Sovétvinurinn - 01.03.1933, Blaðsíða 4

Sovétvinurinn - 01.03.1933, Blaðsíða 4
saman fé á ýmsan annan hátt, svo sem með útgáfu blaða, með skemmtunum, merkjasölu og öðru. Undirbúningi fararinnar þarf að mestu að vera lokið fyrstu dagana í apríl. Sendinefndin leggur af stað um og eftir miðjan apríl, eða svo tíman- lega, að nefndarmenn geti verið komn- ir til Moskva og verið viðstaddir há- tíðahöldin þar 1. maí. Þar dveljast þeir um tíma og ferð- ast síðan víðsvegar um landið, þangað sem þeir helzt kjósa. Eftir þriggja vikna til mánaðardvöl í Rússlandi, halda þeir heimleiðis. Hvernig fer val nefndarinnar fram? 1 Reykjavík gengst Sovjetvinafélag- ið fyrir opinberum fundum með al- þýðufólki. Jafnframt kallar félagið saman fundi með verkafólki á öllum stærri vinnustöðum. Á þessum fundum eru svo kosnar Sovétvina-nefndir. Verkefni þeirra er að kynna félögum sínum málið, gang- ast fyrir söfnun til fararinnar, útbýta söfnunarlistum, skipuleggja sölu á blöðum og ritum félagsins o. s. frv. Utan Reykjavíkur boða trúnaðarmenn félagsins samskonar fundi. Að lokinni söfnun og nauðsynlegum undírbúningi, kalla svo Sovétvina- nefndirnar aftur saman fundi, þarsem uppástungur eru gerðar um nefndar- mennina og bornar undir atkvæði. — Þessum uppástungum er loks komið til stjórnar Sovétvinafélagsins, sem síð- an með tilliti til þeirra ákveður endan- lega val mannanna. Jafnframt er mönnum þeim, sem á- huga hafa á því að komast í sendi- nefndina, frjálst að senda stjórn Sovét- vínafélagsins skriflegar umsóknir. — Umsóknir þessar sendír félagið svo til Sovétvinanefndanna vikulega til leið- beiningar. Fyrirvarí til að vinna að undirbún- ingi nefndarinnar er mjög stuttur. Það ríður því á því, að allir Sovétvinir taki virkan þátt í þessu starfi og gefi sig fram á skrifstofu félagsins í Mjólkur- félagshúsinu (herb. 15), sem er opin alla daga kl. 3—4 og kl. 8—9 e. h. á mánudögum og fimmtudögum. H. B. Hvad er ad sjá? Það, sem hér ræðir um, er ekki það, hvað er að sjá frá norðri til suðurs og austri til vesturs í Sovét-Rússlandi, því að þið, sem aðeins eigið nokkra daga dvöl fyrir hendi í Rússlandi, komizt aldrei yfir þetta óendanlega flæmi, með öllum sínum fjölbreytileik í lands- háttum, menningu, tungu, trúarbrögð- um og jafn'vel stjómarfari. En hvað er að sjá fyrir ísl. verkamann, fáliðaða sendisveit úr minnsta og vesælasta auðvaldsríki veraldarinnar? Þið farið að heiman með hugmynd- ina um föðurland gróðursetta djúpt í vitund ykkar. Hið fyrsta, sem er að sjá á Rússlandi fyrir ísl. verkamann, er það, hvemig rússneskur verkalýður hefir vaxið upp úr og þurrkað af sér hugmyndina um föðurland. Hann seg- ir: frjómögn, sem liggja ónotuð í skauti jarðarinnar, eru frjómögn, sem enginn á; kol, sem liggja ósnert í iðr- um jarðar, eru kol, sem enginn á; skóg- ur, sem enginn heggur sér til lífsviður- væris, er einskis eign, og heiðin, sem glápir upp á guð með glannalegum lyngbreiðum yfir alla hóla, hún er eínskis manns eign. En verkalýður Rússlands uppgötvaði það fyrir 15 ár- um, að landamerkjastaurar burgeis- Eftir Sigurd Einarsson. anna, sem táknuðu, að þetta ætti A og þetta ætti B, voru ekkert annað en prik, sem voru óðum að fúna af sólu og regni. Og allsleysingjaherinn, sem bölmóðugir auðkýfingar um allan heim hæða enn þann dag í dag fyrir það, að hann sé óþjóðlegur, hann atti her- sveitum dráttarvélanna á heiðamar og hann beitti jarðgröfunni niður í nám- umar og hann lét vélamar viða skóg- inn til þese að helga sér gæði lands- ins. Þetta er að nema og eignast föð- urland. Og þið fimm, sera eigið þess kost að sjá það, þið eigið, þegir þið kom- ið aftur, að benda bræðr- um ykkar hér út á hafið, inn yfir Suðurlandslág- lendið, Borgarfjörð og Húnaþing, og segja þeim, hvemig þeir eiga að leysa 'verðmæti þess úr áþjáin Kveldúlfs. og Hambros, Alliance og SÍS til af- nota fyrir vkkur sjálfa. Hvað er að sjá? Tröllauknar moksturs- vélar til skurðagerðar og framræslu, risavaxnar vélar til garðagerðar og fyrirhleðslu, málmjötna, sem steypa brýr í einni svipan, skriðdreka, sem fara yfir landið hægt og bítandi, en skilja eftir sig hlaðinn og steyptan, eggsléttan veg, þar sem áður var óbotnandi fen. Að vísu gæt- uð þið farið til Bandaríkjanna og séð slíkt hið sama, en látið ykkor skilj- ast, þegar þið komið til Rússlands, að þessar framkvæmdir eru ekki gerðar til þess að hækka í verði kramaravörur gráðugra burgeisa, heldur til þess að gera þetta nýnumda föðurland verka- lýðsins að nægtabúri og til þess að fullnægja þörfum hans sjálfs skjótt og vel. Hvað er að sjá7 Land, sem lá „í myrkri og skugga dauðans“, áþjáninnar og fáfræðinnar, en sem er að verða rafmagnað land með blik af Ijósum yfir hverju þorpi, með afltaugar á milli hinna „dreifðu byggða“, sem með rafmagninu bera FRÁ DNJEPROSTROI. Þar sem áður var einstaka hús rísa nú upp á fáum áruin voldug iðjuver og fjölménnar borgir.

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.