Skólablaðið - 01.03.1915, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.03.1915, Qupperneq 4
36 SKÓLABLAÐIÐ YTegna þess hve bygðin er strjál og mikið um heimafræðslu, og börnin Utið færð saman, verða kennararnir að vera svona niargir. En af því þeir eru svo margir, hefur þjóðin ekki efni á að borga þeim sómasamlega. Og af því þeim er illa goldin vinnan, svo illa, að þeir geta alls ekki lifað af kaupinu, enn síður keypt bækur, ferðast eða gert annað það, sem kennari þarf að gera til að halda við fjöri og þekkingu, þá hætta flestir fljótlega að kenna og taka að stunda aðrar atvinnu- greinar. Því efnilegri sem kennarinn er, því fleiri dyr standa honum opnar til að yfirgefa stöðuna. En furðumargir af bestu mönnunum sitja af sér góð boð, af því þeir hafa áhuga á starfinu, ög sætta sig við sífelda örbyrgð og allsleysi. En þrátt fyrir þann mikla og virðingarverða fórnarvilja, verður jafnvel þeim mönnum lítið ágengt, vegna illrar aðstöðu og mótþróa og skilningsleysis þeirra, sem unnið er fyrir. Og þó mun enn meira kveðá að hjá þeim, sem ekki eiga annars úrkosta og gleðjast af neyðarbrauðinu. Varla munu þeir menn tala kjark í æskulýðinn. Margir menn eru svo fávísir, að þeir halda að það sé gróða- vegur að vera kennari og fá t. d. 150 kr. auk fæðis um vetur- inn. Hafi maðurinn gengið í gegnum alla bekkí kennaraskól- ans, er hann búinn að verja til námsins 12-—15 hundruð krón- um. En hver daglaunamaður getur nú fengið meira en þetta vetrarkaup við sjóróðra og sveitastörf á Suðurlandi, og hefur engu orðið að kosta til undirbúnings. Eðá litum á kjör giftra farkennara. Hver vill vera flækingur alla æfi, kennari á vetr- um og í vegavinnu á sumrum, hafa alls um 350 kr., og fæða og klæða af því kaupi konu og börn? Allir sjá, að það er ó- mögulegt. Litlu betra eiga kennararnir í sjóþorpunum með 500—800 kr. og kosta sig sjálfir. Að vísu eru margir þeirra giftir. En í kaupstað getur enginn lifað heilbrigðu lífi af þessum launum, og ekki þó bætt sé við 2—300 kr. með sumar- vinnu. Undir þessum kringumstæðum verður ekkert afgangs til bókakaupa og sárfátæktin dregur úr kennaranum afl og fjör. En þessi vöntun kemur aftur niður á börnunum, og þjóð- inni allri, þegar svo verður víða., Til samanburðar mættu bændur gjarnan virða afurðir af búunum, draga frá rentur af höfuðstól og verkafólkskaup og sjá svo hvað eftir verður. Ef til vill öfunduðu þeir þá minna farkennarana. Að minsta kosti

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.