Skólablaðið - 01.07.1919, Side 12

Skólablaðið - 01.07.1919, Side 12
io8 SKÓLABLAÐIÐ En varla er hægt a8 lítilsvirða nokkurt starf á annan hátt meir en J?ann, að segja, að sjerfræði í því sje ónauðsynleg. Að slík- um skoðunum hefir verið haldið fram í uppeldismálum sýnir það eitt, hvað vitmenn geta verið blindir á vissum sviðum, þar sem þá vantar sjerþekkinguna. Og er lifandi dæmi þess, hve hættulegt er að fela uppeldisstörfin þeim, sem enga kennara- mentun hafa. Ef kennarastarfið á ekki að vera annað en dauð og köld yfirheyrsla, ]?á J?yrfti auðvitað ekki að vanda til kenn- aranna, nje launa starf J?eirra vel. Væri J?á best að stíga nógu langt skref aftur á bak og taka upp J?á aðferð, sem víða gilti, J?á, að fela kensluna J?eim, sem lítt voru starfhæfir vegna van- J?roska andlegs eða líkamlegs. Eigi J?að aftur á móti að vera takmark uppeldisins, að framleiða góða, vitra, sjálfstæða og dugandi menn, J?á ]?arf fyrst og fremst að tryggja ]?að, að hver einasti kennari fái kennaramentun, og að starfið sje launað sómasamlega, svo að dugandi menn J?urfi ekki að fráfælast að taka }?að að sjer. En sannarlega ekki minni sjerþekking heimtandi af J?eim, er kenslu vilja stunda, en sú, er kennaraskólinn veitir peim, sem ekki hafa í æðri skpla gengið, er J?að síst of mikið, að ljúka }?ar prófi, en auðvelt }?eim, sem áður hafa hlotið al- menna mentun. Er sá skóli svo hollur, að engan mun iðra ]?ess, að hafa sótt hann. Jeg hefi kynst starfi nokkurra kennara undan og eftir veru þeirra í J?eim skóla, og fundið gagngerða breytingu. Aðalmun- urinn á sjermentuðum kennara og kennara með almenna ment- un, verður oft sá, að hinn fyrnefndi sníður alt starfið eftir eðli barnsins, aðalatriðið er honum J?roski }?ess, á öllum sviðum. Hann ber lotningu fyrir barnseðlinu og útrýmir öllu, sem kemur í bága við vöxt J?ess andlegan, líkamlegan og siðferðislegan, Hinum síðarnefnda verður námsgreinin alt. Honum hættir við að misj?yrma barnseðlinu, }?ar sem hann keppist við að fylla barnið alls konar fræðum. Honum láist oft að gæta J?ess, hvernig mannkynið hefir farið að ]?ví, að afla sjer J?essarar J?ekkingar, að hún hefir komið smátt og smátt með örðugri leit og áreynslu, sem leitt hefir að niðurstöðuatriðum og sannindum.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.