Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 8
8 SKÓLABLAÐIÐ Jan. 1921 orðið eða orðin, sem þau eiga að fram- leiða, t. d. i 1; svo ritar hann á töfluna stafi, t. d. v, g, t, sp, þ, b. Gæta þarf þess, að hafa hreint loft, þar sem þess- ar æfingar eru gerðar. Nú anda bömin inn, þannig að kviðarholið belgist út. Leikfimisöndun, sem lyftir brjósti og öxlum, stoðar ekki við raddæfingar. þeg- ar börnin hafa andað vel að sjer, gefa þau frá sjer hljóðið, þ. e. anda því út. Gæta þarf þess, að þau stríkki ekki á hálsvöðvunum, því að það kyrkir hljóð- ið, straumurinn þarf að koma óhindrað- ur frá lungunum. Sje höndin lögð á bak bamsins, á meðan það framber hljóðið, þá finst þar titringur, ef barnið notar röddina rjett; allur bolurinn á sem sje að hjálpa til að framleiða hljóðið. Sje þetta gert daglega, verður röddin hreinni og sterkari, og málfærið skýr- ara, og er ekki hætt við að lestur og ræða þreyti, þegar röddin er notuð á rjettan hátt. Áríðandi er að námsefni þyngist með vaxandi þroska bamsins. þegar það hefir vald yfir allmiklum forða af orð- um, fær það bækur. Ekki má fá því eina litla lesbók, til að þvæla í allan vetur- inn. Fjöldi af bókum þarf að vera hand- bær í kenslustofunni. þær þurfa að vera vel valdar með tilliti til þroska bam- anna. þau þurfa að hafa fullkomið frelsi til að nota þær. Fyrst gera þau lítið annað en skoða myndir, en brátt fara nokkur að lesa. Veitist það erfitt í fyrstu og er þeim veitt hjálp eftir ósk- um þeirra, og skoðast hún sem greiði; fá svo bömin alt aðra afstöðu gagnvart náminu, en þegar þau eru þvinguð til lestrar. þessi aðferð ætti að vera viðhöfð í öll- um bekkjum skólans, að leyfa börnun- um að velja úr fjölda bóka, taka þær heim og búa sig svo undir að skemta með upplestri í skólanum. Ágætt er og að láta börnin kjósa þann, er best hefir lesið og valið, til að fara inn í annan bekk og skemta bömunum þar. þar sem bömin hafa öll sömu bókina, eru engir verulegir áheyrendur. það er ekki ánægjulegt að gefa öðrum það sem þeir þegar hafa og kæra sig ekki um. En önnur verður afstaðan beri lesand- inn fram það sem hann hefir valið og veit að er gott, og sje hann jafnframt viss um, að áheyrendurnir muni virða það og fagna því, þá fyrst hefir hann ástæðu til að leggja sig allan fram við lesturinn. Fáar aðferðir munu óheillavænlegri en sú, að láta eitt bamið lesa hátt og hin öll fylgjast með í bókum sínum. það hindrar einstaklingana frá að renna auganu eftir línunum með þeim hraða, sem þeim er eiginlegastur. það dregur og athyglina frá heildarhugsuninni, merg málsins, og festir hana um of við formhliðina. það sem lesið er upphátt, ætti jafn- an að vera nýtt fyrir sem flesta í bekkn- um, og athygli allra ætti að vera bundin fast við það, en þetta fæst að eins með miklu og ágætu úrvali bóka. En það er stærsta atriðið í allri lestrarkenslunni. Át, melting og vöxtur sjer um sig sjálft að miklu leyti, ef sjeð er fyrir nógu af hollri, vel valinni og bragðgóðri fæðu. Svo er og um námsefnið, sje það ágætt, þróast lestrarkunnáttan af sjálfu sjer að miklu leyti. (Meira). Stgr. A. ----o---- Kórvillur í uppeldi. (Útdráttur úr erindi fluttu á 11. kennara- fundi Norðurlanda af prófessor Lundell frá Uppsölum. — Lausl. þýðing). ------Við tölum alt af um, að við kenn- um fyrir lífið en ekki fyrir skólann. En — er það nú í raun og veru þannig? Hinn æðri skóli og smámyndin af honum — al-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.