer að fullu skiljanlegan, því kristindómur- inn bregður ljósi yfir ýmsar gátur hinn- ar mannlegu tilveru. Kristindómurinn er f insta eðli sínu frjálslynd og bjartsýn lífsskoðun, þótt sumir mótstöðumenn hans vilji ekki heyra slíkt, og reynslan sýnir að hann er gleðiveitandi, að hann eflir og þroskar mannssálina, að hún getur staðist hverja raun, sje hann sann- ur og lifandi; og í raun og veru er kristindómurinn hið eina er sýnir, að til- vera mannsins hjer á jörðunni, sje ekki tilgangslaus tilviljun. Eg sje því ekki að neitt sje í vegi fyrir því, að börnum sje kendur kristin- dómur heldur þvert á móti virðist mjer óhjákvæmilegt að gera það, til þess að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.