Skólablaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 12
124 SKÓLABLAÐIÐ og á Akureyri, fyrir hundruðum áheyrenda á hverjum stað. (Hjer er um allmerkar nýjungar að ræða, og hefir Skólablaðið fengið loforð frú Aðalbjargar um fyrirlesturinn til birtingar). pað er hin mesta nauðsyn, að fyrirlestrar þessir gætu haldist við og komist sem víðast á, og þeir kennarar, sem sjá sjer fært, ættu að láta sjer J?etta fyrirtæki að kenningu verða, og bregðast vel við, hver í sínu hjeraði. Hjer er ekki til fjár að vinna, en það getur líka verið mikils virði fyrir J>ann sem gerir, að viða að sjer í einn fyr- irlestur eða tvo, og nóg er að segja um þessi efni, bæði til fróðleiks og vakningar, og sæmilega fluttirfyrirlestrarerumeðþökkumþegnir um land alt. En rjettara er að sæta því færi um slíka fyrirlestra sem J>essa, að fólk sje J>ar saman komið hvort sem er, því þess er varla að vænta, að fjölsótt verði um langar leiðir til þess eins, að hlýða erindi um uppeldismál; þau þykja ekki alment slíkt ljúfmeti. peim mun meira kemur og til kasta fyrirlesarans, að, vinna gagn með erindi sínu. Dánargjöf láíins kennara. f Ketill Kristvin Bergsson var fæddur 20. okt. 1870 í Hlíö við Kollafjörð í Strandasýslu.. Misti föður sinn 1872 og móður sína, sem hann alt af fylgdi, 1886. Vann að almennri sveitavinnu frá 10 ára aldri og til 22 ára aldurs; J>á um haustið, 1892, fór hann í Flensborgarskóla og útskrifaðist þaðan 1894, með góðum vitnisburði (5.44 í að- aleink.). Stundaði sveitavinnu og sjóróðra jöfnum höndum á sumrum, en barnakenslu á vetrum, frá 1894 til 1915 í Vestur- Húnavatnssýslu, lengst í Kirkjuhvammshreppi. Flutti í júlí Í9I5 alfarinn úr Húnavatnssýslu, eftir nær 30 ára dvöl þar, til ísafjarðar. Þar var hann bókhaldari og umsjónarmaður hjá Guðmundi bóksala, bróður sínum, þangað til í byrjun aprílmánaðar 1918, að hann varð að fara til Reykjavíkur, til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.