Skólablaðið - 01.08.1919, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ
ÚTGEFANDI: HELUI HJÖRVAR
XI. ÁR AOÚST 1019. 8 KLAÐ.
Stefnuskráin.’
ii.
í upphafi þessarar greinar hefir verið nokkuð vikið
að þeirri nauðsyn, að hverjum manni gefist kostur á
einhverri undirstöðu almennrar mentunar, og að því,
hversu auknar kröfur um fræðslu og kunnáttu og breyt-
ing á lífsháttum þjóðanna hefir smámsaman leitt af sjer
almenna barnaskóla og skólaskyldu.
Ekkert skipulag í þjóðfjelaginu hefir nokkurntíma þótt
gefast allskostar vel; skólar og' skólaskylda ekki heldur.
Uppstroknar landeyður og heimskir spjátrungar þykjast
engan hlut vita lítilmótlegri en barnaskóla og barnakenslu;
hálærðir menn fella um þessi mál fávíslega sleggjudóma;
kennararnir þykjast góðir fyrir sínum bæjardyrum, en
meðal uppeldisfræðinganna kemur einn öðrum meiri og
þykist loksins hafa fundið lausnina á öllum vanda. pessi
•eður hin „aðferðin“ eða „kerfið“ á að gera alla hólpna.
En svo vill verða um þessar nýjungar flestar, hversu góð-
ar og viturlegar sem eru, að þær reynast ekki einhlítar,
þótt margar verði til stórkostlegra framfara.
Barnaskólunum er fundið margt til foráttu, og þó ekki
ætið á eina leið. Margar algengustu aðfinslurnar eru svo
* Fyrirsögnin á ekki allskostar við. Greinin er að eins almenn-
ar hugleiðingar iim nokkur atriði skólamálanna; frá tilefni henn-
•ar er sagt í upphafinu, og þvi er nafnið.