Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.07.1914, Blaðsíða 12
103 SKOL.ABLAÐ1Ð þált í hátíðahöldunum í höfuðborginni. Fargjöld eru mjög sett niður á járnbrautum og skipum, en mest er um vert að nefnd þessi sér kennurum fyrir afar ódýrri gistingu í bænum meiri part sumars. • Það eru kostakjör fyrir kennara að geta fengið gistingu fyrir 75 aura, eins og annars verður dýrt að koma sér fyrir í Kristianíu um þessar mundir. En þessum kostakjörum geta ísl. kennarar og kenslukonur og sætt, þeir er vilja og kynnu að hafa hentug- leika til að fara. Frk. Halldóra Bjarnadóttir, forstöðukona barna- skólans á Akureyri, hefur gert fyrirspurn til nefndarinnar og fengið það svar, að íslenskir kennarar og kenslukonur séu vel- komnir gestir, og verði þeim séð fyrir gistingu á sama hált og Norðmönnum seinast í júlímánuði. Ekki þarf annað en skrifa eða síma til frk, Halldóru Bjarna- dóttur: nefndin t Kristjaniu hefur beðið hana að láta sig vita, hve mörgum þurfi að ætla rúm. Færi einhver héðan af Suður- landi, gæti hann (eða hún) haldið sér, til Chr. O. Rasch, Lærer ved Kria. Folkeskoler, Nordal Östre Aker pr. Kristiania, en til- kynna verður hann það frk. Halldóru, svo að hún viti af komu hans. Tannlækningar barna. Friðjón Jensson tannlæknir bauð öllum skólabörnum hér í vetur að fá ókeykis tannviðgerð hjá sér aðeins fyrir þriðjung vanaverðs. — Það var gott og barft tilboð, enda var því tekið feginshendi af börnum og aðstandendum þeirra. Mesti fjöldi af tönnum voru fyltar upp, margar teknar, og börnunum lagðar alvarlegar lífsreglur um notkun tannburstans og viðhald tannanna framvegis. Fátækustu börnunum, gaf lækn- irinn hjálpina, en flestir greíddu hið lága gjald með glöðu geði, Skemdu tennurnar og tannleysið er að verða Iandplága. Fjöldi unglinga tannlaus, eina úrræðið hefur verið að draga úr, draga úr, til þess að hafa frið. Tannlækning þarf að verða al- mennari, tannlæknar fleiri.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.