Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 91 Þá er enn eitt, sem elur óráðvendni upp í börnunum. Það er óráðvendni foreldra og hásbœnda við aðra, þó ekki se'þjófnaður nefndur. Börn taka ótrúlega snemma eftir því og öðru Þegar börnin heyra og sjá að eitthvað er selt með okri, eitthvað borgað illa, eitthvað ekki vel útilátið, þá veikist fróm- lyndi þeirra. Eins er ef þau vita að svikist er um að borga skuldir, farið illa með ábyrgðarmenn og ýmislegt fleira þessháttar. II Og svo er loksins ennþá eitt. Eignarréttur barna er ekki alténd haldinn friðhelgur! Pað sem börnum er gefið, það eiga þau úr því. Og það er hættulegt ranglæti að taka frá börnum það sem þeim er gefið. Þetta gera þó margir. Barninu er gefinn til dæmis skildingur. Svo er hann tekinn, af því og keypt fyrir hann eitthvað utaná barnið. Þetta er rangt. Því þeir sem um barnið eiga að sjá, eru skyldugir til að fæða það og klæða, og eiga ekkert með að taka eign þess til þess eða annars handa því. Verra er það þó, þegar fé barnsins er beinlínis brúkað í annara þarfir. En það hefur, því miður, stundum verið gert. Fátækum foreldrum er nú að vísu vorkunn þótt þeir brúki fé barnsins eitt- hvað. En þeir eiga þá einungis að hafa fé þetta sem lán, skrifa það hjá sér, gera barninu grein fyrir því, þegar það fer að hafa vit á. og aldrei taka neitt frá barninu án þess að spyrja það um( ef það er farið að hafa vit á eignarréttinum. Enn ófyrirgefanlegra er, ef vandalausir taka nokkuð af þvf, sem barnið á, án þess að fá barnsins leyfi, og án þess að skila því öllu aftur. Ðæmi: Sveitabarni er gefin, t. d. 1 króna, hún er svo tekin af því til einhvers, og það fær hana aldrei aftur. Þetta er hreinn og beinn þjófnaður! Og eg er viss um, að svona ódrengileg breytni við börn er stór hneyksli, sem mjög stuðlartil að gera barnið að þjóf, ef það ekki er því ráðvandlegar upplagt. Allir þér, sem eigið um börn að sjá, gáið að ykkur í guðs nafni, að þið ekki brjótið sjöunda boðorðið við börninl' En sé nú barn óráðvant, og sé það ekki uppeldinu að kenna hvað á þá að gjöra.? Sneypa, berja, eða hýða? Best að fara hægt í þessháttar. Reyna heldur vel að áminna með hógværð og leiða fyrir sjónir alt ólán það, sem óráðvendnin hefur í för með sér,.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.