Sovétvinurinn - 01.03.1933, Qupperneq 5
SOVÉTVINURI N N
B
samvitund, samhjálp og samvinnu
milli fólkgins, sem er að byggja upp
nýtt þjóðfélag. Og ef ykkur finst þetta
loðið og draumórakennt, þá biðjið
bræður ykkar í Rússlandi að sýna ykk-
ur aflstöðina við Dnjeprostroj, þar sem
500 þús. hestafla raftúrbínur Sovét-
Rússlands keppa við 300 þús. hestafla
xaftúrbínur Bandaríkjanna. Og minn-
izt þess þá, frammi fyrir hinum miklu
stíflugörðum og öskrandi drifhjólum
Dnjeprostroj, að þetta snilldarverk
mannvitsins vinnur nætur og daga fyrir
verkalýð Rússlands. En 300 þús. íiest-
afla túrbínifrnar í Bandaríkjunum
bola með orku sinni verkamönnum frá
vinnu og lífsmöguleikum í stað þess að
vinna fyrir þá. Þetta er einfaldlega
munurinn á því, hvort að fólkið eða
Ford eiga vélarnar.
Hvað er að sjá?
Landflæmi, sem eru viðlíka stór eins
og frá Jökulsá á Sólheimasandi til Sel-
vogs og frá Landeyjaströnd norður
yfir mið íslands öræfi, sem er ekkert
annað en ein kornverksmiðja, þar sem
uppskeran er tryggð á hverri einustu
ekru með aðstoð vísindanna. Þegar ein-
yrkinn á Islandi skimar til lofts og velt-
ir því fyrir sér tvíráður og örvinglað-
ur, hvort hann eigi að demba sátunum í
súrheysgryfjuna eða eiga það undir
guði, hvort það visast úr þeim, þá er
rússneski samyrkinn alveg áhyggju-
laus. Af því hann stýrir landisinu sjálf-
ur til hagsmuna fyrir sig og alla aðra
starfandi menn, þá hefir hann, bæði til
að geta notað hinar fullkomnustu vél-
ar og til þess að forðast tjón af veðra-
brigðum á takmörkuðu svæði, endan-
iega losað sig við annan eins hjákáfc-
leik eins ogþann, að Fljótshlíðingar og
Landmenn verða stundum að drepa fé
sitt vegna óþurrka, þó að Landeyingar
og Flóamenn komi öllu grænu í hús.
Skoðið þið stóru samyrk.jubúin á Rúss-
landi, og gerið það upp við ykkur,
hvort að það er tilvinnandi fyrir fá-
eina hreppstjóra og oddvita, sem fylgja
núverandi skipulagi að hald? í hið
þjóðlega búskaparlag.
Ef ykkur rennur einhver klökkvi í
brjóst, um leið og þið sjáið biáfjöll og
jökulbungur föðurlandsins hverfa í
sæ, þá minnizt þið þess, að í skoming-
um þessara fjalla lifa alumkomu-
lausir föðurlandsleysingjar, en kirtla-
veikt úrkast í kjöllurum, og að yfir
þessa „blávegu“ fara fram kristilegir
hreppaflutningar. Biðjið þið svo að
sýna ykkur bamahæli Rússlands og
uppeldisstofnanir, vinnuskólana í sam-
bandi við verksmiðjur og búgarða. —
Bregðið þið í hug ykkar þessum tveim-
ur myndum, öreigabörnunum í auð-
valdsríkjunum, sem sitja kófsveitt á
trébekkjum og læra um fílabeinsborgir
í Kongó og gullborgimar í Suður-
Afríku, og börnum Sovét-Rússlands,
sem læra hin einföldu vinnuvísindi sam-
ríkisþegnsins við hefilbekk og steðja,
við akuryrkju og búfjárgeymslu. Og
umfram allt, gleymið ekki að gefa full-
orðna fólkinu gætur. Varið ykkur á því,
að sem germönskum mönnum er ykk-,
ur andlitsfall og framkoma slavans ó-
geðfeld fyrir fram. Minnist þess, að
Hverjir fara?
Rússnesku verklýðsfélögin hafa
boðið fimm manna sendinefnd ís-
lenzkra sjómanna og verkamanna, að
ferðast um Sovétlýðveldin til að kynn-
ast þeim efnalega og andlega, —
kynnast ríkinu þar sem verkalýðurinn
ræður, ríkinu, þar sem engar arðráns-
klær eru til.
Þetta er drengilega gert. Ekkert er
okkur íslenzkum verkamönnum nauð-
synlegra, en þekking, þekking á réttu
skipulagi á atvinnumálum og fjármál-
um, því við það skapast okkur og
börnum okkar leið til vellíðunar.
Við sjáum varla svo íslenzkt blað,
utan verklýðsblaðanna, sem eru fá og
smá, að þar sé ekki meiri og minni lýgi
um ráðstjórnarríkin rússnesku. Þar á
allt að vera í eymd og volæði, hungurs-
neyð og harðrétti, og fantaskapur
stjórnarinnar og stjómarflokksins á
hæsta stigi. En sannleikurinn mun sá,
að hvergi í heimi mun nú betra að vera
á allan hátt. Þar er ekkert atvinnu-
leysi og framfarirnar hvergi eins mikl-
ar á öllum sviðum. Meira að segja eru
einstaka íhaldsmenn farnir að játa
þetta. Enda er Rússland nú það stór-
veldið, sem einna mest athygli er veitt,
og sem í næstu framtíð óefað mun
hafa mest áhrif á þjóðimar.
Eins og sagt var, hefír fimm manna
sendinefnd verið boðið, fyrir milli-
göngu Sovétvinafélags íslands. Okk-
fyrir tveim tugum ára var alþýða
Rússlands mállaus, grimmlynd, fáfróð
og ruddaleg. Við þetta verðið þið að
miða, þegar þið sjáið hið djarfa fas,
hið létta mál, hið rólega öryggi hins
rússneska verkamanns. Hér varð nýtt
þjóðskipulag til fyrir 15 árum, betra
en allt, sem enn er fundið í þeim efn-
um. Hér er nýtt fólk að skapast þaðan-
í frá og enn, og verður um marga tugi
ára. Betra eða verra á ekki við, þegar
um fólk er að tala. En þetta nýja fólk,
sem á 15 árum hefir strokið af sér und-
irlægjuháttinn og brennivínsgremjuna,
lofar meiru um framtíð mannkynsins
en nokkurt annað fólk á jörðunni.
Þetta er að sjá í Rússlandi, og ótal
margtfleira. Segið mér, þegar þið kom-,
ið til baka, hvort þetta ber ekki heim.
Góða ferð!
smmmmsmmmmmammammmmmmm
ur er nauðsynlegt, að í för þessa veljist
gáfaðir og athugulir menn, sem við
getum treyst, menn sem að segja okk-
ur satt og rétt frá ástandinu. Því ekk-
ert verður okkur meiri styrkur í bar-
áttunni við auðvaldið, eri rétt frásögn
um ráðstjómarskipulagið — það skipu
lag, sem við óefað munum taka upp;
innan skamms. Ástandið hér á landi er
það, að verkalýðurinn má búast við að:
þess verði skammt að bíða, að hann
verði að taka við stjóm. Út úr hruni
atvinnuveganna, og auðvaldskrepp-
unni yfirleitt, er varla hugsandi önnur
leið.
Þá er okkur gott að hafa kynnst á-
standinu í Ráðstjórnarríkjunum, sem
verða fyrirmynd okkar, með þeim
breytingum, sem nauðsynlegar knnna
að verða eftir breyttum staðháttum.
Sovétvinafélag íslands er stofnað til
að mynda -vináttuband milli rússneska
og íslenzka verkalýðsins og til að gefa
mönnum réttar og sannar upplýsingar
um ástandið í Ráðstjórnarríkjunum.
Áreiðanlegt er, að íslenzkum verka-
mönnum og sjómönnum er ekkert
nauðsynlegra en að kynnast ástand-
inu í Rússlandi. Því kynnast menn ekki
með því að lesa auðvaldsblöðin is-
lenzku, heldur með því að gerast fé-
lagar í Sovétvinafélagi Islands.
Verkamenn og sjómenn, gerist fé-
lagar strax í Sovétvinafélagi Islands!
En umfram allt, þá veljið rétta menn
í sendiförina. Gunnar Jónsson.