Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 15.06.1910, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 93 einnig þar sem harmoníin ern komin. Hann batnar aldrei fyr en það er orðið alment að börnin syngi með tilsögn kenn- ara. Bækur. sendar Skólablaðinu: Sigurður Þórólfsson: Minningar feðra vorra. R.vík 1909. Lýðháskólastjóri Sig. Þórólfsson hefur kent íslandssögu all rækilega í Hvítárbakka-skólanum nú um nokkur undanfarin ár. Þessa fyrirlestra sína gefur hann nú út; er það saga íslands frá bygging landsins og fram um 1400, allnrikil bók, liðugar þrjú hundruð síður. Höf. rekur þannig söguna mun ýtarlegar en gert hefur ver- ið í þeim söguágripum, sem notuð hafa verið í skólunum hing- að til. Hann notar sem aðalheimildir Landnámu, Atlasögurnar, Biskupasögurnar og Sturlungu. Þegar henni sleppir eru heim- ildir færri og fátækari, enda er frásögn höf. mun sundurlausari úr því. Aðalkostur bókar þessarar er sá, að þar er safnað saman allmiklu efni úr ritum, sem ekki eru alveg á allra færi. Þar er útdráttur úr Eglu, Kórmaks-sögu, Njálu, Gretlu, flestum Eddu- kvæðunum, nokkrum aðalþáttum Sturlungu etc. Hinsvegar er á fárra manna færi að gera útdrátt úr snildar-verkum svo að ekki sé raun að, þeim sem þekkja frumritin. Og Sig. Þórólfsson bregður sjaldan nýju ljósi yfir frásögnina. Ekki verður séð að höf. hafi stuðst verulega við ritgerðir og skýringar á íslandssögu í sambandi við sögu grannþjóðanna. Hann er því altof fáorður um þau tímabil í sögunni þar sem eru vega- og stefnumót Um alþingi segir hann að »eftir að landið var orðið albygt, fundu íslendingar að þeir þurftu ein lög yfir landið alt »(45), Frásögnjn um kristni tökuna byrjar með Þorvaldi, að tíann hafi orðið kristinn, komið hingað Og fariðað

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.