Skólablaðið - 15.02.1911, Page 7

Skólablaðið - 15.02.1911, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ 39 Líklega hefur enginn maður á landinu átt von á nýju frum- varpi til laga um frœðsla œskulýðsins frá stjórninni inn á þing i vetur. Framanskráð frumvarp er þvt' sannarlega nýmæli. Þegar ráðherra segir: »Skip mitt er komið að landi«, er svo sem eðlilegt að við spyrjum: «Hvað hefur það að færa« ? — Hvaða breytingu liefur þetta frumvarp að færa á þeirri fræðslu æskulýðsins, sem fyrirskipuð er með gildandi fræðslulögum? Markar það framför eða afturför? Því er fljót svarað. Það markar afturför, og hana stór- kostlega. Skyldunám: barna samkvæmt þessu frumvarpi nær ein- ungis til 12 ára, en í gildandi lögum til i4 ára. í þessu nýja stjórnarfrumvarpi eru frœðslukröfurnar því eðlilega minni, þær er gert er að skyldu að fullnœg]a. Hér er stigið afturábak aftur það spor, sem stigið var fram með fræðslulögunum 22/n 1907, að því er fræðslukröfurnar snertir og námsskyldu barna. Ekki stoðar það neitt að vitna til þess, að frumvarpið geri ráð fyrir víðtækari, almennari ungmennafrœðslu, þar sem ætlast sé til, þess að einn ungmennaskóli verði í hverri sýslu; því að enginn unglingur eftir 12 ára aldur er skyldur til að ganga í þessa skóla, og því engin trygging fyrir því, að þeir verði not- aðir; En fríviljugir unglingaskólar eru ekkert nýmæli, eins og kunnugt er; þeir hafa undanfarin ár verið stofnaðir, hvar sem þörf hefur þótt, og flestir fengið styrk úr landsjóðí. Á þessum vetri muuu þannig starfa undir 20 sltkir skólar, og innan handar að fjölga þeim eftir því sem þörfin krefur; en hækka þarf þá auðvitaö fjárframlag úr landssjóði til þeirra. En afturförin er engan veginn fólgin í því einu, að skyldu- námið er minkað. Fræðslulögin frá 1907 stefna að því, að þeir nienn, sem hafa barnafræðsluna á hendi til hjálpar heimilunum, séu, eða verði að minsta kosti með tímanum, sérmentaðir menn t upp- eldis- og kenslu.ræðum, menn sem trúandi sé til jaess að ha.a holl uppeldisáhrif á börnin, sem hafa tök á að hafa heillavænleg áhrif á luigsunarhátt þeirra og hjarta rneð kenslunrii. Þetta starf vita nú flestir menn, að á að vera aðalstarf barnakennarans, það starf, sem börnin mannast mest af og búa lengst að í lífiriu.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.