Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.02.1911, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 35 ræður úrslitum mála, og sker formáður úr, ef jöfn eru. Eigi er fundur lögmætur, ef færri eru á fundi en 3. Enginn nefndar- maður á atkvæði um mál, er til hans tekur sérstaklega. Rita skal fundarályktun hverja í gjörðabók, er sýslumaður löggildir eða bæjarfógeti. * III. kaíli. Um skyldu fræðslunefnda. 6. gr. Fræðslunefndir hafa á hendi stjórn og umsjón fræðslumála hver í sínu héraði, það er lög þessi taka til. Þær hafa vand- !egt eftirlit með prófum, sjá um að hlýtt sé fyrirmælum stjórnar- valda um hollustuhætti í skólum og aðra reglu þar. Barnafræðslu- nefndum er sérstaklega skylt að kynna sér, hver í sínu hjeraði, hversu liáttað er um fræðslu barna þar á hverju heimili, og að bæta um, ef lög þessi eru vanhaldin, með því að útvega kenn- ara á heimilið eða kóma börnurium fyrir annarsstaðar til lög- mæltrar tilsagnar, á kostnað þeirra, er að þeim starida og má svara kostnaðinum í bili úr sveitarsjóði eða bæjar, og ta, ? hann síðan lögtaki. VI. kafli. Um barnaskóla. 7. gr. Nú veita barnaskólar þeir, sem upp eru komnir, til muna frekari fræðslu en til er skilin alt að 12 ára aldri, og það jafn- vel alt að því, er ætlast er til að átján ára ungmenni hafi orð- ið aðnjótandi, og skulu þá slikir skólar nefnast ungmennaskólar og njóta fjárstyrks úr landsjóði alt að l/8 móts við a/8 úr sýslu- sjóði eða bæjarsjóði, með þeim skilyrðum: 1. að kenslunni sé hagað eftir reglugjörð, sem stjórnarráðið hefur samþykt, 2. að fullnægt sé reglum, er stjórnarráðið setur skólum um hollustuhætti og kröfum þess um kensluáhöld, 3. að kennari sé ráðinri til skólans eftir tillögum ungmenna- fræðslunefndar og að hann hafi leyst af hendi kennarapróf? nema hann hafi verið árlangt eða lengur kerinári við fastan barnaskóla, er notið hafi styrks úr landssjóði.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.