Skólablaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 2
114 SKÓLABLAÐIÐ að heimilt væri aö sleppa „kverinu" þótti þurfa aö útvega sta,ö- festingu stjórnarráösins á Barnabiblíunni til aö vera kenslu- bók undir fermingu, og koma þannig í staö „kveranna“. Útgefandi bókarinnar sækir því um þessa löggildingu. En stjórnarráöiö löggildir bókina ekki. Heimilar aö eins aö hún sé notuð við kenslu í biblíusögum. Líklegt er, að vísu, aö sú hugsun hafi vakað fyrir stjórnar- ráöinu, aö óþarft væri að „löggilda“ biblíuna sjálfa til að vera kenslubók í kristinfræöum; það væri sjálfsagður hlutur, að hver sem óskaði, mætti brúka hana til þess. En svar þess hefur nú samt sem áður verið skilið svo, að biblíusöguna megi að visu kenna eftir Barnabiblíunni, en trúarlærdómana og siða- fræðina ekki, heldur verði til þess að nota „kver“. Barnabiblían er þannig nú eina löggilta bókin til að kenna eftir biblíusög- una, því að biblíusöguágrip þau, sem hingað til hafa verið notuð, hafa aldrei verið löggilt af neinum stjórnarvöldum svo kunnugt sé. Nú gerist ekkert í þessu máli fyr en á prestastefnunni í sumar. Þá er málið tekið upp aftur til umræðu, og var þá, eftir því sem á undan var farið, ekkert líklegra en að presta- stefnan léti óánægju sína í ljós yfir úrslitum þess. Því miður áttum vér ekki kost á að vera við umræður prestastefnunnar um málið — vissum ekki að það kæmi fyrir þann daginn. En eftir því sem fregnriti dagblaðs eins í Rvík, sem við var stadd- ur, segir frá, tjáði prestastef nan sig nú ein- dregið mótfallna þeirri breytingu á kenslubókum í kristinfræðum, sem prestastefnurnar höfðu verið að biðja um þ r j ú á r u n d a n f a r i ð. Og að því er fregnritiari blaðsins segir lá við að prestastefnan flytti ráðherra þakkarávarp fyrir að hafa haft þarna vit fyrir fyrri prestastefnum, biskupi og öðrum guðfræðingum, og presta- kennara. Á prestastefnu þessari, hinni síðustu, talaði meðal annara kenslukona ein frá barnaskóla Reykjavíkur, og hafði talið vand- kvæöi á því fyrir sig að kenna kristinfræði með Barnabiblí- unni einni. Lítur helst út fyrir að kenslukonan hafi valdið þeim straumhvörfum, sem nú urðu svo hastarlega og óvænt í skoðun- um prestanna; henni hafi tekist að færa svo góð rök fyrir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.