Sovétvinurinn - 01.03.1933, Qupperneq 6
6
SOVÉTVINURI N N
Yfirstéttarmálgagn
Við Sovét-vinir höfum hingað til
ekki haft nein blöð. Sovétféndur hafa
hins vegar mörg blöð, sem koma út al-
veg reglulega t. d. eins og sunnudags-
blað Morgunblaðsins, sem flytur eftir
föstum reglum eina eða fleiri hjákát-
legar ritsmíðar um, eymd og volæði al-
mennings í Sovét-Rússlandi, um harð-
snúnar uppreistir verkamanna gegn
stjórninni, sem aldrei hafa áttsér stað,
en ber svo oft brigður á aðrar upp-
reistir, sem raunverulega hafa átt séri
stað, og frægar eru um allan heim,
eins og t. d. uppreistarstarfsemi Iðn-
aðarflokksins svonefnda í hitteðfyyra;
það var borgaraleg andstöðuklíka
gegn hinni sósíalistisku uppbyggingu,
en Morgunblaðið vildi þá láta líta svo
út, að bolsar hefðu logið þar sökum
upp á Ramsin og Iðnaðarflokkinn, að
því er virtist af leiklistárlegum ástæð-
um. Ennfr. flytur sunnudagsblað Mbl.
iðulega fréttir af ójöfnuði kommúnista
í Rússlandi og kallar þá yfirstétt og
virðist (hver skyldi trúa því?) hata
þá á þeim grundvelli, það flytur hroða-
leg tíðindi af glæpsemi Sovétstjórnar-
innar gagnvart saklausu fólki í Rúss-
landi, og síðast en ekki síst fræðir það
lesendur sína;’ af mikilli áfergju um
það, hvernig fimm ára áætlunin hafi
öll farið út um þúfur. Annars leggur
blaðið mikið kapp á, að hugga lesend-
ur sína með því, að sovét-stjórnin sé
mjög völt í sessi, enda búast margir
borgarar hér í bænum við heillavæn-
legum stjórnarskiftum í Sovétríkjun-
um, þegar minnst varir, og segja, að
það sé óhugsandi, að þetta eymdará-
stand geti haldizt svona til lengdar.
Á máli Morgunblaðsins, a. m. k. á
sunnudögum, heitir rússneska þjóðin
venjuléga „blóðhundar“, eða eitthvað
þess háttar. Eg spurði herra Valtý Ste-
fánsson um daginn að því, hvort hann
skoðaði ekki huga sinn, áður en hann
kallaði þjóð, eða réttara sagt þjóðir,
sem saman standa af nálægt 160 milj-
ónum manna blóðhunda. Það er
heppni, að Morgunblaðið skuli ekki
vera stjórnarblað, úr því það vogar sér
að móðga á svo óprúttinn hátt merki-
legt útlent ríki. Hinn ágæti ritstjóri
skýrði mér þá frá því, að með þessú
sérkennilega nafni ætti hann einkan-
lega við rússneska kommúnista, þ. e. a.
svívirðir yfirstétt.
s. hið pólitíska forustulið verkalýðsins
rússneska, en tala þeirra flokksbundnu
er ásamt ungkommúnistum h. u. b.
9 miljónir manna. Ritstjórinn sagðist
álíta, að mér ætti ekki að vera ókunn-
ugt um það, að kommúnistar í Rúss-
landi væru harðsnúin yfirstétt. Kenn-
ingin um ,,kommúnistayfirstétt“(!) í
Rússlandi hefir hinsvegar aldrei verið
meiri fjarstæða í mínum augum, en
eftir að eg hafði kynnst sovét-skipu-
laginu af eigin sjón og reynd. Setjum
hinsvegar svo, að kommúnistar í Rúss-
landi væru yfirstétt. Nú er Morgun-
blaðið frægt fyrir það hér, á landi, að
vera sí og æ reiðubúið að verja með
athyglisverðum kjarki hvern einasta
málstað, aðeins ef hann er málstaður
yfirstéttarinnar og gagnstæður hags-
munum þjóðarinnar, sem landið bygg-
ir. Hvernig getur þá þessu blaði kom-
ið til hugar að kalla þá menn blóð-
hunda, sem það álítur (að vísu þvert
ofan í allar staðreyndir), að sé yfir-
stétt, og fjandskapist gegn hagsmun-
um almennings í Rússlandi á sama
hátt og skjólstæðingar blaðsins hér?
Hvernig dirfist blaðið að bregðast köll-
un sinni og svívirða yf irstéttina ?
Hvaða skynsemi er í röksemdafærslu
yfirstéttarblaðs gegn Sovétríkjunum
á þessum grundvelli? Og hvernig
Mennlngatframfarir Rússlands
Forystugreinin í blaðinu ,,Pravda“
31. des. 1932 var um árangur 5 ára
áætlunarinnar á sviði menningarinnar,
og birtist hér útdráttur úr þeirri grein.
Á menningarlegu sviði voru engu
minni örðugleikar, sem sigrast varð
en á sviði hinnar sósíalistisku upp-
byggingar. Öllum er kunnugt um arf
þann, sem keisarastjórnin lét eftir sig
og sem öreigabyltingin heíir nú lagt í
rustir. Það ætti að nægja að benda á
það, að um % hlutar allra íbúa Ro-
manov-keisaradæmisins gamla'voru ó-
læsir og óskrifandi. Margar þeirra
þjóða og þjóðabrota, sem byggja stór
svæði lands vors, áttu ekki einu sinni
sitt eigið stafróf. Kunnáttuleysi íbú-
anna var alvarlegur þröskuldur á leið
byltingarinnar. Þessum þröskuldi varð
að ryðja úr vegi.
stendur á því, að það skuli ekki geta
verið heil brú í hugsun þeirra manna
hér á landi, sem hafa fengið æðri köll-
un til að verja mál yfirstéttarinnar?
Sannleikurinn er sá, að það eí'
fremsti liðurínn í stefnuskrá komm-
únistaflokksins að afmá algerlega
stéttamismuninn, og það ef hið póli-
tíska höfuðinnihald annarar fimm ára
áætlunarinnar, sem nú er hafin, að
uppræta til fulls leyfar stéttaþjóðfé-
lagsins í Rússlandi. Mér er ekki kunn-
ugt um, hvað herra Valtýr Stefánsson
kann að þekkja til þessara manna, sem
hann svo óhikað nefnir blóðhxxnda,
kommúnistana rússnesku. Eg veit að-
eins, að þessi orð Lenins standa, sem.
nokkurskonar fyrirsögn yfir kommún-
istaflokknum rússneska: „Aðeins sá
maður getur orðið kommúnisti, sem
hefir auðgað vitund sína með því, að
ausa af brunnum samanlagðrar þekk-
ingar mannkynsins“. Eg er persónu-
leg kunnugur fjölda mörgum rússnesk-
urrr kommúnistum og eg hef ekki um
þá, nema eina sögu að segja: Það eru
einhverjir hinir menntuðustu og prúð-
ustu menn, sem eg hef kynnst, að rit-
stjórum Morgunblaðsins ekki undan-
skildum. — Eg þykist hafa enn betri
aðstöðu til að skýra hér frá þessari
reynslu minni, þar sem eg sjálfur
stend utan kommúnistaflokksins.
Halldór Kiljan Laxness.
ð tfmabili 5 ára áætlunarinnar!
Sagan veitti okkur stuttan frest til
þess að leysa þetta hlutverk af hendi.
Þegar á fyrstu dögum eftir sigur ör-
eigabyltingarinnar, setti kommúnista-
flokkurinn og ríkisvald öreiganna sér
það mark að útrýma því myrkri menn-
ingarleysisins, sem hvílt hafði yfir.
Rússlandi á tímum keisaradæmisins.
Fyrsta hlutverkið var að kenna verka-
mönnum og bændum að lesa og skrifa.
Fyrstu árin eftir októberbyltinguna
sóttist þetta starf seint. Landið var læst
í hinar blóðugu viðjar hafna- og við-
skiptabannsins og varð að verjast hin-
um grimmilegu árásum innri og ytri
fjandmanna. Þetta hlaut að verða af-
drifaríkt gangi byltingarinnar, því að
öllum kröftum flokksins og öreigastétt-
arinnar varð að einbeita að hlutverkum
borgarastyrjaldarinnar.