Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 10
10 SKÓLABLAÐIÐ Jan. 1921 ZZZ BÆKUR ZZZ —o— Nýtt tímarit. Af eigin reynslu veit jeg, hversu erfitt er fyrir menn út um land, að fá frjettir af nýj- um og góðum bókum, og þá ekki síst út- lendum. Oft er það að eins hittingur, ef menn frjetta slíkt. Bækur um uppeldismál er varla að ræða um, nema útlendar. Starf kennara er þó sannarlega þannig vaxið, að þeim veitir ekki af að lesa góðar bækur og fá ný áhrif, ef þeir eiga að halda sál og starfskröftum vakandi. þótt þeir geti ekki komið öllum nýjungum í framkvæmd, þá vekja þó bækumar umhugsun, sem varnar því, að kennarar trjenist upp við starf sitt. Jeg vil því benda kennurum á tímarit um uppeldis- og skólamál, sem byrjað var að gefa út í Kristjaníu í sumar sem leið. það heitir: „Skole og samfund“. Ritstjór- inn er lektor dr. phil. Einar Sigmund. í ritið skrifa ekki eingöngu Norðmenn, heldur einnig Danir og Svíar. Einnig flyt- ur það ritgerðir og smápistla um erlend skólamál. það sem út er komið af ritinu er fjöiskrúðugt að efni. Vil jeg nefna nokkrar ritgerðir. það byrjar með grein eftir próf. Otto Andersen: „Skole og samfund — ute og hjemme“. Ekki síður eftirtektarverð rit- gerð er eftir skólastjóra Olaus Islandsmoen: „Den pliktige og den frie skulen". Ennfrem- ur Sylfest Muldal: „Kvinnens innsats i skolen“, Folke Jacobsen: „Slöjd som Central- fag i Ungdomsskolen", o. fl. Síðastnefnda greinin lýsir tilraunum höf. með handa- vinnu (smíðar) sem aðalnámsgrein í skól- anum. Er þar um nýjung að ræða, sem að öllum líkindum á framtíð fyrir sjer. Hún kemur að minsta kosti heim við skoðun margra uppeldisfræðinga nú á tímum, að líkamlega vinnan, eða starfið, verði að vera þungamiðjan í framtíðarskólunum. Ritið kemur út í 10 heftum (rúmar 40 bls. 4to hvert hefti) um árið, og kostar árg. 10 krónur + burðargjaldi. 1. ár, 1920, er að eins 7 hefti og kostar kr. 7.50 + burðargj. Útgáfu ritsins hefir J. W. Cappelens Forlag — Kristiania og Köbenhavn, og má panta það hjá bóksölum eða beint frá afgreiðslunni: Kirkegaten 15, Kristiania, eða: Reventlows- gade 10, Köbenhavn. Jónas Magnússon, Patreksf. Alfræðibæknr Nelsons. I síðasta hefti Eimreiðarinnar f. á. gat jeg um alfræðibók þá, New Age Encyclopædia, sem hið góðfræga út- gáfufirma Thomas Nelson & Sons í Edin- borg gáfu út í haust. En það er mælt, að ekki sje góð vísa of oft kveðin, og jeg hygg að þarft verk sje með því unnið, að benda á slík rit. Að undanteknum blaðamönnum eru víst engir, sem síður mega án alfræðibóka vera en einmitt kennararnir. Jeg vil því, eftir að hafa átt tal um það við ritstjóra Skólablaðsins, ekki láta undir höfuð leggjast að minna á rit Nelsons í málgagni sjálfra þeirra. Sem vonlegt er, lesa því mið- ur ekki allir íslenskir kennarar ensku sjer að fullum notum, en þeir eru þó furðanlega margir, sem það gera. The New Age Encyclopædia erí tíu bindum, sem að meðtöldum myndablöð- um eru um eða yfir 500 bls. hvert. í gyltu alljereftsbandi kostar alt ritið aðeins 35 shillings, og þó að það sje að líkindum full- um þriðjungi dýrara hingað komið, þá er samt sem áður hjer um að ræða svo langsam- lega miklu ódýrara alfræðirit en fáanlegt er á Norðurlanda tungum. það tjáir ekki að bera saman við verð á gömlum ritum sams- konar, er fornbókasalar hafa á boðstólum, því það er eitt af fyrstu skilyrðum alfræði- rita, að þau fylgist með tímanum. þau úr- eldast því fljótt og þurfa endurnýjunar. þetta rit Nelsons er svo „up-to-date", að það nær jafnvel fram á síðastliðið haust, eða alt til þess er það fór að koma út. Og hvorki fje nje fyrirhöfn hefir verið til þess sparað, að gera það sem áreiðanlegast í alla staði. f greininni um fsland er þar vitnað í svo nýtt rit sem Periodical Literature of I c e 1 a n d eftir prófessor Halldór Her- mannsson, en sú bók kom út árið 1919. I sambandi við þetta vil jeg vekja athygli á Dictionary of Dates, er sama firma gaf út laust fyrir stríðið. það er söguleg „encyclopædia“ í þrem bindum jafnstórum hinum, en meira en helmingi ódýrari (alls

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.