Skólablaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 2
SKÓLABLAÐIÐ 114 ólíkar og svo gersamlega gagnstæðar hver annari, að þær eru ljósastur vottur sjálfum sjer um það, hversu slíkir dómar geta verið hæpnir og einhliða. pað er og fróðlegt, að athuga ádeilur þeirra rithöf- unda, sem harðlegast hafa fundið að skólunum, og af mestri alvöru og einlægni, og reynt að benda á nýjar leiðir og betri. Margoft er þá skelt á skólana eina þeim sökum, sem í rauninni eiga rætur í gervöllu mannlíf- inu. Höfundarnir lýsa því átakanlega, hversu flest gangi öfugt í skólunum, og hversu þeim mishepnist að koma nemendum sínum til verulegs þroska. En það er eins og þeim skiljist það ekki sjálfum, að þeir eru þá að glíma við almenna og rótgróna galla mannfólksins yfir- leitt, og láta sem þctta sje skólanna sök, eða það sje þeim að kenna, að ckki verði við þessum meinum gert. Og þá er hitt, hvernig þessir vandlætarar stundum vilja skcra fyrir skólameinin og endurskapa skólana, en stefna svo með tillögum sínum, t. d. um námsefni og námsaðferð- ir, í bersýnilega ófæru og stórum verri en þá, sem þcir vildu vara við. (Til dæmis um þetta mætti nefna sumt í ritum hinnar stórvitru konu Ellen Key). En „sæll er sá, scm hræddur er.“ Skólunum og kenn- urunum er það holt og gott, að eiga refsivönd aðfinn- inganna yfir höfði sjer. ]?að skerpir ábyrgðartilfinning- una, og ætti að knýja hvern kennara til að gera sjer ljóst hvað hann er að gera og hvað hann vill, og forða skólunum frá að síga of mjög í skorður gamals vana og sjálfbyrgingsskapar. Og lof sje því hverjum þcim, scm brýnir rodd hrópandans i eyðimörkinni; og þótt jafnaðar- legast sje þá sagt hcldur meira en minna, þá sakar það ekki. pað eru í rauninni ljettvæg rök á móti skólagöngu barna og barnaskólum yfirleitt, þótt benda megi á það.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.