Skólablaðið - 15.08.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 15.08.1909, Blaðsíða 4
68 stúlkurnar að kunna vel að matreiða og segja íyrir verkum o. s. frv. þáer það ekki jafn þýðingarmikið sem það aðuppala börn sfn vel. Þvígottupp- eldi er hyrningarsteinninn undirfram- tíðarvelferð þjóðarinnar. Eg vona því að þegar forgöngumenn húsmæðra- skólans fara að raða niður náms- greinum þeim sem hann á að veita tilsðgn í, að þeir gleymi ekki aðsetja uppeldisfræðina efst á blað. Mæður! gleymið ekki þeirri ábyrgð sem á ykkur hvílir gagnvart börnum ykkar. Reynið af fremsta megni að innræta þeim það sem gott er, og glæða þær tilfinningar sem mest ráða um framtíðarheill þeirra. Eða er nokk- ur bitrari samviskukvöl til fyrir móð- urhjartað, en sú að finna það með sjálfri sjer að hafa vanrækt uppeldi barna sinna, og verða á þann hátt orsök að því, að þau verði að óláns- mönnum alla sína æfi. Mörg eru þau mannslífin sem hafa eyðilagst eða orðið hlutaðeigendum og öðrum til kvalar og hamingjuspillis á lífsleiðinni, fyrir það að uppeldi þeirra hefir verið vanrækt á æskuárunum. Og samfara samviskubiti mæðranna eru þær hugs- anir sem þeir menn bera til mæðra sinna, sem finna að það er þeirra skuld að þeir hafa orðið að olnboga- börnum hamingjunnar. Pær hugsanir og óbænir hljóta að bytna að meira eða minna leyti á þeim. Og hvað þær mæður hljóta að vera sælar sem finna það með sjálfum sjer, að þær hafa gjört alt sem þær gátu, þótt af veikum kröftum væri, til þess að ala vel upp börn sín. Og mega hafa rólega samvisku til að mæta fyrir al- heimsdómaranum ogsvaraþéirri spurn- ingu hans >Hvað hafið þið gjört fyr- ir börnin ykkar?«. Þær mæður sem þá geta svarað með góðri samvisku. »Eg hef gjört það sem eg hef getað til þess að gjöra þau að góðum mönn- um í þjóðfélaginu, þær hljóta að vera sælar. Og guð gæfi að það væru sem flestar mæður sem þannig gætu svarað. ^~QJ Jíiállýii og bögumæli. „öfan í“. Eg er altaf að bera mig að venja krakkana mína af málleysum og bögu- mælum, sem þeir læra utan heimilis. Mjer hefur gefist vel að taka sama bögumælið dag eftir dag og ganga í skrokk á því þangað til úti var um það; en ekki er úti um bögumælið fyr en barmð hefur fengið viðbjóð á því, svo að það vill ekki taka sjer það í munn. Sunnlendingar (og víst Múlsysling- ar og ef til vill fleiri) segja: Eg geymi hnykilinn »ofan í« skúffujbær- inn stendur »ofan í« dalnum o. s. frv. »Ofan í« í merkingunni »niðri í« er svo daglegt brauð hjer í Rvík, að _____SKÓLABLAÐIÐ menn er farið að greina á um það, hvort ekki megi aheg á sama standa, hvort heldur sagt er. Og sumir hafa alveg hausavíxl á þessum orðum. Eg þóttist hafa kveðið þetta sunn- lenska »ofan í« niður, og hafði lengi ekki heyrt börnin villast á því. En svo kemur átta ár stelpan með »Norð- urland« í hendinni og segir hróðug: Pabbi, líttu á! Hjerna stendur: Ofan í spiladósinni er Ijósastika með logandi kerti; og þetta skrifar Einar Hjörleifsson; og mátti eg þá ekki líka segja um daginn, að stúlkurnar væru ofan í kjallari að þvo? * * * Síðan. Fyrir skömmu, fyrir löngu, fyrir öndverðu o. s. frv. — er íslenska, góð og gild. En nú er farið að segja: fyrir skömmu síðan, fyrir löngu síðan; og þá að líkindum: fyrir öndverðu síðan. Petta er Danska eða Dönsku-sletta. Kennararnir eru að basla við að þvo hana af móðurmálinu okkar og í heimahúsum er varað við þessu mál- lyti; en hinn lærði Doktor, Jón Por- kelsson segir í ræðu á þjóðminn- ingardegi Reykvíkinga: »Fyrirfrekum mannsaldri síðan var allur þorri húsa hjer svartur fyrir tjöru, og bærinn yfrleitt ófagur. Petta Danska »síðan« skartar illa innan um fornyrðin og þá ómenguðu íslensku, sem Doktornum annars er svo töm. —— — — — > * Spurningar og svör. Hvar er ódýrast að læra almennar fræðigreinar, svosem íslensku, Dönsku Ensku, landafræði, sögu, náttúrufræði og reikning — hjá vel mentuðum og góðum kennurum, og hvað getur slíkt nám kostað minst í J/2 ár (1 vetur)? L. B Nokkur vandi að svara spurning- unni. Peir, sem fá »heimavist« í Flensborgarskólanum, munu komast af með c. 125 kr. í 6 mánuði. Vjer þekkjum ekki annan ódýrari stað. Til „kunnugs“. Skólablaðinu hafa borist annarstaðar að upplýsingar um stofnun kvenna- skólans í Reykjavík svipaðar því, sem þjer takið fram í grein yðar. Pakkar yður fyrir þær og er yður að öllu samdóma, en vonar að þjer mis- virðið ekki, þó ekki sje talin ástæða til að flytja að svo stöddu lengra mál um það efni. Óborguð brjef til mín prívat, eða til Skólablaðsins, sem kastað er inn í pósthúsið, leysi eg ekki út eftirleiðis; heldur ekki slík brjef, sem send eru lengra að, ófull- nægjandi frímerkt, eða ófrímerkt. Ritstj. Xosning / fræðslunefndir átti samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóv. 1907 að fara fram á árinu 1908. En víða hefir enn ekki verið kosið í þessar nefndir, og brytt hefir á þeim misskilningi að lög frá seinasta þingi um breytingu á fræðslu- Iögunum heimili enn drátt á fræðslu- nefndakosningunum til 1912. Með því að það er fvrir ýmissa hluta sakir mjög áríðandi, aðfræðslu- nefndir verði kosnar í síðasta lagi í haust í öllum hreppum landsins, eru hreppstjórar og oddvitar mintir á að láta kjósa í fræðslunefnd á komandi hausti, þar sem það hefur ekki verið gert áður. Jón Pórarinsson umsjónann. fræðslum. — KENSLUÁHÖLD þau er fræðslumálastjórinn hefur valið og ætluð eru föstum skólum og farskólum, útvegar og selur undirritaður, eins og áð- ur hefir verið auglýst. Vissara er að draga ekki léngi úr þessu að panta áhöld, sem senda á hjeðan með seinustu strandferðaskipum í haust. Rvík. 26/7 ’09. Morten Hansen. UNGA ÍSLAND. MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OO UNOLINGUM. 5. árg. 1909. — 5000 eintök. Kostar innanlands kr. 1,25, sem borgist fyrir maílok- Pessurn árgangi fylgir gefins handa skil- vísum kaupendum : BARNABÓK UNGA ÍSLANDS 5. ár. FRJETTABLAÐ UNGMENNA 1. ár. HAUSTSKÓGUR (ljómandi falleg lit- mynd). BÓKASEÐLAR, sem veita afslátt á ýmsum bókum. VERÐLAUNAPRAUTIR eru í blaðinu við og við. Útsölumenn fá blaðið lægra verði, og auk þess ýms hlunnindi. Meira síðar. Útgejandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELA G. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN ÞÓRARINSSON. Prentsmiðja D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.