Skólablaðið - 15.08.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.08.1909, Blaðsíða 2
66 asta streng er harpan ekki lengur sá gæðagripur sem hún var áður. Svo er því varið með heimilin, sem missa unglingana í burtu. Gamlirfor- eldrar, sem missa börnin sín frá sjer, er þau eru komin á þroska árin, tapa þeirri stoð úr heimihsbyggingunni er þau alls ekki máttu án vera. Heimil- iðverður eyðilegt og tómt. Æska og elli — alvara og gleði á svo vel sam- an, að hvorugt má annars án vera. Og unglingarnir sem á burtu flytja eignast ekkert verulegt heimili, margir að minsta kosti, um lengri eða skemmri tíma. Peir missa þann stuðn- ing, sem gott heimili getur veitt, og það oft einmitt á þeim árunum, er þeir þurftu hans helst að njóta. Mörg hús í kaupstöðum bera eng- an heimilisblæ sökum þessað íbúarn- ir standa svo langt hver fráöðrum. — Pau eru bygð af strengjum sem ekki er hægt að stilla saman. Frh. Vígður sundskáli við Reykjavík. Ungmennafjelag Reykjavíkur hefir gengist fyrir að koma upp sundskála við Skerjafjörð; hann var víggður 1. þessa mánaðar. Hannes Havstein hjelt víxluræðuna. Meðal annars segir hann þetta: Hið gleðilegasta við þessa lengi eftir- þráðusundskálastofnunerþaðtákn tím- anna, aðþað eru æskumennirnir, ung- mennin, sem hjer beitast fyrir það, að koma verki egu fyrirtæki í fram- kvæ md.Paðhefurekki vantaðað undan- förnu, jafnvelaltsíðanfarið var verulega að vinnaaðendurreisníslands, að æsku- lýðurinn legði orð í belg; ungir menn og ungra manna fjelög hafa dyggilega tekið þátt í og jafnvel gengíð á und- an í rítsmíðum, eggjunum, aðfinslum, kröíum og skáldskap um feðranna frægð og framtíðarvonir, yfir höfuð í því, sem gert er með pennanum eða munninum. En að æskumennirnir spenni sig fyrir vagn framkvæmd- anna og taki verklegan þátt í því, að koma hugsjónunum út í lífið, það er tiltölulega nýtt hjer, og það stend- nr í þessu tilfelli í allra nánasta sam- bandi við þann nýgræðing í þjóðlífi voru, sem allra mest má styrkja von- ina um framtíð íslands og íslendinga, hinn vaxandi áhuga æskumannanna á líkamlegum íþróttum, fimleikum og hverskonar kappi í líkamlegri atgerfi. Allir verða með þakklátum hug að játa, að það er bæði mikið og gott verk, sem unnið hefir verið í þjóð- lífi íslands undanfarna áratugi, alt síðan Jónas Hallgrímsson ogjón Sig- urðsson, hver á sinn hátt, Ijetu gjalla lúðurinn, sem enn ómar í eyrum vor- um, til endurvakningar fornu frelsi, tungu og þjóðerni, en hins vegar dylst það ekki, að endurvakningin hefur orðið nokkuð einhliða, helst SKÓLABLAÐIÐ ----ip----- W' fifp—p til mikið bókfræðileg og hugræn, horfandi aftur á bak og fram í tím- ann, en miður rjett fram fyrir fæt- urna á sjer. Hið verklega og lík- amlega hefur orðið á hakanum. Menn hafa reynt að líkja eftir íorfeðrunum í ýmsu, í málfylgi, í lögskýringum, í kveðskap og orðfæri. En að í- þróttum þeirra og líkamsatgjörfi höf- um vjer aðeins dáðst, síður líkt eftir því. Oss hefur þótt gott til þess að vita, að vera eftirkomendur svo vaskra manna, og látið þar við lenda. Fyrst landi vor, Gunnar á Hlíðar- enda, gat hlaupið hæð sína alvopn- aður og Skarphjeðinn stokkið 12 áln- ir ytir Markarfljót milli höfuðísa, þá þurfum við ekki að hafa fyrir því að virna þá frægðina landinu til handa. Fyrst Kjartan samlandi vor synti svo vel, að hann gat kaffært Olaf konung Tryggvason sjálfan, þá gerði minna til, þó við sykkjum eins og steinar rjett við fjöruna. Það bar á okkur sundfrægðarljóma frá forn- öldinni samt. Endurminningadraum- urinn hefir kómið í staðinn fyrir veru- leikann og borið oss ofurliði. Á sama hátt hafa framtíðardraumarnir og stór- pólitíkin oft borið ofurliði nútímans nauðsynjastörf til efnalegs sjálfstæðis og verklegrar viðreisnar. Meðan hinar og þessar hugsjónakreddur og kenn- ingar hafa þróast og fest rætur meira eða minna, hefur landið haldið áfram að blása upp og skógarnir að upp- rætast. Rjóðlíf vort hefur að þessu leyti verið misvaxið, líkt eins og ung- lingur með ofstórt höfuð, ogoflítinn líkama. Slíkt er aldrei holt, enda verður þess ekki dulist, að á síðari tímum hefur brytt á ýmsum þjóðfje- lagskvillum, öfgasýki í einu og öðru, sem getur leitt til mikillar hættu. Úr þessum misvexti á hinn nývaknaði áhugi æskumannanna að bæta. Langt frá því að rýra hugsjónirnar, hið and- lega ogstórhuga, áþettaeinmitt að miða því, að byggja upp hinn nauðsynleg- að asta grundvöll undirþað, skapa hin nauðsynlegu skilyrði fyrir sterkri fram- þróun. Eins og likamsæfingarnar herða og styrkja likama einstaklingsins, eins á sú stefna að styrkja og efla þjóðina í heild sinni, svo að, einnig að því er þjóðlífið snertir, verði heilbrigð sál í heilbrigðum líkama, og eftirfar- andi kynslóð verði betri, sterkari, vitr- ari og afkastameiri, heldur en sú, sem nú lifir. F’etta tekur auðvitað tíma. En þegar frá byrjun má læra margt af líkamsíþróttinni, sem væri hollur lærdómur fyrir vort opinbera líf. Hver sá, sem keppir við aðra í löngu hlaupi sundi eða glímu, kemst brátt að raun um það, að kapp er best með forsjá. Hann lærir það fljótt, að sá sem vill sigra, hann má ekki oftaka sig á neinu gönuskeiði eða ofraun, heldur verður hann að fara jafnt og beint og eiga nokkuð eftir alla leið að markinu. Hann sannfærist um, að gætni og hófsemi í hvívetna, glögg skynjan á ástandinu, sem er, snarræði tii þess að grípa tækifærið og þrek og þol til að fylgja sjer, er einasti vísi vegurinn til sigurs, og lærir því að meta hvern unninn sigur eftir því, hvernig hann er feng- inn. En umfra alt — hann lærir, að leikurinn á að vera það, sem Englend- ingar nefna fair. Hann á að vera heiðarlegur, undirhyggjulaus, háður í einlægni, þannig, að keppinautarnir, andstæðingarnir, geti tekist í hendur bæði fyrir og eftir glímuna. Það ættu þeir að muna. Pað sem því gledur mig allra mest, þegar eg lít á þennan nýbygða sund- skála, — sem eg vona að verði sem flestum til sem mtstrar ánægju, holl- ustu og heilsubótar, — það er það samband, sem hann stendur í við hið vakandi sportlíf hjá hinni ungu og uppvaxandi kynslóð, og á Ung- mennafjelag Reykjavíkur hinar mestu þakkir skilið fyrir þann sýnilega vott um framkvænid og dáð, er þessi nýja stefna vekur. Eg vil óska þess og vona, að að þessi skáli verði almenn- ingi að þeim notum, sem til er ætl- ast, og frumkvöðlum og frömuðum verksins til þess sóma, sem þeir eiga skilið. Að svo mæltu lýsi eg því yfir í umboði stjórnarnefndar sunnfjelagsins Grettis, að sundskálinn er opnaður til afnota. eftir Jóhannes Friðlaugsson kennara. „Mjer kendi móðir mitt að geyma hjarta trútt þó heimur brygð- ist; þaðan er mjer kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða sem nijer aldrei deyr": B. Gröndal. Niðurl. Fyrst framan af er sálarlíf barnanna mjög einhliða. Og þau láta ekki í |jós aðra tilfinningu en þá sem líkams- þörfin krefur. En svo fara smá sam- an að koma fleiri tilfinningar í Ijós. Þær eru mismunandi og missterkar. en það eru tilfinningarnar sem eiga að vera aðal hjálp móðurinnar til þess að ala vel upp börn sín og gjöra þau að góðum mönnum. Þær verða að athuga vel þær tilfinningar sem koma í Ijós hjá börnunum, og veita því eftirtekt hvernig þær eru og hvert þær stefna, og ef þær verða varar við eitthvað misjafnt hjá þeim, þá að reyna að beina tilfinningunum í rjett horf, og koma í veg fyrir að þærverðiein- hliða eða í ósamræmi hver við aðra. Ekkert er það sem hefur jafnmikil áhrif á börnin sem náttúran. Er það því mjög áríðandi að vekja eftirtékt og athygli þeirra á því sem hún hefur að bjóða. Að sýna þeim samræmi það sem alstaðar ríkir í náttúrunni og leiða þeim fyrir sjónir fegurð þá sem hún

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.