Sovétvinurinn - 01.03.1933, Síða 7

Sovétvinurinn - 01.03.1933, Síða 7
SOVÉTVINURINN 7 Á viðreisnarárunum óx flokknum og öreigastéttinni það hlutverk að neyta allra krafta til þess „að bjarga og end- urreisa þungavöruiðnaðinn“ (Lenin). Það voru engin tök á því að leggja fram eins mikið fé og vinnukraft og þurft hefði, til þess að auka alþýðumenntun að verulegum mun. Samt sem áðurvarð talsvert ágengt í því að útrýma kunn- áttuleysi fólksins í lestri og skrift. Á 16. þingi kommúnistaflokksins til- kynnti Stalin, að 62,6% þjóðarinnar væru orðin læs og skrifandi. Á síðustu árum 5 ára áætlunarinnar fór þessu starfi að miða verulega fram. Skólar þeir, sem settír höfðu verið upp, til þess að kenna ólæsu fólki að lesa og skrifa, voru árið 1928—29 sóttir af 1648000 fulltíða mönnum. 1929—30 var þessi tala orðin 11300000, 1930— 31 24280000 og árið 1932 var hún 20 milljónir. Síðan 1920 hafa 65 milljónir manna, gengið á þessa skóla. Á síðustu 4 árum hafa meira en 57 milljónir manna lært að lesa og skrifa. Sam- kvæmt opinberum skýrslum kunna nú 97%, allra íbúa Sovétlýðveldanna að lesa og skrifa. Það má því í rauninni segja, að kunnáttuleysinu í þessum efn- um hafi þegar verið útrýmt. Þetta er stórkostlegasti og þýðingar- mesti sigur menningarbyltingarinnar. Þýðingarmesti liðurinn í alþýðu- fræðslu varrli éru barnaskólamir og gagnfræðaskólarnir. Á keisaratímun- um gengu 7800000 börn í slíka skóla. Börn verkamanna og bænda gátu ekki nærri því allt af sótt barnaskóla eða kirkjuskóla í bæjunum, og rétttil þess að ganga í gagnfræðaskóla höfðu þau ekki. Á árum borgarastyrjaldarinnar sóttu 9780000 böm sovétskólana svo nefndu, og í byrjun fyrsta árs 5 ára á- ætlunarinnar gengu rúmlega 12 mill- jónir bama á bama- og gagnfræða- skóla. Á 16. flokksþinginu 1930 sagði Sta- lin: „Það mikilverðasta, sem nú ligg- ur fyrir, er að koma á almennri skólaskyldu. Það mikilsverðasta, segi eg, því að lögskipun almennrar skóla- skyldu er úrslitaspor í menningarbylt- ingu vorri“. Þetta úrslitaspor hefir þegar verið stigið. 16. flokksþingið lagði stefnulín- umar fyrir lögleiðslu almennrar skóla- skyldu. 'Nú, við lok fyrstu 5 ára áætlun- arinnar, hefir þessu verið komið fram. ÍSLENSK-RÚSSNESKA VERSLUNARFÉLAGIÐ ‘V UMBOÐSSALA - HEILDSALA. SlMI 1493 — HAFNARSTRÆTI 5, SiMN: ÍSRÚV UMBOÐ FYRIR: UTANRÍKISVERSLUN SOVÉTRÍKJANNA. Um öll Sovétlýðveldin hefir verið kom- ið á almennri skólaskyldu. í nokkrum héruðum (Leningrad, Svartmoldarhéraðinu, héruðunum kringum Moskva og nokkrum öðrum) er búið að koma á almennri 7 ára skólaskyldu. Árið 1931—32 voru 22.8 milljónir bama á skólum vorum, og við lok fyrstu 5 ára áætlunarinnar vom þar 27.7 milljónir bama af verkalýðs- stétt. Framkvæmdimar á sviði skóla- málanna hafa farið fram úr áætlun- inni. Þessi árangur sovétskólanna væri alveg óhugsanlegur án vakandLum- hyggju flokksins, stjómarinnar og alls ríkisvalds öreiganna fyrir kennurum og nemendum þeirra. Það nægir að taka það fram, að meðalkaup kennara hefir meira en þrefaldazt síðustu 4 árin. Einn þýðingarmesti árangur bylting- arinnar er afnám aldagamals réttleysis og þrældóms kvenþjóðarinnar. Mikils- verðasta tækið til þess að losa hinar vinnandi konur við húsverkafarganið og gefa þeim tækifæri til að taka virk- an þátt i atvinnulegu og pólitísku lífi þjóðarinnar, er hið þétta net stofnana, sem reistar hafa verið fyrir óskóla- skyld börn. Sovétlýðveldin eru eina landið í heiminum, þar sem uppeldi barna fram að skólaskyldualdri er tal- ið vera hlutverk ríkisins. Á þessu sviði eru afrek vor einstæð í allri mannkyns- sögunni. 245000 börn voru alin upp í smá- barnaskólunum árið 1920—21. Á fyrsta ári 5 ára áætlunarinnar var þessi tala orðin 453000, og við lok hennar voru þarna 98Q0000 börn, framtíðarbyggj- endur hins stéttlausa þjóðskipulags. Ungbarnaheimilin og barnagarðarnir eru nú orðin að öruggum allsherjar- hlunnindum verkakvenna og samyrkju- kvenna. En menningarstarfsemin er ekki ein- skorðuð við barna-, gagnfræða- og há- skóla. 1931 voru í Sovétlýðveldunum 25760 lestrarsalir, 7920 verkamanna- klúbbar, 7820 bændaklúbbar, 27000 bókasöfn, og allar þessar stofnanir leysa af hendi stórkostlegt menningar- starf. Það er óravegur, sem farinn hefir verið, en þó bíða ennþá stórkostleg hlutverk úrlausnar. Með árangri þeim, sem náðst hefir í almennri skólamennt- un og í því að gera þjóðina læsa og skrifandi, hefir verið lagður sá grund- völlur, sem enginn mun framar megna að leggja í eyði. Menningarbyltingin er veruleiki vor, í henni lifum vér hug- djörf, fagnandi lífi, lífi baráttu, starfs og uppbyggingar. Og enn hugdjarfara, fagnaðarríkara virðist líf vort, enn skýrari og glæsilegri útlínur menning- arbyltingarinnar, ef maður virðir það %

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.