Skólablaðið - 15.02.1911, Page 4

Skólablaðið - 15.02.1911, Page 4
36 SKÓLABLAÐIÐ V. kafli. Um próf. 8. gr. Próf s.kal halda á ári hverju um kunnáttu barna í barna- fræðsluhéraði hverju. í barnaskólaprófum prófar kennari (kenn- arar) skólans, en ella sá maður, er barnafræðslunefnd ræður til þess fyrir kaup, er greiðist úr bæjarsjóði eða hreppssjóði. Við próf skulu jafnan vera 2 prófdómendur og ra þeir að starfslaun- um alt að 4 kr. í dagpeninga. Veita skal hverju barni, er próf stenst, skírteini um það, undirritað af prófdómendum. Nú kemur piófskylt barn ekki til prófs án giidra forfalla og sætir þá sá maður sektum, er barnið hefur til framfærslu. 9. gr. Próf skal halda á vorum í ungmennaskólum öllum í lög- mæltum ungmennafræðigreinum samkv. 2. gr., og prófar kennari skólans eða kennarar að viðstöddum 2 prófdómendum. Skipar bæjarstjórn eða sýslunefnd annan úr ungmennafræðslunefnd hér- aðsins, en stjórnarráðið hinn. Þeir fá 5 kr. í kaup á dag, annar úr bæjarsjóði eða sýslusjóði, en hinn úr landssjóði. Stjórnarráðið setur reglur um tilhögun prófsins og kveður á um prófskýrslur, er því skal senda, og um prófskírteini, er veita skal þeim er prófið standast. Skýrslur þessar og skírteini undirskrifa skólastjóri (yfirkennari) og báðir prófdómendur. Rétt er hverju ungmenni á 12—18 ára aldursskeiði, að ganga undir próf þetta, því er eigi hefur undir það gengið áður og staðist það. VI. kafli. Önnur fyrirmæli. 10. gr. Barnafræðslunefnd hver hefir í þóknun fyrir starfa sinn ár hvert í kaupsföðum 5 aura fyrir hvern heimilisfastan íbúa barna- fræðsluhéraðsins, en í sveitum 10 aura. Þóknunin greiðist úr bæjarsjóði eða sveitar. Ungmennafræðslunefnd hver hefur í ársþóknun fyrir störf sín 150 kr., og greiðist þóknunin úr sjóðum bæja þeirra eða sýslna, er í hlut eiga.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.