Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 14
94 SKÓLABLAÐIÐ boða trú (59). Höf. lætur sér nægja að gefa atburðina en reyn- ir ekki að útskýra þá, eða rekja innra samhengi þeirra. Einstaka sinnum gefur hann þó mola af eigin borði og er þá venjulega fremur óheppinn. Bls. 7 segir hann: »þrátt fyrir ágirnd, mann- dráp og rán víkinganna má segja að 'siðalögmál þeirra væri: drenglyndi, hreysti, trygð og sannleiksást*. Svo bætir hinnvið, að samt megi menn ekki halda, að allir víkingar hafi lifað eftir þessu siðalögmáli. Eftir þessu ætti ágirnd manndráp og rán ekki að fara illa saman við drenglyndi; og þó voru að sögn hans sumir af þessum siðgóðu mönnum verri en svo að þeir gætu lifað eftir þessu lögmáli. Bls. 45 segir höf. um Ásatrúna: »Væri þá goðin ýmind ýmsra sálareiginleika, en baráttan milli goða og jötna táknaði baráttu milli andstæðra afla sálarlífsins« etc, etc. Þetta minnir mig á danskan sagnfræðing, sem hélt að sagan um Þór í kvennbúningi, táknaði sérstaklega baráttu kvenna nú á tímum fyrir kosningarrétti. Höf. getur varla tekið illa upp þótt lesendurnir efist um, að siðleysingjar sem léku séraðbörn- um á spjótsoddum, hafi yfirleitt hugsað nokkuð um hin andstæðu öfl sálarlífsins, allrasíst á þann hátt sem hér er getið til. Stundum slæðast inn í efnið verulegar villur: Ptolemæus er talinn »mestur stjörnufræðingur fornaldarinnar* (152), Oissur Þorvaldsson er látinn flytja út að Stað á Reykjanesi vorið 1259 (281). Þá er einokunarverslunin flutt hálfa þriðju öld aftur í tímann (bls. 300), o. fl. af þessu tægi. Sigurður ritar yfirleitt blátt áfram og Iagjegt mál; en verður þó stundum ónáttúrlega íburðarmikill. Þegar höf. minnist á harm Egils yfir sonarmissinum, segir hann: »Því að banamadursowzx hans var Ægir, sjávarguðinn og kona hans Rán. Sveið hetjunni sárt að geta ekki komið fram hefnd« (67). Betur hefði mátt komast að orði en að segja að frillu lifnaður /slendinga hafi staðið á gömlum merg (220). Á sömu bls. er tólf sinnum tal- að um »frillur« og »frillulifnað«. Annars virðist höf. hafa þekt allvel takmörk sín, og þess- vegna fremur haldið sér við að færa fram skoðanirannara manna heidur en eigin athuganir. Og þó varla sé hægt að segja að Mfnntngítr feðra vorra sé skemtileg bók, eða líkleg til að hafa

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.