Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ
45
En skólarnir eiga aö ganga á undan og gæta sín. Þeir mega
aö minsta kosti ekki vera orsökin.
En eru þeir þaö nú ekki stundum?
Síöan fræöslulögin gengu í gildi, hafa kennararnir meira
vald gagnvart börnunum en áöur. Skólanefndir og foreldrar
dæma dugnaö kennaranna eftir kunnáttu barnanna. Börnin
eiga aö læra, nauðug viljug. Sé kenslan ekki góö, er hætt við
að margt barnið gangi að náminu sem hverju öðru skylduverki,
sem sé lokið, þegar prófið er afstaðið. Ef kennarinn skyldi nú
bera svo mikla umhyggju fyrir sjálfum sér, að hann miðaði
kensluna leynt og ljóst, eða eitt af tvennu, við prófið, þá er
«nn meiri ástæða til þess, að fróðleiksfýsnin dofni. Börnin
hugsa til prófsins sem endalokamarks námsins. Eftir það eru
þau frjáls. Mega sjálf ráða, hvað þau lesa. Fáir hafa löngun til
bóklesturs fyrst eftir að þeir hafa lokið prófi. Sama kend
cr í börnunum og varir oft lengi.
Ekki er það ætlun min, aðvilja afnema prófin. En börnin
rnega ekki hugsa til prófdagsins sem einhvers hræðilegs dóms-
dags. Til þess að draga úr ótta fyrir vörprófi eða fullnaðar-
prófi, mun reynast vel að láta þau taka próf nokkrum sinn-
um á vetrinum, t. d. mánaðarlega. Ætti þá að reyna þau í þvi,
sem þau hafa lesið yfir mánuðinn. Mundu þau brátt geta skilið
að vorpróf væri samskonar reynsla í þvi sem þau hafa lesið
yfir veturinn. Nokkrir kennarar hafa. þessa aðferð og er
sögð reynast vel.
En andinn, sem hvílir yfir prófinu, ræður mestu um áhrif
þess. „Jeg læri af því að jeg á að ganga undir próf,“ og „jeg
geng undir próf af því að jeg læri“, 'eru setningar með ólíkri
merkingu. Hvorri stefnunni1 vill kennari fylgja? Því mun
auðsvarað. En hvað gerir sá kennari, sem alt af er að jarma
um pröfið við börnin eða hugsar mest um það, hvernig þau
muni reynast við prófið? En ef til vill er enginn til slíkur.
Eitt er ótalið, sem ekki ræður minstu í þessu efni: Próf-
dómarinn þarf að hafa vit á að dæma um þekkingu barnanna.
Það er auðvelt að hlústa á orð bókarinnar endurtekin og pára
svo átta á blaðið sitt. Hitt er öðugra, þegar barnið bindur sig
lítið við bókina en notar eigin orð. Fyrir hvert af þessu tvenmi
skyldu prófdómarar gefa hærri einkunn yfirleitt?