Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐID 107 Eg tek þetfa sem dæmi því til sönnunar, að fjárveit- ingar til búfræðinganáms gerir ekki meira gagn en fjárveit- ingar til annarar fræðslu, sem menn mundu telja óæðri. Og að moka stórfé til einstakra stofnana, en láta fjöldann búa við andlegan sult og seyru, það tel eg illa farið. Eg held, eins og nú standa sakir, að fræðandi fyrirlestrar sé heppilegasta uppfræðsluaðferðin. þjóðin á alment að fylgjast betur með [alment] en hún gerir. Margir eiga enga bók, kaupa ekkert blað, lesa ekk- ert, ræða engin þýðingarmikil mál, koma hvergi fram sem styrkjandi neinar framfarir, vilja engu rétta hjálparhönd. Bestu umbætur sem gera þarf, eru umbætur hugsunarhátt- arins. Hann er óhafandi víða. það er ekki til neins að gylla það neitt: mikið af íslendingum stendur á lágu menn- ingarstigi! Framfarirnar hafa víða orðið miklar á skömm- um tíma nú síðustu árin En þær hafa orðið mestar útvort- is: hús, skip, bryggjur, jarðabætur, o. s. frv. En það hef- ur líka farið aftur: trúleysi magnast, siðgæði minkar, hroki óráðþægni og óviðeigandi stórmenska vaxið, óréttlæti, ill- girni, o. fl. þessháttar aukist. En það kemur margt af óréttri samkeppni. Menn keppast að spilla hver fyrir öðrum! Hvernig stendur á því, að áhrif hinna bætandi manna er svo hverfandi ? Eg ímynda mér að þeir séu of fáir, og of fáir nógu áhugasamir. það vantar fleiri til þess að rækta fólkið. það þarf að hjálpa þeim sem berjast á móti óvinum þjóðfélagsins í hvaða mynd sem þeir óvinir birtast. Eg vil vera í bardaganum, en veit ekki, hvort og fæ vopn og herklæði. Góðír kostir bjóðast íslenskum kennurum og kenslukonum til að laka þátt í iagnaðarhátíð Norðmanna í sumar. í Kristianíu er föst nefnd, sem sér um fyrirgreiðslu alla fyrir norska kennata, sern vilja taka

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.